Ný vika, nú birtir til......

Mér finnst kominn tími til að svartsýnis færslan mín hér á undan víki fyrir bjartsýnisfærslu. Helgin var bara góð hér, náði mér upp úr lasleika, eldaði góðan mat, fékk þó nokkrar heimsóknir og allt í lukkunnar velstandi hjá okkur í fjölskyldunni.

Í dag er elsti strákurinn minn að hefja vinnuviku nr. 2, loksins kominn í vinnu og er að standa sig ágætlega. Að því fráskildu að hann náði ekki að vakna sjálfur í morgun, en mamma bjargaði því að sjálfsögðu. Reglan er samt sú að hann eigi að vakna sjálfur, smyrja sitt eigið nesti og í raun vera alveg sjálfstæður. Það er ekki til lítils ætlast af honum, miðað við hans ofvirkni og öllum þeim pakka. En fyrsta vikan heppnaðist mjög vel og hann virðist ætla að standa sig vel í vinnunni og ég gæti ekki verið stoltari af honum þessa dagana.

Miðjustrákurinn minn var að leggja af stað í skólaferðalag í 4 daga.. Hann gleymdi að sjálfsögðu úlpunni sinni, en mundi eftir öllu hinu að ég held. Ég tók ekki eftir því að hann væri úlpulaus fyrr en við vorum rétt ókomin í skólann, og þá var enginn tími til að snúa við og sækja hana....Blush. Markmiðið er samt að hann eigi líka að vera sjálfstæður og ábyrgur fyrir sínu lífi og þetta verður bara að skrifast á hann, mamma verður ekki endalaust til staðar til að skipuleggja og hafa yfirumsjón með öllu sem hann þarf að gera í lífinu.... Annars er hann duglegur og heill, með yndislega nærveru og er vinsæl barnapía hér í hverfinu. Honum finnst ekkert verra að geta unnið sér inn vasapeninga með því að passa, og finnst það ekki endilega vera "stelpuvinna". Ég gæti ekki verið stoltari af honum heldur.

Litli sjálfstæðismaðurinn minn er ljúfur og kátur strákur þessa dagana líka. Að vísu svolítill prakkari, en langaði að færa mömmu sinni blóm um helgina og ég get svarið það ég veit ekki úr hvaða garði hann stal þeim, því páskaliljurnar mínar eru á sínum stað í blómabeðinu okkar. Blush Hann fékk smá ræðu áðan um að svona gerum við ekki...það er bannað að týna blóm úr beðum í görðum annarra. Annars er hann afar sæll með nýja skotboltann sinn og vildi fá að taka hann með í skólann í morgun. 

Lífið er líka ljúft og ég verð stundum að líta upp og gefa mér tíma til að njóta augnabliksins því þau koma ekki endalaust aftur.

Nú er ný vika að hefjast, fundur í vinnunni á eftir og ýmislegt snatt sem þarf að klára. Ég er bara sæl með að geta skipulagt mig og gert mitt besta, einn dag í einu. Þannig að ég ætla að taka daginn með stæl og fara sæl að sofa í kvöld í þeirri fullvissu að ég gerði mitt besta í dag.

Vonandi hafið þið það sem best, og að öllum gangi vel....Knús frá mér Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þetta er nú meiri grallarar þessir strákar þínir.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 13.5.2008 kl. 13:20

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gott að heyra frá þér. Greinilega jákvæðnin búin að taka yfirhöndina.  Alveg er ég sammála þessu hjá þér að gera börnin sjálfstæð, þau þurfa á því að halda elskurnar.  Farðu vel með þig og eigðu ljúfa viku.  You Go Girl

Ásdís Sigurðardóttir, 13.5.2008 kl. 14:09

3 Smámynd: Helga Dóra

Ég vildi aldrei taka ábyrgð þegar ég var unglingur og barn. Sagði alltaf... "þið ákváðuð að eiga mig, þið verðið bara að sjá um mig" Vona að mín börn api það ekki eftir mér....

En segðu mér eitt, frú hundakona...... Hvert ráðleggurðu mér að fara með 6 mánaða tjúa á námskeið?.... Hann þarf aðeins að læra að vera hundur, heldur að hann sé dúkka sko.... Var hugsað um hann þannig áður en hann kom til mín... 

Helga Dóra, 13.5.2008 kl. 18:15

4 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Það er um svo margt að velja. Ásta Dóra í Mosó, Albert í Hundalíf, HRFÍ er líka með námskeið, hægt er að fara á clicker námskeið - svona helgar námskeið hjá Moniku Karlsdóttur, K9 í Keflavík hefur verið með námskeið.....svo mætti lengi telja. Bara spurning hvað hentar þér og hversu mikið þú vilt leggja í þetta.

Bjarndís Helena Mitchell, 13.5.2008 kl. 20:52

5 identicon

Guðrún B. (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjarndís Helena Mitchell

Höfundur

Bjarndís Helena Mitchell
Bjarndís Helena Mitchell
Hundadellukerling með meiru. Þetta meira er t.d. börnin mín og fjölskylda, vinnan, vinirnir og svo framvegis.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Gleðileg jól 2009
  • Gleðileg jól 2009
  • ...010_764018
  • ...030
  • ...024_764016

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 33872

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband