Time out..............

Jamms, þá er mín barasta komin í frí, langt helgarfrí, alveg óvænt. Þó að það sé ekki gott að kynningarnar mínar hafi frestast, sem búið var að bóka, þá er ég samt pínulítið fegin. Var einmitt að hugsa það í gær að mig vanti hreinlega tíma til að sinna heimili, börnum og hundum. Vorhreingerning er á dagskrá, hundasnyrtingar og þjálfun. Svo ætlum við líka að freista þess að girða garðinn og gera hann almennilega hundheldan.

Mig skortir allavega ekki verkefni. Svo get ég kannski verið duglegri hér á blogginu í leiðinni, náð að lesa meira frá ykkur hinum og kvittað, bara gaman að því. Þó að ég hafi um nóg að snúast ætla ég samt að leyfa mér að sinna sjálfri mér líka. Ná því að taka til hjá sjálfri mér og skipuleggja. Smá naflaskoðun er tímabær og sjálfsskikking og fínpússning í góðu lagi. 

Tíminn hefur hlaupið frá mér í vor, einn daginn var febrúar, svo lít ég upp og það er kominn maí! Mér leið í gær eins og að ég hafi verið að eltast við skottið á sjálfri mér, en aldrei náð almennilega utan um það, fyrr en nú. Vonandi tekst mér að ná í skottendann á öllu því sem setið hefur á hakanum, núna bara.

Jæja, farin að ráðast í eldhúsið....see you later Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skott !! Hvar ertu með skott ?? Ég hef barasta aldrei tekið eftir því, það hlýtur að vera vel falið hehe..

Farðu vel með þig góða mín, bið að heilsa þér. Það þurfa allir að hvíla sig annars slagið. Annars verður maður bara snarbrjál.. láttu mig vita það.

Knús og klemm...

Klettamærin.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 11:32

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Það er ekkert að því að fá sér time out..

Gunnar Helgi Eysteinsson, 16.5.2008 kl. 20:26

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Alltaf gott að hvíla sig inn á milli.  Farðu vel með þig mín kæra og njóttu helgarinnar. 

Ásdís Sigurðardóttir, 16.5.2008 kl. 23:49

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Það er nauðsynlegt að taka stundum tíma frá fyrir sjálfan sig og hlaða batteríin. Farðu vel með þig og góða helgi

Huld S. Ringsted, 17.5.2008 kl. 15:25

5 identicon

knúsíkrútt

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 09:18

6 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Gangi þér vel í þessu öllu og gott að geta hlaðið batteríin, gjörsamlega nauðsynlegt

Bjarney Hallgrímsdóttir, 18.5.2008 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjarndís Helena Mitchell

Höfundur

Bjarndís Helena Mitchell
Bjarndís Helena Mitchell
Hundadellukerling með meiru. Þetta meira er t.d. börnin mín og fjölskylda, vinnan, vinirnir og svo framvegis.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Gleðileg jól 2009
  • Gleðileg jól 2009
  • ...010_764018
  • ...030
  • ...024_764016

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 34035

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband