Færsluflokkur: Bloggar

London, heilsan og hvolpaskott..............

Jæja góðir hálsar, þá er mín á leið til London í fyrramálið bara, rally eða ráðstefna og fjör. Svei mér þá ef ég er ekki farin að hlakka til bara, fá að breyta aðeins um umhverfi og fá andagift og metnaðarendurnýjun fyrir vinnuna. Bara gaman að því. Það er líka svo gaman að fá að hitta fólk sem maður hefur verið að hitta út um víðan völl, Kaupmannahöfn, Florída og svo núna London. Fólk sem ég tel orðið vini mína og mér þykir vænt um. Ekki sakar að Guðrún mín verður þarna til staðar að reyta af sér brandarana og oft á tíðum halda dramanu í gangi, á jákvæðan hátt......Wink svo og fleiri vinnufélagar hérlendis frá. Skrítið, í gær var ég ekki að nenna að fara....núna er bara tilhlökkun....

Mér er loksins batnað flensan, en ég átti lengi í þessum bévitans höfuðverk. Hann setti stórt strik í reikninginn hjá mér, ég var bara ekki að funkera af neinum krafti. Miðjugaurinn minn er núna kominn með þetta, búinn að þjást í höfðinu og var með hita í dag. Vonandi verður hann orðinn frískur þegar ég kem heim á sunnudagskvöldið. Litli sjálfstæðismaðurinn minn er orðinn frískur. Hann er búinn að vera pínu ódæll undanfarið, en vonandi fer hann að vera líkari sjálfum sér aftur með batnandi heilsu.

IMG_0569 (Small) Af sérstökum ástæðum er Tröllatrúar Balí Blaka í leit að góðu heimili á ný. Mun hún vera hreinræktuð Miniature Schnauzer tík, með ættbók hjá HRFÍ, líf og sjúkdómatryggð í eitt ár, búin að gangast undir hvolpaskapgerðarmat, er bólusett og ormahreinsuð með heilsufarsbók. Hún hefur verið snyrt og henni fylgir snyrting á stofu um 4ra mánaða aldurinn.

Um er að ræða virkilega fallega og frambærilega tík. Hún yrði flott til sýningar á hundasýningum HRFÍ, (vil fá að sjá hana sýnda allavega einu sinni) og er kelin, róleg og yndisleg. 

Þar sem ég verð erlendis um helgina verður hægt að fá upplýsingar hjá mér eftir helgi í s: 898 8567 eða á netföngunum: bjarndis@simnet.is eða bjarndis@eldamennska.is

Vona ég að gott heimili finnist fyrir hana sem fyrst. Það er ekki gott fyrir hvolpaskott að þvælast mikið á milli heimila. 

Hafið þið það sem best um helgina, ég vonast til að klára bloggrúntinn í næstu viku..Wink                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                       

 


Úr leik í bili....

Ég held að það sé kominn tími til að ég hendi inn einni færslu, í staðinn fyrir að eyða tímanum og orkunni í að reyna að klára bloggrúntinn, held bara áfram á honum á eftir.

Nú eru 4 af 5 hvolpum farnir á sín nýju heimili. Sá síðasti í bili, í dag, þrátt fyrir brjálað veður. Vona ég að allir eigi eftir að aðlagast hratt og vel og að þeim gangi öllum vel í sínu lífi.

Litli sjálfstæðismaðurinn minn kjökraði í morgun að honum liði ekki svo vel, honum var illt í maganum sagði hann, kl. 06:45 í morgun. Ein stroka yfir ennið á honum sagði mér alla söguna. Hann var með bullandi háan hita og mælirinn var í 39,4 í fyrstu tilraun með eyrnamælinum. Hann fékk stíl, kók og fötu og kom sér fyrir í sófanum í stofunni og fékk að horfa á teiknimyndir í morgun. Ég þurfti ekkert að velta fyrir mér með veðrið, og þá spurningu hvort að ég ætti að senda hann af stað í skólann, halda honum heima eða keyra honum sjálf. 

Litli kúturinn er búinn að vera eins og engill í dag. Mér er ekki farið að lítast á blikuna með heilsuna innan þessarar fjölskyldu, megnið af vikunni er búin að fara í mígrenikast, eða 3 daga kast hjá mér sjálfri. Ekki skemmtileg reynsla þar sem nokkur ár eru liðin síðan ég fékk svo svæsið kast. Hélt svei mér þá að baunasúpan sem ég tók forskot á, á sunnudaginn hafi verið kveikirinn að þessu kasti. En það er matur sem við borðum einungis 1 sinni á ári, og þá yfirleitt á sprengidag. Í þetta sinn hafði ég súpuna á sunnudaginn í staðinn og aftur á mánudag. Bollurnar voru svo í matinn á þriðjudaginn hér. En ég er bara svo skrítin að vilja hafa þessa hluti eins og hentar mér og minni fjölskyldu, ekki endilega dagatalinu, þó ég vilji alveg vera með. Súpan hefndi sín og mín er búin að vera úr leik fyrir vikið, eða svo ég hélt.....

Seinnipartinn í dag skellti ég mér út í óveðrið til að afla nauðsynja, ennþá með hausverk og svima, en það vantaði stíla handa litla manninum og svo matarinnkaup líka. Ákvað að taka heilsuflipp í búðinni og kaupa build up, ís, fullt af ávöxtum, bananar, epli, appelsínur, ananas, melóna, mangó og límónur, ásamt slatta af grænmeti og svona. Kom svo heim og bjó til hollustu smoothies á línuna, og þá aðallega fyrir litla kút svo honum batni fljótt. En á leiðinni heim var veðrið orðið svo svakalegt að það fauk á bílinn minn spónaplata í fullri stærð, sem betur fer náði ég að forða mér undan 3 til viðbótar sem stefndu á bílinn minn.

Eftir að heim var komið og allir búnir að fá sinn hollustudrykk, leið mér svo illa að ég mældi mig líka. Reyndist ég vera komin með hita líka, ekki bara þennan leiðinda höfuðverk. Mígrenið hefur sennilega verið bara þessi pest að hrjá mig og ég í afneitun. Núna verður bara hollustu drykkir á boðstólum, með vítamínbombum og ávöxtum beint í æð á línuna. Ég er búin að fá nóg af þessum pestum og mig fullsadda. Hér verður tekið á í hvívetna og fyrst verður bætt um betur í mataræðinu hér. Ég taldi mig ágæta í þeim málum, en greinilega ekki nóg til að okkur heilsist vel. Við sleppum í það minnsta ekki við margar umgangspestar þessa dagana sýnist mér.

Hér sit ég í bláköflóttu náttfötunum mínum og í bleika sloppnum og er að pústa hér á blogginu með þetta. Hafði hugsað mér að tala bara um gleði og jákvæða hluti hér, en í dag er fátt skemmtilegt um að vera í þessum veikindum. Nema þá að banani, vanilluís með súkkulaðisósu, mjólk og build up með súkkulaði bragði er bara góður sheik, og pínu hollur í fitandi mynd. Í morgunmat mun það vera ananas, mango, epli, banani, vanillu build up og vanillu ís ásamt klaka, á línuna. Með fjölvítamín töflu og 4 lýsisperlum, fyrir alla á heimilinu. 

Vonandi fýkur heilsubresturinn og pestin burt með óveðrinu í nótt. Farið vel með ykkur kæru vinir.  

 


Hvolpatímabilinu að ljúka................

Já, hér er búið að vera mikið um að vera undanfarið. Hvolparnir eru allir lofaðir, og fyrsti verður sóttur núna á eftir. Ég er voða sátt við nýju eigendurna á þessum skottum, held að það hafi parast saman réttu einstaklingarnir við rétta hvolpinn. Það er munur að hafa svona skapgerðarmat til hliðsjónar, ég get ekki neitað því.

Á manudaginn voru tíkurnar báðar lofaðar, og fá þær fyrirmyndarheimili, líkt og rakkarnir og er ég voða fegin að Balí Blaka fær sína "mömmu" út af fyrir sig. Ég vona bara og óska að allir eigi gott og hamingjuríkt líf í vændum, og að sjálfsögðu að ég fái að fylgjast svolítið með líka. Býð allavega fram aðstoð mína og ráðleggingar upp á framtíðina. 

Ögnin eða réttara sagt Sólin fær að vera áfram hjá okkur um sinn, þar sem nýju eigendur hennar eru að fara erlendis, þannig að ég fæ ekki alvarlegt "hvolpaleysisáfall" alveg strax.

Gestagangurinn er líka búinn að vera mikill núna, aldrei þessu vant, bara gaman að því.

Ég er að reyna að setja mig í gírinn og fara að vinna eitthvað, hvolpafæðingarorlofinu mínu fer senn að ljúka og "lífið" tekur við á ný. Þetta er líka að verða gott núna Wink

Hafið það sem best, ég hef svo fátt að segja núna. Meira seinna.

Kissing

 


Það mætti halda að hér væri manía í gangi!!

Dagurinn í dag er búinn að vera mjög annasamur, vægast sagt. Hundasnyrtirinn minn hætti lífi og limum og keyrði til okkar í stormi og leiðinda veðri, til að snyrta fyrir mig 6 stk hvolpa. Þvílík hetja! Ég var nú búin að reyna að "umhverfisvenja" hvolpana við snyrtiborð, rakvélina, naglaklippur og svona, en hafði aldrei rakað þau í kinnum eða á eyrum. Greyin voru svolítið hrædd við þetta hávaðasama apparat, en fyrir rest náðu þau að slaka á og endað var á nagla og þófa snyrtingunni, sem þau voru öllu vanari og þannig náðum við að enda þetta í jákvæðni og afslöppun.

Svo stóð ég í ströngu við að svara fyrirspurnum um hvolpana og taka á móti fólki til að skoða. Í dag upplifði ég það að lofa tveimur hvolpum og svo datt ein inn aftur, þar sem leyfi fyrir henni fékkst ekki í húsinu. Eftir sem áður lítur út fyrir að einungis tvær tíkur eru eftir, í boði. (En ég á von á fólki að skoða á morgun líka)

Munu það vera (Tröllatrúar) Balí Blaka

024

 Og svo (Tröllatrúar) Belize Bíbí Ögn 023

 

 

 

 

 

 

 

 

Báðar eru þær kelnar og yndislegar, Bíbí aðeins fjörugri en Blaka, og báðar metnar á hvolpaskapgerðarmatinu sem góðir fjölskylduhundar. Þó að ég telji að Balí Blaka sé tilvalin fyrir rólegan einstæðing sem kelibombu og félaga. Hún er svolítil prinsessa daman, en myndi sóma sér virkilega vel í sýningarhringnum líka. Bíbí Ögnin litla, var sú sem ég hafði mestar áhyggjur af eftir fæðinguna, en þrátt fyrir að vera minnst í gotinu, þá hefur hún aldrei gefið neinum neitt eftir. Algjör dúndurdúlla. 

Þetta er allt að koma. Núna eru þau svona nokkurnvegin tilbúin til afhendingar, búið að bólusetja, heilsufarsskoða, ormahreinsa og örmerkja, búið að snyrta og snurfusa, búið að fara í hvolpaskapgerðarmat og það eina sem eftir er, er að tryggja og sækja um ættbækurnar ásamt því að fínisera og útbúa hvolpamöppurnar þeirra allra. Sem ég geri væntanlega allt á morgun. W00t

Ásamt því að fara í bæinn á fund, redda hundamat, selja snyrtiborð, kaupa snyrtiborð (er að skipta út og uppfæra), versla í matinn, koma heim sinna hundum, hvolpum og börnum, elda mat, sýna hvolpa og þar fram eftir götunum. Nóg að gera!!!

Ég hef komist skammarlega lítið á bloggrúntinn þessa helgina, þó að ég hafi gert nokkrar heiðarlegar tilraunir. Þetta kemur, bráðum fer allt að falla í hversdagsleikann hér, þó að ég þekki varla hvað það er. Hljómar eins og frí fyrir mér, hahaLoL. Hér er aldrei lognmolla og hversdagsgrámi yfir neinu. Ef það kemur rólegur dagur, þá er það frí og frábær tilbreyting! Bara gaman að því.

Hafið þið það sem best kæru vinir. Janúar er að verða búinn, svo er Febrúar fljótur að líða og þá er að koma vor, er það ekki?Kissing Ein sem virkar manísk eins og er, en ég lofa, ég er það alls ekki, bara önnum kafin kona!


Ég er rík!!

Hvolpamyndir 063Hvolpamyndir 066Hvolpamyndir 067Mig langar að kynna til leiks Miniature Schnauzer tík að nafni Eva María. Hún er nýjasti fjölskyldumeðlimurinn okkar, rétt um 9 vikna núna. Hún er af litaafbrigðinu svart og silfur. Mun hún fá að taka þátt í sýningum í framtíðinni og ef hún er lofandi kemur bara í ljós. Mér finnst hún voða skemmtileg tík, enda frænka Chiquitu minnar og skoraði mjög svipað og mínir hvolpar í hvolpaskapgerðarmatinu um daginn.

Ég veit að ég er með dellu, þarf að vera það með 9 hunda á heimilinu eins og er. En þetta er gaman, þetta gefur manni svo mikið. Hér eru alltaf fagnaðarlæti þegar fólk kemur heim. Hér er enginn einmana eða verkefnalaus með svona félaga. Ég get svarið það að þessir hundar hafa haldið mér gangandi oft á tíðum, ég væri bara hálf manneskja án þeirra. Strákarnir mínir eru líka á sama máli. Þeir vildu ekki vera án þeirra. Knús, samvera og útivist og agi er alltaf í boði hér. Þetta eru vinir sem kunna að þegja yfir leyndarmálum, eru alltaf til í að hanga með manni, rífast ekki við mann eða fara í fýlu. Eru trú og trygg alveg til endaloka. Ég er sannarlega rík að eiga svona fjölskyldu, sem umber og tekur þátt í þessari dellu minni. Fannar Dór gæti eflaust ekki hugsað sér lífið án hundanna. Þau eru hans ær og kýr og hann fær endalausa útrás fyrir keliþörf sinni og ég á ófáar myndir af honum sofandi með hundunum. Hér koma nokkrar:

m0130681 Hérna til hliðar, er hann með þrífættri tík sem við björguðum utan af landi og komum í bráðnauðsynlega aðgerð hér í bænum. Því miður var ekki hægt að bjarga fætinum hennar, en hún lifir góðu lífi í dag, með 3 jafnfljóta og gefur engum neitt eftir. Hér fyrir neðan er  hann sofandi í hvolpagrindinni, búinn að kela og knúsa þangað til að hann sofnaði. Þar fyrir neðan er hann að nota Diljá sem kodda, sem  hann gjarnan gerði. Hún var svo þolinmóð og þótti svo vænt um hann, að hann mátti alveg vera sængin hennar. InLove    Ég veit ekki hvar þessi fjölskylda væri án þess að fá að njóta þessara bestu vina okkar. Ég er sannarlega rík, og börnin mín líka því þeir fá að njóta skilyrðislausrar ástar og félagsskapar þessara skemmtilegu vina okkar. Ég veit ég er háfleyg og væmin, en þetta er bara dagsatt. Núna, þegar allt er á kafi í snjó, er kannski ekki besta tilhugsunin að fara út með hundana. En þegar út er komið, þarf það ekki að taka langan tíma, lengjum bara þegar það liggur betur við. Þetta er samt hressandi og manni líður alltaf betur fyrir vikið þegar inn er komið. Ekki spillir fyrir þakklætið og ástin sem maður fær í staðinn frá þessum vinum sínum. Svo er veturinn bara stuttur hér, þannig séð, eða vetur í þeirri mynd sem hann er utandyra í dag. Nei, þrátt fyrir harðan vetur, rigningardaga, og allskonar hluta, þá vildi ég aldrei þurfa að lifa án þess að eiga góðan hund.  Ég er sannarlega rík kona!!!                                                                      Hvolpamyndir 054100_0336


Flottir hvolpar!!

Í dag gangur allt eins og í lygasögu! Umhverfisþjálfunin á hvolpunum er að skila sér ótrúlega hratt! Í hvert sinn sem þau vakna í gotkassanum, og vilja komast fram er farið með þau beint út á pall og þar gera þau stykkin sín! Ég er svo montin með þau, þar sem að í dag hef ég bara hreinsað upp 3 pissupolla og 2 litla lortara inni. Eftir 6 hvolpa! Að sjálfsögðu er meira úti sem er hreinsað upp. Þau eru nánast hætt að gera í hvolpakassann sinn og eru farin að gera mest allt úti. Ég vona bara að það haldi sér áfram svona, þannig að það verði ekki erfitt fyrir nýja eigendur að húsvenja hvolpana þegar þau fara frá mér. Þeim finnst svo gaman úti í snjónum hlaupa um og leika sér við mömmu sína og Afríku.  Agnarögnin komst reyndar einu sinni af pallinum í dag, fór á milli og fór í garðinn. Jeminn hvað mér brá að skyldi vanta einn! En hún kom strax og ég kallaði og var voða fegin að komast til baka. Henni varð ekkert meint af. Enda eru þau aldrei lengi í einu úti í snjónum, sem betur fer.
 
Ég verð að endurtaka auglýsinguna mína einu sinni enn. Þið verðið að fyrirgefa, en ég veit að fæst ykkar eru í hundahugleiðingum. Þau eru bara svo mikil krútt að ég bara verð, en hér kemur nýjasta auglýsingin:
 
Yndislegir svartir Miniature Schnauzer hvolpar til sölu. Ættbókarfærðir hjá HRFÍ, tilbúnir til afhendingar von bráðar. Hvolparnir afhendast, heilsufarsskoðaðir, bólusettir, ormahreinsaðir, örmerktir, umhverfisþjálfaðir og snyrtir. Hverjum hvolpi fylgir líf og sjúkdómatrygging fyrsta árið og snyrting á stofu um 4ra mánaða aldurinn. Allir hvolparnir eru búnir að fara í hvolpaskapgerðarmat. Uppl. s: 587 6466 / 898 8567 eða bjarndis@eldamennska.is
Einnig fylgir hverjum hvolpi upplýsingamappa, með niðurstöðum úr hvolpaskapgerðarmatinu, ásamt fullt af öðrum nytsamlegum upplýsingum um tegundina og umhirðu hennar.Wink
IMG_0550 (Small)100_0766 (Small) Endilega látið þetta berast ef þið vitið um einhvern góðan sem langar í góðan félaga og vin. Takk takk. Ég mun svo blogga á morgun og færa þetta neðar elsku vinir. Kissing Skal ekki pína ykkur lengi LoL
 
 

Dauðsfall tölvu, ný fædd.......

Jæja gott fólk. Tölvan mín dó drottni sínum í gær! Akkúrat í miðjum klíðum, þegar ég var búin að vera alla nóttina að þýða, ætlaði að senda afrit á maili, en púff, dáin! Hún var búin að vera leiðinleg í smá tíma, en ég átti ekki von á þessu. Hringdi í hvelli í Kísildal.is og þeir redduðu málunum þessar hetjur. Ég keypti mér bara nýja tölvu á viðráðanlegu verði, þeir björguðu gögnunum mínum og núna áðan komst þessi fína tölva í gang!! Þjónustan hjá þessum drengjum er til fyrirmyndar!!! Hin tölvan var svo rækilega búin að það var sólarhringsvinna að ná til gagnanna minna í henni. En það tókst! Ég held að þar séu á ferð algjörir snillingar. Ekki verra að vera held ég ódýrastir á markaðnum í dag.

Núna sit ég fyrir framan 22 tommu skjá, með 800 gb til nota og kann ekki við nýja lyklaborðið, en eflaust venst það eins og allt annað. 

Ég hef ekki haft neinn tíma til að kíkja bloggrúntinn núna undanfarið heldur, en ég vona að ég nái því að minnsta kosti einu sinni á næstu dögum. Þó það verði ekki í kvöld. Ég er bara að stelast til að blogga smá núna. Varð bara að minnast á þessa snillinga, ég held að það sé ekki víða sem hægt er að fá svona þjónustu, bjarga öllu sem hægt er að bjarga og koma því fyrir í nýju græjunni líka. Ómetanlegt!

Hafið það sem best elskurnar, ég hugsa til ykkar, þó ég kíki ekki alltaf. Halo


Hvolpaskapgerðarmati lokið...

Í gær fór ég með alla hvolpana í bæinn í svokallað Volhardt Puppy Aptitude test og líka PAWS vinnupróf fyrir hvolpa.

Niðurstöðurnar komu sums staðar á óvart, en svo þóttist ég þekkja mína hvolpa líka. Allir, nema einn, skoruðu í "flest 4 stig" sem þýðir að yfir heildina er lýsingin á skapgerð hvolpsins svona, á ensku:

"This dog is submissive and will adapt to most households. May be slightly less outgoing than dogs scoring mostly "3's". Gets along well with children and trains well."

Þau eru samt öll svolítið mismunandi og eru sumir með "sérþarfir" en aðrir ekki. Bara metnir sem góðir allround heimilishundar. (Með fyrirvara)

Þessi eini sem var ekki alveg eins og hin sýndi mikla vinnugetu, vinnugleði og skoraði í "3", sem er á þennan veg:

"This dog accepts human leaders easily, is best prospect for the average owner, adapts well to new situations and is generally good with children and the elderly, although he may well be inclined to be active. Makes a good obedience prospect and usually has a common sense approach to life. "
Reyndar skoraði hann í PAWS vinnuprófinu, líka í excellent í öllum atriðum nema einu, sem hann skoraði vel í samt í PAT prófinu. Hann gæti semsagt farið í nánast hvaða vinnu sem er! Sá hundur verður seldur sem PET og sennilega ekki til fjölskyldu með ung börn, þar sem hann er auðæsanlegur sem þarf að hafa auga með og hemil á.

En mikið rosalega var þetta gaman!!! Ég hlakka svo til að sjá hvað verður og hvort að þetta stenst allt saman. Ég vona allavega að ég fái að fylgjast með þessum hvolpum í framtíðinni. Þau eru æði, algjör krútt og kelibombur Love

Ég vil einnig koma á framfæri bestu þakkir til Moniku Karlsdóttur og mannsins hennar, sem komu og framkvæmdu þetta próf, þrátt fyrir sýningarstúss og aðra hluti, bara afþví að þetta var marktækasti dagurinn í þroskaferli hvolpanna. Dagurinn hentaði þeim kannski ekkert sérstaklega vel, en öllu var hliðrað til samt. Litla Agnarögnin tók líka ástfóstri við manninn hennar Moniku, reyndi hvað eftir annað að skríða í fangið á honum, bara dúlla.
InLove Þetta gekk upp á endanum og þau eiga sannarlega hrós skilið fyrir.









Ég varð að setja inn nokkrar myndir með Wink Very Happy

Merkisdagur hjá mér.

100_0765 (Small)100_0766 (Small)100_0776 (Small)100_0780 (Small)100_0783 (Small) Já, svona er gaman hjá mér þessa dagana. Líf mitt og yndi. Að ógleymdu öllu öðru.

Í dag var velheppnuð sérsýning Schnauzerdeildarinnar á Íslandi. Dómarinn Zelkja Fon Zidar kom frá Slóveníu og dæmdi Schnauzerinn fyrir okkur. Þar sem ég fékk þeirrar ánægju aðnjótandi að  fá að sækja hana á flugvöllinn og koma henni á hótelið. Skutla henni líka aðeins inn á milli, þá fékk ég líka að spyrja hana spjörunum úr, bjóða henni heim í kaffi í leiðinni og sýna henni mína hunda, þar sem enginn frá mér var sýndur á sýningunni. Allavega ekki beint.

Virkaði hún á mig sem afar vönduð heldri kona sem vissi sína vissu um tegundina og hefur vissulega sínar skoðanir á hlutunum. Það var virkilega gaman að tala við hana. Hún var mjög hrifin af mínum hundum, sérstaklega Svala mínum og hafði orð á því hvað hann væri með góða skapgerð og heilsteyptur. Hann hefur líka sína galla, eins og sú staðreynd að hann er enganveginn snyrtur í dag  eins og hann á að vera. En mjög flottur hundur. Afríka var að hennar mati ekki síðri, og að þau passa vel saman til undaneldis. Konan var líka hrifin af hvolpunum hjá mér, fannst þau einmitt sú týpa sem hún hefur miklar mætur á, minntist á að hana langaði að kaupa einn, þó hún gæti það ekki (Blushég vona að það hafi ekki verið kurteisishjal) og var mjög hrifin af bæði ættbók hvolpanna og líka mömmunni.  Við töluðum líka um heima og geyma en mest megnis um tegundina, hvað er að gerast á heimsvísu með hana og þar fram eftir götunum. Ég ætla ekki að fara út í það nánar hér, annars yrði ég að skrifa í alla nótt!

En allavega var mjög gaman á sýningunni í dag. Ég mætti galvösk, með Swiss Mocca á kaffibrúsa og bolla, kex og klappstól og bjó mig undir að vera allan daginn! Enginn frá mér sýndur, en samt, fyrst í hringinn var hún African Sauda mín Svaladóttir. Hún varð þá besti hvolpur tegundar, með fyrstu einkunn, heiðursverðlaun og alles. Hún fékk framhald og átti að mæta í úrslit í besta hvolp sýningar.

Svo tók við löng og ströng sýning. Vandaði dómarinn sig mjög, gaf sér tíma til að dæma vel og á sanngjarnan hátt. þó að hún hafi verið ströng og ekki endilega gefið allt þó að samkeppnin hafi ekki verið til staðar. Það var gaman að fylgjast með hundunum standa sig svo vel, sjá árangurinn af þjálfun og fyrirhöfn eigenda, stoltið þeirra þegar þau unnu til meistarastiga og í sæti í úrslitum. Þetta var í fyrsta sinn í 3 ár, sem ég var ekki í stresskasti, á hlaupum að ná í hunda, viðra og láta þau tæma sig, hita upp, redda nammi, greiða og snurfusa og almennt standa í sýningarstússi með sýnendum mínum og stjórnsemi. Í þetta sinn, sat ég ýmist eða stóð, og fylgdist með, óskaði til hamingju og naut þess bara að horfa á hundana og sjá út á hvað dómarinn var að sjá við vinningshafana.  Spjalla við kunningja og vini og bara að vera á staðnum. Ég vara samt fólki við að þetta er ekki fyrir hinn venjulega Jón eða Pál að nenna þessu. Fólk þarf að vera með alvarlega dellu að leggja á sig heilan dag á svona sýningu.

Svo kom að úrslitunum. Vá, ég missti næstum því og þar með fékk nánast hjartaslag, af því að sjá Saudu vinna titilinn "Besti hvolpur sýningar"!!!! Vil ég óska eigendum hennar innilega til hamingju!! Smile Hún er svo flott, hreyfir sig eins og pabbi sinn og sumir höfðu orð á því að Svali væri bara smár! Augu þeirra glenntust upp þegar ég sagði þeim að þetta hafi ekki verið hann, heldur dóttir hans LoL Ég vil taka það fram að dómarinn hafði ekki hugmynd um að Svali ætti yfir höfuð afkvæmi hérlendis, vissi ekki að um dóttir hans var að ræða. Hún var hissa eftir sýninguna þegar ég viðurkenndi það fyrir henni og hafði orð á því að samsetningin á þeim Afríku og Svala væri einkar vel heppnuð. 

Jæja, ekki var gamanið búið enn, flestir í sæluvímu og stefnan tekin á Fjörukránna í deildardinner. Maturinn var góður og aðalumræðuefnið var náttúrulega hundar, ræktun og markmið í ræktun.  Skemmti ég mér vel og var komin heim fyrir miðnættið.

Hér heima er nýji fjölskyldumeðlimurinn, hún Svartskeggs Eva María og er að aðlagast vel að heimilislífinu hér. Bind ég miklar vonir við hana, en hún er virkilega falleg og efnileg tík.

Á morgun er líka stór dagur, en allir hvolparnir eru á leiðinni í hvolpaskapgerðarmat og verður fróðlegt að sjá hvort ég hafi rétt fyrir mér, varðandu þau og sjá hvernig gotið allt eru hinir ýmsu karakterar.

Góða nótt í bili og hafið það gott kæru vinir. Sleeping


Erlendir erinddrekar, snjór og ferðalög...

100_0740 (Small)100_0742 (Small)100_0745 (Small)100_0739 (Small) Góðan daginn allir. hér er margt og mikið að gerast og spennandi tímar framundan. Byrjum á hundunum. Núna á næstu dögum mun bætast í fjölskylduna mína enn ein tíkin. Um er að ræða hvolpaskott, Miniature Schnauzer í litaafbrigðinu svart og silfur. Þar sem Afríka og Chiquita eru að leggja módelstörfin á hilluna, þá verð ég að hafa eina svona til að sýna.

Næstu helgi verður sérsýning Schauzerdeildar HRFÍ, í Gusti. Sýningin byrjar kl. 10 á laugardaginn og lýkur um kl 16 - 17 leytið. Þar sem enginn hundur frá mér verður sýndur var ég beðin um að sækja dómarann á flugvöllinn og koma henni á hótelið. Ég verð að viðurkenna að mér er það sönn ánægja að fá að gera þetta, og hlakka bara til.

Hvolparnir dafna og umhverfisþjálfunin gengur bara vel. Í dag vonast ég til að fara með þau í bílinn og leyfa þeim að upplifa smá rúnt, einn hring í götunni hér. Þau eru búin að kynnast ryksugunni aðeins og rakvélinni á snyrtiborðinu, og ég verð að viðurkenna að þetta svínvirkar, þau hræðast ekki svo glatt lengur, nýja hluti með hávaða og læti. Það er bara gott. Í gær fengu þau að skoða aðeins snjóinn, en hann var kaldur þannig að ég var ekkert að láta þau ílengjast á pallinum neitt lengi. Bara þefa og standa aðeins á þessu blauta kalda teppi. Í dag ætla ég að lengja tímann aðeins og reyna að fara með allan hópinn út í einu. Svo í bíltúr. Á sunnudaginn fara þau svo öll, vona ég, í hvolpaskapgerðarmatið sitt. Það verður fróðlegt að sjá hvernig gotið allt kemur út, þau eru nefnilega mismunandi karakterar og ég vænti þess að niðurstöðurnar verði ekki eins hjá þeim öllum. 

Svo er það gamanið. Á laugardaginn verður gleði með Schnauzerdeildinni, að sýningu lokinni og ætla ég að mæta. Borða eðalmat og hafa gaman af að tala um uppáhaldið mitt, hundana mína og annarra.

Svo þarf ég að fara að hrista af mér slenið, stytta hvolpafæðingarorlofið mitt og fara af stað að vinna, allavega smá. Það er nefnilega rallý í London í febrúar, og ég vil ekki missa af því. Það verður fjör. Nei, ég er sko ekki af baki dottin, svo mikið er víst. Nóg að gera, fullt af fjöri, allt að ske. Bara gaman að því....Cool


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Bjarndís Helena Mitchell

Höfundur

Bjarndís Helena Mitchell
Bjarndís Helena Mitchell
Hundadellukerling með meiru. Þetta meira er t.d. börnin mín og fjölskylda, vinnan, vinirnir og svo framvegis.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Gleðileg jól 2009
  • Gleðileg jól 2009
  • ...010_764018
  • ...030
  • ...024_764016

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 34035

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband