27.4.2008 | 20:12
Komin heim, gleðilegt sumar!!!
Jæja, þá er ég loksins að jafna mig eftir spanferðina um þvert og endilangt England og Skotland. Fyrst var ég á námskeiði í 5 daga, stíft námskeið sem byrjaði snemma og endaði seint á kvöldin. En mikið rosalega græddi ég mikið á þessu námskeiði, finnst ég orðin fær í flestan sjó bara....
Svo fórum við stöllur (vorum 2 saman) á flakk! Við vorum búnar að keyra frá Heathrow til Worcester, þar var námskeiðið. En þaðan fórum við fyrst til Manchester, svo til Morecamb og Lancaster, aftur til Manchester, Preston næst og svo Edinborg. Í Edinborg gistum við á 5 stjörnu hóteli í vellystingum og nutum þess að skoða borgina daginn eftir (við vorum reyndar búnar að gista nokkrar nætur líka í Manchester og 5 nætur í Worcester). Ég álpaðist inn í verslun sem sérhæfir sig í skotapilsum og fékk að skoða mynstrin og litina í mínum ættum. (Já, ég er hálf skosk) Fann þar afar fallega slá, sem ég sló til og keypti. Mér fannst þetta stórmerkilegt að sjá þetta og var þetta einn af hápunktum ferðarinnar fyrir mig. Annar hápunktur var líka að fá að hitta ræktendurna sem ætla að fá hann Svala minn, skoða aðstæður og þeirra hunda og fullvissa mig um að það muni fara vel um kappann hjá þeim. Ég er mjög sátt við fólkið og allt og held að honum komi bara til með að líða vel hjá þeim. Mikill léttir.
Eftir Edinborg var ferðinni heitið til Aberdeen. Við pöntuðum hótel sem átti að vera þar, en reyndist svo vera í yfir 40 mílna fjarlægð frá Aberdeen, í litlu þorpi út í afdalasveit. GPS tækið okkar vísaði okkur veginn og bara eftir þröngum hlykkjóttum sveitavegum. Ekki gaman að keyra það, öfugum megin á veginum um miðja nótt. Þegar þangað var komið fundum við ekki móttökuna, hringdum og hringdum en enginn svaraði. Römbuðum svo loks á móttökuna, dingluðum og dingluðum, en enginn kom til dyra. Þá brugðum við á það ráð að labba hringinn í kring um hótelið og fundum bar, opinn á hliðinni. Þar hjálpaði barþjónn okkur að opna aðaldyrnar, og þá tók á móti okkur hrörleg kona með úfið hár og skakkt andlit. Á eftir henni rölti svo einskonar "butler" sem var fölur og mjór. Greyið konan hafði greinilega orðið fyrir einhverjum skakkaföllum, heilablóðfall eða eitthvað álíka, var hálf lömuð í andlitinu. En herbergið okkar var fyrir fatlaða, óskiljanlega var engin lyfta fyrir farangurinn okkar (sem var mikill) og ekki hægt að læsa gluggunum heldur. Það var hægt að labba bara inn á okkur af þakinu. Þegar hér var komið við sögu vorum við orðnar svo skelkaðar að við gátum ekki hugsað okkur að gista þarna. Vorum fljótar að burðast niður aftur með allan farangurinn og út í bíl og fengum gistingu á Hilton hótelinu í Aberdeen í staðinn. Vorum komnar þangað loksins um 3 leytið um morguninn.
Aberdeen er falleg borg líka, þó ekki eins falleg og Edinborg. Við vorum þar í tæplega tær nætur og lögðum svo af stað áleiðis til London. Keyrðum það á einum degi með viðkomum á bensínstöðum, veitingastöðum, Manchester aftur og Stafford. Fórum hótelavillt þar líka, en vorum komnar upp úr miðnætti á hótelið, sársvangar og dauðþreyttar. Pöntuðum pizzu og fórum svo að sofa.
Í London eyddum við svo morgninum í að fara niður í bæ, skoða Soho hverfið og þar fann ég hárgreiðslustofu sem ég vann á fyrir mörgum árum síðan. Eigandinn var þar ennþá og það var gaman að hitta hann, spjalla við hann og knúsa eftir öll þessi ár. Engu hafði verið breytt, allt eins og það var þegar ég fór. Virkilega gaman.
Svo var ferðinni heitið á Heathrow og í flug heim.
Ég gæti skrifað heila bók um allt sem á daga okkar dreif þessa daga, allt sem ég lærði, upplifði, borðaði. Fólkið sem við hittum og töluðum við, byggingarnar sem við sáum, hótelin sem við gistum á og allt niður í beygingar radíusinn á bílnum sem við leigðum, Tom Tom gps tækið með kostum sínum og göllum, og allt hvaðeina. En ég ætla að láta þetta duga í bili. Ég er bara fegin að vera komin heim í faðm fjölskyldunnar og hundanna, og ég get svarið það hér er ég vöktuð, knúsuð og elskuð út í hið óendanlega. Hundarnir mega ekki af mér sjá á salernið einu sinni. Öll strollan liggur fyrir utan þegar ég kem fram á ganginn aftur.
Já, það er gott að vera elskuð, stundum........Gleðilegt sumar góðir hálsar og hafið það sem best
Um bloggið
Bjarndís Helena Mitchell
Tenglar
Tenglar
- MPG-CAP, eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eða dísel á allar vélategundir!
- http://www.svartskeggs.com
- http://www.hrfi.is
- http://www.kennel-savali.info
- http://www.hundaspjall.is
- http://www.giant.bloggar.is
- http://www.mitchell.is
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Komdu margsæl og blessuð og velkomin aftur heim.
Já, og aftur Gleðilegt sumar.
Æðislegt að lesa hvað var gaman hjá ykkur úti og þið hafið greinilega lent í mörgum og skrýtnum ævintýrum, ég sá alveg fyrir mér gömlu konuna og butlerinn, hahaha.
Frábært að þú fékkst svona mikið útúr ferðinni.
Bið kærlega að heilsa familyunni. Gott að vera svona elskaður.
Sumarkveðja úr Grafarvoginum.
Nína Margrét Perry (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 20:52
Velkomin heim krúsídúlla. Það er eins gott að láta ykkur ekki um það aftur að fara einar. Borðandi Kakkalakka og glímandi við nornir og aðrar skuggaverur.. hmmmm....
Kíki svo við hjá þér um leið og ég kem heim aftur, knús og kram í klessu...
Guðrún B. (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 21:06
Líkt og Nína hér á undar, sá ég þá gömlu og skröltandi bötler fyrir aftan hana, þetta leit út eins og í Agöthu Christie
mynd með Hercule Poriot (hvernig svo sem það er skrifað),
. En velkomin heim dúlla, þú hefur greinilega fengið mikið út úr þessari ferð sem er gott.
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 22:15
Æðislegt að fá þig heim heila á höldnu. Það hefur geinilega verið spennandi en samt scary að ferðast þarna. Gott að þið fóruð á almennilegt hótel. Það á ekki að taka neina sénsa í ókunnu landi. Gleðilegt sumar
Ásta María H Jensen, 29.4.2008 kl. 13:19
Ekkert að hundast ???
kv
Ég
Ragnar Sigurjónsson (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 13:28
Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.4.2008 kl. 15:15
Rosalega hefur þetta verið skemmtileg ferð og gott að þér líkar vel við staðinn þar sem hann Svali þinn verður. Hafðu það sem best mín kæra og ekki vinna yfir sig.
Ásdís Sigurðardóttir, 3.5.2008 kl. 11:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.