Merkisdagur hjá mér.

100_0765 (Small)100_0766 (Small)100_0776 (Small)100_0780 (Small)100_0783 (Small) Já, svona er gaman hjá mér þessa dagana. Líf mitt og yndi. Að ógleymdu öllu öðru.

Í dag var velheppnuð sérsýning Schnauzerdeildarinnar á Íslandi. Dómarinn Zelkja Fon Zidar kom frá Slóveníu og dæmdi Schnauzerinn fyrir okkur. Þar sem ég fékk þeirrar ánægju aðnjótandi að  fá að sækja hana á flugvöllinn og koma henni á hótelið. Skutla henni líka aðeins inn á milli, þá fékk ég líka að spyrja hana spjörunum úr, bjóða henni heim í kaffi í leiðinni og sýna henni mína hunda, þar sem enginn frá mér var sýndur á sýningunni. Allavega ekki beint.

Virkaði hún á mig sem afar vönduð heldri kona sem vissi sína vissu um tegundina og hefur vissulega sínar skoðanir á hlutunum. Það var virkilega gaman að tala við hana. Hún var mjög hrifin af mínum hundum, sérstaklega Svala mínum og hafði orð á því hvað hann væri með góða skapgerð og heilsteyptur. Hann hefur líka sína galla, eins og sú staðreynd að hann er enganveginn snyrtur í dag  eins og hann á að vera. En mjög flottur hundur. Afríka var að hennar mati ekki síðri, og að þau passa vel saman til undaneldis. Konan var líka hrifin af hvolpunum hjá mér, fannst þau einmitt sú týpa sem hún hefur miklar mætur á, minntist á að hana langaði að kaupa einn, þó hún gæti það ekki (Blushég vona að það hafi ekki verið kurteisishjal) og var mjög hrifin af bæði ættbók hvolpanna og líka mömmunni.  Við töluðum líka um heima og geyma en mest megnis um tegundina, hvað er að gerast á heimsvísu með hana og þar fram eftir götunum. Ég ætla ekki að fara út í það nánar hér, annars yrði ég að skrifa í alla nótt!

En allavega var mjög gaman á sýningunni í dag. Ég mætti galvösk, með Swiss Mocca á kaffibrúsa og bolla, kex og klappstól og bjó mig undir að vera allan daginn! Enginn frá mér sýndur, en samt, fyrst í hringinn var hún African Sauda mín Svaladóttir. Hún varð þá besti hvolpur tegundar, með fyrstu einkunn, heiðursverðlaun og alles. Hún fékk framhald og átti að mæta í úrslit í besta hvolp sýningar.

Svo tók við löng og ströng sýning. Vandaði dómarinn sig mjög, gaf sér tíma til að dæma vel og á sanngjarnan hátt. þó að hún hafi verið ströng og ekki endilega gefið allt þó að samkeppnin hafi ekki verið til staðar. Það var gaman að fylgjast með hundunum standa sig svo vel, sjá árangurinn af þjálfun og fyrirhöfn eigenda, stoltið þeirra þegar þau unnu til meistarastiga og í sæti í úrslitum. Þetta var í fyrsta sinn í 3 ár, sem ég var ekki í stresskasti, á hlaupum að ná í hunda, viðra og láta þau tæma sig, hita upp, redda nammi, greiða og snurfusa og almennt standa í sýningarstússi með sýnendum mínum og stjórnsemi. Í þetta sinn, sat ég ýmist eða stóð, og fylgdist með, óskaði til hamingju og naut þess bara að horfa á hundana og sjá út á hvað dómarinn var að sjá við vinningshafana.  Spjalla við kunningja og vini og bara að vera á staðnum. Ég vara samt fólki við að þetta er ekki fyrir hinn venjulega Jón eða Pál að nenna þessu. Fólk þarf að vera með alvarlega dellu að leggja á sig heilan dag á svona sýningu.

Svo kom að úrslitunum. Vá, ég missti næstum því og þar með fékk nánast hjartaslag, af því að sjá Saudu vinna titilinn "Besti hvolpur sýningar"!!!! Vil ég óska eigendum hennar innilega til hamingju!! Smile Hún er svo flott, hreyfir sig eins og pabbi sinn og sumir höfðu orð á því að Svali væri bara smár! Augu þeirra glenntust upp þegar ég sagði þeim að þetta hafi ekki verið hann, heldur dóttir hans LoL Ég vil taka það fram að dómarinn hafði ekki hugmynd um að Svali ætti yfir höfuð afkvæmi hérlendis, vissi ekki að um dóttir hans var að ræða. Hún var hissa eftir sýninguna þegar ég viðurkenndi það fyrir henni og hafði orð á því að samsetningin á þeim Afríku og Svala væri einkar vel heppnuð. 

Jæja, ekki var gamanið búið enn, flestir í sæluvímu og stefnan tekin á Fjörukránna í deildardinner. Maturinn var góður og aðalumræðuefnið var náttúrulega hundar, ræktun og markmið í ræktun.  Skemmti ég mér vel og var komin heim fyrir miðnættið.

Hér heima er nýji fjölskyldumeðlimurinn, hún Svartskeggs Eva María og er að aðlagast vel að heimilislífinu hér. Bind ég miklar vonir við hana, en hún er virkilega falleg og efnileg tík.

Á morgun er líka stór dagur, en allir hvolparnir eru á leiðinni í hvolpaskapgerðarmat og verður fróðlegt að sjá hvort ég hafi rétt fyrir mér, varðandu þau og sjá hvernig gotið allt eru hinir ýmsu karakterar.

Góða nótt í bili og hafið það gott kæru vinir. Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert nú meiri hvolpakellingin ,og gott að allt fór eins og þið langaði.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 09:27

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Þetta er eitt af því sem ég sakna frá því að búa í Reykjavík, að fara á hundasýningar   en þú mátt vera stolt af afkvæmunum hjá þér, þeir eru yndislegir

Huld S. Ringsted, 20.1.2008 kl. 11:42

3 identicon

Til lukku með árangurinn elsku Kella mín.  Gott að sjá árangur erfiðis síns.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 12:58

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú og hundar, bara gaman af þessu hjá þér. Til hamingju með litla skottið, þú mátt sko vera montin.   Dog 

Ásdís Sigurðardóttir, 20.1.2008 kl. 20:58

5 Smámynd: Ásta María H Jensen

Vá til hamingju með Saudu.  Já það er ekki af henni skafið að taka flotta boddíið hans Svala. Ég er rosalega ánægð að heyra þessa sögu og gaman að vita að hún gat séð alla hundana samt. Vei húrra

Ásta María H Jensen, 23.1.2008 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjarndís Helena Mitchell

Höfundur

Bjarndís Helena Mitchell
Bjarndís Helena Mitchell
Hundadellukerling með meiru. Þetta meira er t.d. börnin mín og fjölskylda, vinnan, vinirnir og svo framvegis.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Gleðileg jól 2009
  • Gleðileg jól 2009
  • ...010_764018
  • ...030
  • ...024_764016

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband