Hvolpaskapgerðarmati lokið...

Í gær fór ég með alla hvolpana í bæinn í svokallað Volhardt Puppy Aptitude test og líka PAWS vinnupróf fyrir hvolpa.

Niðurstöðurnar komu sums staðar á óvart, en svo þóttist ég þekkja mína hvolpa líka. Allir, nema einn, skoruðu í "flest 4 stig" sem þýðir að yfir heildina er lýsingin á skapgerð hvolpsins svona, á ensku:

"This dog is submissive and will adapt to most households. May be slightly less outgoing than dogs scoring mostly "3's". Gets along well with children and trains well."

Þau eru samt öll svolítið mismunandi og eru sumir með "sérþarfir" en aðrir ekki. Bara metnir sem góðir allround heimilishundar. (Með fyrirvara)

Þessi eini sem var ekki alveg eins og hin sýndi mikla vinnugetu, vinnugleði og skoraði í "3", sem er á þennan veg:

"This dog accepts human leaders easily, is best prospect for the average owner, adapts well to new situations and is generally good with children and the elderly, although he may well be inclined to be active. Makes a good obedience prospect and usually has a common sense approach to life. "
Reyndar skoraði hann í PAWS vinnuprófinu, líka í excellent í öllum atriðum nema einu, sem hann skoraði vel í samt í PAT prófinu. Hann gæti semsagt farið í nánast hvaða vinnu sem er! Sá hundur verður seldur sem PET og sennilega ekki til fjölskyldu með ung börn, þar sem hann er auðæsanlegur sem þarf að hafa auga með og hemil á.

En mikið rosalega var þetta gaman!!! Ég hlakka svo til að sjá hvað verður og hvort að þetta stenst allt saman. Ég vona allavega að ég fái að fylgjast með þessum hvolpum í framtíðinni. Þau eru æði, algjör krútt og kelibombur Love

Ég vil einnig koma á framfæri bestu þakkir til Moniku Karlsdóttur og mannsins hennar, sem komu og framkvæmdu þetta próf, þrátt fyrir sýningarstúss og aðra hluti, bara afþví að þetta var marktækasti dagurinn í þroskaferli hvolpanna. Dagurinn hentaði þeim kannski ekkert sérstaklega vel, en öllu var hliðrað til samt. Litla Agnarögnin tók líka ástfóstri við manninn hennar Moniku, reyndi hvað eftir annað að skríða í fangið á honum, bara dúlla.
InLove Þetta gekk upp á endanum og þau eiga sannarlega hrós skilið fyrir.









Ég varð að setja inn nokkrar myndir með Wink Very Happy

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Til hamingju með þetta Baddý mín.

Ég skil nú ekki alveg svona skapgerðardót, mér var færður Lappi á sínum tíma en Keli valdi mig sjálfur úr hvolpahrúgunni. Hengdi sig á mig og það var ekki aftur snúið og hér er hann, sofandi hjá mér  Óttaleg kelirófa og rosalega skemmtilegur karakter.

Ragnheiður , 21.1.2008 kl. 15:00

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Mikið er þetta fallegur hundur

Gunnar Helgi Eysteinsson, 21.1.2008 kl. 15:11

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Dúllur

Huld S. Ringsted, 21.1.2008 kl. 22:43

4 Smámynd: Margrét M

svo krúttlegar dúllur .. var sjálf að fá hvolp um daginn til viðbótar við Bombu mína

Margrét M, 22.1.2008 kl. 15:59

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þeir eru sko algjörar dúllur og vel uppaldir hjá mömmum sínum.  Til hamingju með þetta.

Ásdís Sigurðardóttir, 22.1.2008 kl. 20:13

6 Smámynd: Íris Fríða

Flott er með hvolpana! Gaman þegar vel er staðið eftir got.

Íris Fríða , 23.1.2008 kl. 12:32

7 identicon

Hæ hæ.

Til hamingju með skapgerðarmatið, hvolparnir eru svo miklar dúllur. Svo maður skilji þetta nú rétt, er 4 stig betra en 3 stig s.s fyrir fjölskyldufólk? Fólk í kringum mig hefur verið að forvitnast hvað hvolpar af þessu kyni kosta þannig að gaman væri nú að vita hvað verðið er. Mér hefur fundist t.d að tjúa hvolparnir ansi dýrir miðað við hvað þeir eru litlir og eru fólki eingöngu til yndis og ánægju auka.  

Gangi þér sem allra best að finna ný heimili fyrir dúllurnar. Hvernig gengur það annars?

Bestu kveðjur úr Grafarvoginum

Nína Margrét (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 14:01

8 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Takk takk allir. Við erum bara mjög ánægð með útkomuna.

Nína: Sko, það fer í raun eftir hvað fólk er að leita að í skapgerð hvolps hvað hentar hverju sinni. Þó að hvolparnir hafi flestir skorað svipað í útkomunni, get ég fullvissað þig um að þau eru öll mismunandi. Þessi eini, sem skoraði öðruvísi, er tilvalinn vinnuhundur, eða til að stunda hundafimi, björgunarstörf eða hvaðeina sem eigandinn hefur áhuga á að gera. Þannig að það fer alveg eftir því hvað fólk er að leita að og hvað passar þeim, hvaða útkoma hentar.

Gangverðið á tegundinni er kr. 200.000, líka hjá mér þó ég láti allt sem ég geri fylgja með. Þeir eru ekki dýrari samt fyrir vikið. Einn er pantaður, ég vona að fólk komi um helgina að skoða líka. En ég held að árstíminn, jólin og allt það hafi áhrif á hvort fólk sé almennt að skoða hunda, markaðurinn er hægur núna.

Bið að heilsa

Bjarndís Helena Mitchell, 23.1.2008 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjarndís Helena Mitchell

Höfundur

Bjarndís Helena Mitchell
Bjarndís Helena Mitchell
Hundadellukerling með meiru. Þetta meira er t.d. börnin mín og fjölskylda, vinnan, vinirnir og svo framvegis.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Gleðileg jól 2009
  • Gleðileg jól 2009
  • ...010_764018
  • ...030
  • ...024_764016

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 33923

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband