Úr leik í bili....

Ég held að það sé kominn tími til að ég hendi inn einni færslu, í staðinn fyrir að eyða tímanum og orkunni í að reyna að klára bloggrúntinn, held bara áfram á honum á eftir.

Nú eru 4 af 5 hvolpum farnir á sín nýju heimili. Sá síðasti í bili, í dag, þrátt fyrir brjálað veður. Vona ég að allir eigi eftir að aðlagast hratt og vel og að þeim gangi öllum vel í sínu lífi.

Litli sjálfstæðismaðurinn minn kjökraði í morgun að honum liði ekki svo vel, honum var illt í maganum sagði hann, kl. 06:45 í morgun. Ein stroka yfir ennið á honum sagði mér alla söguna. Hann var með bullandi háan hita og mælirinn var í 39,4 í fyrstu tilraun með eyrnamælinum. Hann fékk stíl, kók og fötu og kom sér fyrir í sófanum í stofunni og fékk að horfa á teiknimyndir í morgun. Ég þurfti ekkert að velta fyrir mér með veðrið, og þá spurningu hvort að ég ætti að senda hann af stað í skólann, halda honum heima eða keyra honum sjálf. 

Litli kúturinn er búinn að vera eins og engill í dag. Mér er ekki farið að lítast á blikuna með heilsuna innan þessarar fjölskyldu, megnið af vikunni er búin að fara í mígrenikast, eða 3 daga kast hjá mér sjálfri. Ekki skemmtileg reynsla þar sem nokkur ár eru liðin síðan ég fékk svo svæsið kast. Hélt svei mér þá að baunasúpan sem ég tók forskot á, á sunnudaginn hafi verið kveikirinn að þessu kasti. En það er matur sem við borðum einungis 1 sinni á ári, og þá yfirleitt á sprengidag. Í þetta sinn hafði ég súpuna á sunnudaginn í staðinn og aftur á mánudag. Bollurnar voru svo í matinn á þriðjudaginn hér. En ég er bara svo skrítin að vilja hafa þessa hluti eins og hentar mér og minni fjölskyldu, ekki endilega dagatalinu, þó ég vilji alveg vera með. Súpan hefndi sín og mín er búin að vera úr leik fyrir vikið, eða svo ég hélt.....

Seinnipartinn í dag skellti ég mér út í óveðrið til að afla nauðsynja, ennþá með hausverk og svima, en það vantaði stíla handa litla manninum og svo matarinnkaup líka. Ákvað að taka heilsuflipp í búðinni og kaupa build up, ís, fullt af ávöxtum, bananar, epli, appelsínur, ananas, melóna, mangó og límónur, ásamt slatta af grænmeti og svona. Kom svo heim og bjó til hollustu smoothies á línuna, og þá aðallega fyrir litla kút svo honum batni fljótt. En á leiðinni heim var veðrið orðið svo svakalegt að það fauk á bílinn minn spónaplata í fullri stærð, sem betur fer náði ég að forða mér undan 3 til viðbótar sem stefndu á bílinn minn.

Eftir að heim var komið og allir búnir að fá sinn hollustudrykk, leið mér svo illa að ég mældi mig líka. Reyndist ég vera komin með hita líka, ekki bara þennan leiðinda höfuðverk. Mígrenið hefur sennilega verið bara þessi pest að hrjá mig og ég í afneitun. Núna verður bara hollustu drykkir á boðstólum, með vítamínbombum og ávöxtum beint í æð á línuna. Ég er búin að fá nóg af þessum pestum og mig fullsadda. Hér verður tekið á í hvívetna og fyrst verður bætt um betur í mataræðinu hér. Ég taldi mig ágæta í þeim málum, en greinilega ekki nóg til að okkur heilsist vel. Við sleppum í það minnsta ekki við margar umgangspestar þessa dagana sýnist mér.

Hér sit ég í bláköflóttu náttfötunum mínum og í bleika sloppnum og er að pústa hér á blogginu með þetta. Hafði hugsað mér að tala bara um gleði og jákvæða hluti hér, en í dag er fátt skemmtilegt um að vera í þessum veikindum. Nema þá að banani, vanilluís með súkkulaðisósu, mjólk og build up með súkkulaði bragði er bara góður sheik, og pínu hollur í fitandi mynd. Í morgunmat mun það vera ananas, mango, epli, banani, vanillu build up og vanillu ís ásamt klaka, á línuna. Með fjölvítamín töflu og 4 lýsisperlum, fyrir alla á heimilinu. 

Vonandi fýkur heilsubresturinn og pestin burt með óveðrinu í nótt. Farið vel með ykkur kæru vinir.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er að heyra þetta Baddý mín, það er ekkert gaman að þessu. Gerðu bara eins og ég, farðu í Pollýönnuleik.

Sendi batnaðarstrauma héðan, og vona að allt falli nú í ljúfa löð fyrir 15 feb.

Knús á þig

Guðrún B. (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 21:30

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Hef ekkert að segja vill bara láta vita af mér

Gunnar Helgi Eysteinsson, 8.2.2008 kl. 22:22

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Vonandi batnar þér og guttanum pestin fljótt

Huld S. Ringsted, 8.2.2008 kl. 23:12

4 identicon

Batnaðaróskir héðan frá mér Baddý mín

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 14:49

5 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Farðu vel með þig

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 9.2.2008 kl. 22:54

6 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Góða nótt Baddý mín  Ég vona að þér sé að batna skvís

Katrín Ósk Adamsdóttir, 10.2.2008 kl. 00:05

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Hvurslags er þetta. Plúsinn er kannski að þetta var ekki mígrenikast eftir allt saman. Svona ef maður vill reyna að sjá það jákvæða. Og er ekkert mál að koma svona hollustusjeikum ofan í krakkana?

batakveðjur á línuna.

Jóna Á. Gísladóttir, 10.2.2008 kl. 00:22

8 Smámynd: Ásta María H Jensen

Þetta eri votir dagar og kaldir.  Ég vona að þú haldir haus elskan í að hugsa um alla aðra, það er nógu erfitt að missa heisluna á meðan allir aðrir eru veikir. Ég fór einmitt sjálf á fjölvítamín og B vítamín í haust þar sem ég sá í hvað stefndi, nú er Rafmagnspannan að sanna sig með fiskinn. Hann rennur ljúft niður. Takk fyrir þessa frábæru potta. Heilsan upp og áfram með smjörið, nei lífið  Svo er það Flórida í apríl. Það er 1 apríl en ekki aprílgabb.

Ásta María H Jensen, 10.2.2008 kl. 04:53

9 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Kíktu á síðuna mína og segðu hvað þér finnst um NOVA auglýsinguna

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 14.2.2008 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjarndís Helena Mitchell

Höfundur

Bjarndís Helena Mitchell
Bjarndís Helena Mitchell
Hundadellukerling með meiru. Þetta meira er t.d. börnin mín og fjölskylda, vinnan, vinirnir og svo framvegis.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Gleðileg jól 2009
  • Gleðileg jól 2009
  • ...010_764018
  • ...030
  • ...024_764016

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 33923

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband