London, heilsan og hvolpaskott..............

Jæja góðir hálsar, þá er mín á leið til London í fyrramálið bara, rally eða ráðstefna og fjör. Svei mér þá ef ég er ekki farin að hlakka til bara, fá að breyta aðeins um umhverfi og fá andagift og metnaðarendurnýjun fyrir vinnuna. Bara gaman að því. Það er líka svo gaman að fá að hitta fólk sem maður hefur verið að hitta út um víðan völl, Kaupmannahöfn, Florída og svo núna London. Fólk sem ég tel orðið vini mína og mér þykir vænt um. Ekki sakar að Guðrún mín verður þarna til staðar að reyta af sér brandarana og oft á tíðum halda dramanu í gangi, á jákvæðan hátt......Wink svo og fleiri vinnufélagar hérlendis frá. Skrítið, í gær var ég ekki að nenna að fara....núna er bara tilhlökkun....

Mér er loksins batnað flensan, en ég átti lengi í þessum bévitans höfuðverk. Hann setti stórt strik í reikninginn hjá mér, ég var bara ekki að funkera af neinum krafti. Miðjugaurinn minn er núna kominn með þetta, búinn að þjást í höfðinu og var með hita í dag. Vonandi verður hann orðinn frískur þegar ég kem heim á sunnudagskvöldið. Litli sjálfstæðismaðurinn minn er orðinn frískur. Hann er búinn að vera pínu ódæll undanfarið, en vonandi fer hann að vera líkari sjálfum sér aftur með batnandi heilsu.

IMG_0569 (Small) Af sérstökum ástæðum er Tröllatrúar Balí Blaka í leit að góðu heimili á ný. Mun hún vera hreinræktuð Miniature Schnauzer tík, með ættbók hjá HRFÍ, líf og sjúkdómatryggð í eitt ár, búin að gangast undir hvolpaskapgerðarmat, er bólusett og ormahreinsuð með heilsufarsbók. Hún hefur verið snyrt og henni fylgir snyrting á stofu um 4ra mánaða aldurinn.

Um er að ræða virkilega fallega og frambærilega tík. Hún yrði flott til sýningar á hundasýningum HRFÍ, (vil fá að sjá hana sýnda allavega einu sinni) og er kelin, róleg og yndisleg. 

Þar sem ég verð erlendis um helgina verður hægt að fá upplýsingar hjá mér eftir helgi í s: 898 8567 eða á netföngunum: bjarndis@simnet.is eða bjarndis@eldamennska.is

Vona ég að gott heimili finnist fyrir hana sem fyrst. Það er ekki gott fyrir hvolpaskott að þvælast mikið á milli heimila. 

Hafið þið það sem best um helgina, ég vonast til að klára bloggrúntinn í næstu viku..Wink                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                       

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Hún er svo falleg...vonandi batnar gormunum þínum og til hamingju með að vera batnað sjálfri.

Gangi þér vel úti

Ragnheiður , 14.2.2008 kl. 23:54

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Omg hvað hún er falleg Góða ferð til London Bjarndís mín og gangi þér vel

Huld S. Ringsted, 15.2.2008 kl. 00:13

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég mundi vilja eiga hana ef hún kostaði ekki svona mikið, á ekki afgang í hundakaup. En hún er algjörlega yndisleg. London er greinilega staðurinn til að vera á í dag, vonandi get ég heimsótt dóttir mína í apríl. Goða ferð mín kæra.

Ásdís Sigurðardóttir, 15.2.2008 kl. 00:50

4 Smámynd: Ásta María H Jensen

Æji dúllan. rosalega er hún sæt

Gott að þú ert að jafna þig á flensunni, maður er að berjast við að fá ekki flensu en eitthvað er maður rámur þessa dagana. Það er farið að taka feil á mér og syni mínum sem er að fara í mútur.

Ásta María H Jensen, 15.2.2008 kl. 02:57

5 identicon

Hún er algjör beauty bomba, litla Balí Blaka. 

Skemmtu þér vel í London og farðu vel með þig.

Kær kveðja úr Grafarvoginum.

Nína Margrét (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 18:56

6 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Góða ferð og góðan bata

Gunnar Helgi Eysteinsson, 16.2.2008 kl. 20:47

7 Smámynd: Íris Fríða

Sætust er hún, en því miður þá liggur mín leið í átt að öðruvísi hundi, stórum fallegum ljósbrúnum og svörtum frá Þýskalandi

Íris Fríða , 18.2.2008 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjarndís Helena Mitchell

Höfundur

Bjarndís Helena Mitchell
Bjarndís Helena Mitchell
Hundadellukerling með meiru. Þetta meira er t.d. börnin mín og fjölskylda, vinnan, vinirnir og svo framvegis.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Gleðileg jól 2009
  • Gleðileg jól 2009
  • ...010_764018
  • ...030
  • ...024_764016

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 33917

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband