Gredduraunir og England.....

Jæja, loksins gef ég mér smá tíma til að skella inn eins og einni færslu. Uss, ég veit upp á mig skömmina með að hafa ekki gert neitt hér inni í háa herrans tíð. En það hefur ekki verið flóafriður hér undanfarið og vinnan hefur líka tekið sinn toll á tíma mínum.

En gredduraunir Svala fara senn að ljúka. Þ.e.a.s. það er búið að vera lóðarí hér á bæ undanfarnar vikur og rakkinn skynjaði komandi tíð löngu áður en það byrjaði. Báðar tíkurnar lóðuðu á sama tíma, stilla sig saman þessar elskur. Eru svo tillitsamar að gera þetta samtímis þannig að ég þurfi ekki að standa oft í þessu á hverju ári. En um leið og þetta var í vændum fór það strax að hafa áhrif á Svala greyið. Ég er svo fegin að hann er að fara út, og þá líka hans vegna. Því þetta tekur svo svakalegan toll af honum og hans ástand er viðvarandi allan tímann í þessar 3 vikur sem þetta varir. Hann sefur ekki, borðar ekki og eirir sér engan veginn, hormónarnir hans taka völdin og greddan ætlar yfir allt að keyra. Hann er með endalausa, áríðandi og brýna þörf fyrir að gera do do, og það strax og ekki seinna en núna, allan tímann. Lætur Afríku ekki í friði eina einustu stund og svo horast hann niður fyrir vikið og líður sennilega ekki vel. Hann er bara eitt testosteron sterabúnt og vöðvafjall í ham! Það þýðir ekkert að fjarlægja hann frá henni þar sem hann fer sér að voða og hurðir, innréttingar og húsgögn eiga sér ekki viðreisnarvon ef hann ætlar í gegn um þau. Hér hefur ekki verið svefnfriður á nóttunni heldur í nokkrar vikur, spangól, gelt og væl alla nóttina. En sem betur fer er þetta að vera búið núna. 

Við erum búin að fara ófáar ferðirnar til dýralæknis, í allskonar tékk og aðstoð til að ná að para þau á akkúrat réttum tímapunkti. Blóðprufur, sæðisprufur, strok og meiri blóðprufur hafa verið framkvæmdar og í það minnsta er sæðið hans Svala í toppstandi. Vonandi tókst okkur núna að hitta rétt á og að í vændum séu hvolpar af Giant Schnauzer kyni. Þetta var síðasti sjéns okkar til þess og eftir þetta er ég hætt að reyna. Það er dýrt spaug að ætla sér að vera í hundarækt, svo mikið er víst. Fyrir utan heilsuna og geðheilsuna, sem þetta hefur líka áhrif á, þá er þetta svo dýrt í peningum að þetta borgar sig engan veginn heldur. 

En eftir tvær svefnlausar vikur, brjálað að gera í vinnunni líka og allt þetta hundastand er ég á leið til Englands eftir helgina. Nú fer ég á námskeið og svo í könnunarleiðangur til að kanna hvar ég vil lenda, ef ég tek þá ákvörðun að gerast umboðsaðili fyrir fyrirtækið, þar. Spennandi og gaman, ég get ekki neitað því. Ég get hreinlega ekki beðið og hlakka svo til.

Vonandi hafið þið það sem best. Meira seinna. Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Gott að sjá þig hérna mín kæra. Saknaði þín svo að það hálfa væri hellingur

Ragnheiður , 11.4.2008 kl. 21:26

2 identicon

Jeminn eini,,,,,,, ég vorkenni allri fjölskyldunni í þessu ástandi, vona að þið náið einhverjum svefni.

Góða fer til Englands dúlla og gangi þér vel að finna staðsetningu honí. Leyfðu okkur að fylgjast með , ferlega spennandi.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 21:28

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég var næstum því búinn að gleyma þér... Halló!  ... góða ferð og bless!

Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.4.2008 kl. 22:06

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ skvísa og gaman að heyra frá þér.  Yndisleg færsla um raunir hundanna þinna, ekki tekið út með sældinni að vera með greddu á hæsta stigi.  Vona að þetta hafi allt lukkast.  Kær kveðja  Kisses

Ásdís Sigurðardóttir, 12.4.2008 kl. 15:52

5 identicon

Hæ.  Ég var farin að halda að þú værir farin út. Það hefur greinilega mikið gengið á hjá ykkur með hundanna, vona að það hafi allt lukkast með Svala í þetta sinn. Allt fínt að frétta frá okkur, Sunna fermdist 06.apríl og var það yndislegur dagur.

Góða ferð til Englands og gangi þér sem best þar, spennó að vita hvernig það fer allt hjá þér.  

Kær kveðja úr Grafarvoginum.

Nína Margrét Perry (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 07:42

6 identicon

Góða ferð dúllan mín og gangi ykkur vel.

Heyri frá þér við tækifæri .

Guðrún B. (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 15:34

7 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Jæja, þá er mín að pakka niður fyrir ferðina. Afhverju í dauðanum finnst mér ég verða að taka aleiguna með mér? Ég kann ekki að pakka naumt, þó ég viti að ég hef ekki nægilega marga daga til að nota allt sem ég tek með, en bara verð...því að kannski þarf ég á því að halda!!! Uss, er verulega hneyksluð á sjálfri mér núna, er búin að ná að taka burt nokkrar flíkur, en á sennilega eftir að pakka bara öðrum í staðinn. Ef ég þekki mig rétt.

Takk fyrir kveðjurnar og hafið það sem best. Býst ekki við að blogga neitt á meðan á ferðinni stendur, þar sem ég nenni ekki að burðast með tölvuna með mér. Guðrún, mér finnst verst að hafa misst af því að hitta á þig í fríinu þínu. Verðum bara að bæta það upp næst.

Bæ í bili elskurnar

Bjarndís Helena Mitchell, 13.4.2008 kl. 23:40

8 Smámynd: Ásta María H Jensen

Vá æðislegt að heyra að þú sért að fara. Ég vona að það verði gaman

Ásta María H Jensen, 15.4.2008 kl. 00:00

9 identicon

Hæ.   Ertu komin aftur heim frá Englandi? Ef svo er hvernig var? Gaman væri að fá smá fréttir af þér, maður er nú orðin svo forvitin hvernig þetta fer allt hjá ykkur.  

Kær kveðja úr Grafarvoginum.

Nína Margrét Perry (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 08:51

10 identicon

Gleðiegt sumar kæra vinkona, og takk fyrir veturinn.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 08:38

11 identicon

Gleðilegt sumar kæra fjölskylda.

Vona að þið eigið yndislegt sumar og gott gengi í öllu sem þið takið ykkur fyrir hendur.

Kær kveðja úr Grafarvoginum.

Nína Margrét Perry (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 09:43

12 identicon

Svo kemur mín heim í dag ekki satt ??

Velkomin heim snúlla, vonandi var ferðin árangursrík.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjarndís Helena Mitchell

Höfundur

Bjarndís Helena Mitchell
Bjarndís Helena Mitchell
Hundadellukerling með meiru. Þetta meira er t.d. börnin mín og fjölskylda, vinnan, vinirnir og svo framvegis.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Gleðileg jól 2009
  • Gleðileg jól 2009
  • ...010_764018
  • ...030
  • ...024_764016

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 34035

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband