Dauðsfall tölvu, ný fædd.......

Jæja gott fólk. Tölvan mín dó drottni sínum í gær! Akkúrat í miðjum klíðum, þegar ég var búin að vera alla nóttina að þýða, ætlaði að senda afrit á maili, en púff, dáin! Hún var búin að vera leiðinleg í smá tíma, en ég átti ekki von á þessu. Hringdi í hvelli í Kísildal.is og þeir redduðu málunum þessar hetjur. Ég keypti mér bara nýja tölvu á viðráðanlegu verði, þeir björguðu gögnunum mínum og núna áðan komst þessi fína tölva í gang!! Þjónustan hjá þessum drengjum er til fyrirmyndar!!! Hin tölvan var svo rækilega búin að það var sólarhringsvinna að ná til gagnanna minna í henni. En það tókst! Ég held að þar séu á ferð algjörir snillingar. Ekki verra að vera held ég ódýrastir á markaðnum í dag.

Núna sit ég fyrir framan 22 tommu skjá, með 800 gb til nota og kann ekki við nýja lyklaborðið, en eflaust venst það eins og allt annað. 

Ég hef ekki haft neinn tíma til að kíkja bloggrúntinn núna undanfarið heldur, en ég vona að ég nái því að minnsta kosti einu sinni á næstu dögum. Þó það verði ekki í kvöld. Ég er bara að stelast til að blogga smá núna. Varð bara að minnast á þessa snillinga, ég held að það sé ekki víða sem hægt er að fá svona þjónustu, bjarga öllu sem hægt er að bjarga og koma því fyrir í nýju græjunni líka. Ómetanlegt!

Hafið það sem best elskurnar, ég hugsa til ykkar, þó ég kíki ekki alltaf. Halo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hvar er þessi Kísildalur.is?? rétt hjá LA?  gott að allt reddaist og er komið í lag.  Computer Smash 

Ásdís Sigurðardóttir, 23.1.2008 kl. 22:21

2 identicon

Til lukku með nýju tölvuna.

Mar ætti kanski að fara þangað.. Tóti tölvukall er alltaf upptekin

Guðrún B. (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 23:44

3 identicon

Kísildalur hvað? Hvað er það? spyr líkt og Ásdís.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 14:56

4 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Hehehe, þetta er netverslun með tölvur og tölvubúnað. www.kisildalur.is Frábær þjónusta hjá þeim og mjög gott verð sakar ekki. Ætli nafnið vísi ekki á "Silicon Valley" í Californíu.

Bjarndís Helena Mitchell, 24.1.2008 kl. 18:17

5 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

hef aldrei heyrt af þessu fyrirtæki áður, en frábært að þú fékkst nýja tölvu og að gögnin komin á sinn stað

Bjarney Hallgrímsdóttir, 24.1.2008 kl. 19:13

6 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Til hamingju með tölvuna  Ég hafði ekki heyrt af þessu fyrirtæki áður,en er búin að skoða síðuna hjá þeim og auðvita vista hana til seinni tíma.Er að fara að kaupa tölvu fyrir drenginn, og aldrei að vita nema að þarna finni ég eitthvað sem hentar honum  Hafðu það sem best Baddý mín  Við hvað ertu að vinna ?

Katrín Ósk Adamsdóttir, 24.1.2008 kl. 23:57

7 Smámynd: Fishandchips

Fishandchips, 25.1.2008 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjarndís Helena Mitchell

Höfundur

Bjarndís Helena Mitchell
Bjarndís Helena Mitchell
Hundadellukerling með meiru. Þetta meira er t.d. börnin mín og fjölskylda, vinnan, vinirnir og svo framvegis.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Gleðileg jól 2009
  • Gleðileg jól 2009
  • ...010_764018
  • ...030
  • ...024_764016

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband