Brjáluð? Ævintýramennska???...

Jæja, þá er mín farin að velta fyrir sér að fara út fyrir landssteinana. Er maður orðinn klikk? Málið er að ég hef val, val um að standa í stað og sætta mig við það sem er. Ekki alslæm staða, alls ekki, en vil ég meira?

Til að útskýra á einfaldan hátt, þá snýst málið um að flytja erlendis vegna vinnunnar. Hér er ekki pláss til að færa sig upp á skaftið, ef svo má að orði komast, en erlendis, nánar tiltekið á Englandi, er gnægðarpláss í geiranum fyrir mig, og marga fleiri. Auðvitað er þetta ekki auðveld ákvörðun, þar sem ég myndi skilja fjölskylduna eftir hér, allavega til að byrja með. Sú tilhugsun er erfið fyrir mig, enda er ég móðir. En, valið snýst um að láta sig hafa það tímabundið og þegar hlutirnir eru komnir á skrið þá að fjölskyldan fylgi á eftir. Valið snýst um að standa í stað, eða ná að vinna sig upp og eiga möguleika á að komast á "græna grein" fyrir rest, upp á framtíðina?

Annars gengur vel hér eins og er. Nóg að gera og í raun brjálað að gera, ég hef ekki haft tíma fyrir bloggið undanfarið og mun sennilega hafa mjög takmarkaðan tíma á næstunni líka. En það er gaman þegar vel gengur, því er ekki að neita.

Strákarnir mínir eru fullir stuðnings með útflutninginn, vilja í raun bara flytja strax á morgun. Úff, ég veit samt af eigin reynslu að þetta er ekki svo einfalt fyrir þá. Ég hef sjálf flutt landa á milli oftar en einu sinni og oftar en tvisvar í mínum uppvexti og veit að það tekur meira á en þeim órar fyrir. Þetta verður enginn dans á rósum svo mikið er víst.  

En núna kemst lítið annað að hjá mér en þessar pælingar og vinnan, börnin mín koma svo fast á eftir í forgangsröðinni og svo hundarnir. Aldrei lognmolla í mínu lífi, svo mikið er víst. Ekkert limbó í boði hér, bara fjör og læti. Sjáum til....kannski er þetta bara loftbóla, kannski er þetta raunhæft, kemur í ljós.

Af bensínævintýrinu mínu er þetta að frétta. Ég kláraði að athuga hvað bíllinn minn eyðir án þeirra fyrst. Meðaltalið hjá honum var um 10 ltr á 100 km. Á öðrum tankinum eftir að ég setti töflurnar í bílinn fór eyðslan niður í 9,3 ltr á 100km. En það sem ég tók strax eftir var að bíllinn varð mun kraft meiri, bifvélavirkinn minn tók líka eftir því og hann segir að hann komist lengra á tankinum hjá sér líka, þó að ég hafi gleymt að fá að vita nákvæmar tölur. En mér skilst að það verður ekki komin hámarkssparnaður fyrr en á 3 - 4 tank með töflunum. Kemur í ljós, þetta er spennandi. Fyrir þá sem vilja prófa er ekkert mál að panta á netinu, slóðin er: www.bensinplus.myffi.biz eða hafa bara samband við mig beint, ekkert mál. 

Hafið það sem best elskurnar, ég reyni að kíkja við við hvert tækifæri. Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ekki finnst mér þú vera orðin klikk, líst bara vel á þetta hjá þér. Um að gera að flytja sig um set ef möguleikinn er fyrir hendi. Verst að vera með dísil bíl, annars væri ég til í að prófa þessar töflur.

Huld S. Ringsted, 11.3.2008 kl. 21:28

2 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Mér líst frábærlega á hvað þú ert dugleg og hefur komist vel áfram  Ég hef ekki séð þig í mörg ár, en samt var ég sorgmædd að lesa að þú færir kannski að flytja Baddý mín  Sko ég er greinilega alltaf bara að hugsa um sjálfan mig,nei auðvita átt þú að gera það sem hentar ykkur best elskan  Ég er alltaf að verða forvitnari um hvað það er sem þú vinnur við  Það er einhver vegin svo skrítið að þú sért orðin svona mikil heimsdama,óhrædd við breytingar og svona sterk og örugg,það er greinilegt að það er hægt að gera mikið við lífið sitt ef maður er duglegur eins og þú Kata vill bara fá England hingað til þín,góða nótt Baddý mín

Katrín Ósk Adamsdóttir, 12.3.2008 kl. 00:29

3 Smámynd: Ásta María H Jensen

Mér finnst þú hörkudugleg, verst að missa þig út í heim einsog Björk, en ég veit að heimurinn þarf á fólki að halda einsog ykkur, ég get þá deilt þér með þeim

Ásta María H Jensen, 12.3.2008 kl. 01:52

4 Smámynd: Fishandchips

Um að gera að grípa gæsina meðan hún gefst.

Yndislega þú, ókunna, en góða blogvinkona

Fishandchips, 12.3.2008 kl. 01:53

5 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Huld: Hehe, þessar töflur virka líka á dísel, og dísel er orðið dýrara en bensín þessa dagana. Þær virka á allt, í allt, sláttuvélar, jetski, alla bíla og allt bara. Það besta við þær er að þetta fer betur með vélarnar og dregur verulega úr mengun, frá 74% upp í 100%.

Takk allir saman fyrir peppið. Þetta er verulega spennandi tækifæri, en ég þarf að skoða allt mjög vel áður en ég tek endanlega stefnu. Það er allt í vinnslu, þó að planið sé að fara út í könnunarleiðangur bara rétt bráðum.

Bjarndís Helena Mitchell, 12.3.2008 kl. 02:08

6 Smámynd: Ella mannvera Ronja Chihuahua og Lilo Boxer/Labrador

Já, bara um að gera að prófa eitthvað nýtt. Þú verður í Englandi, aldrei nema 3-4 tíma í burtu frá klakanum ef þig langar að komaThumbs Up

Ella mannvera Ronja Chihuahua og Lilo Boxer/Labrador, 12.3.2008 kl. 07:10

7 identicon

Hæ Baddý.

Það eru greinilega miklar pælingar hjá þér núna með að flytja út.  Þetta er stórt skref að taka en maður lifir nú bara einu sinni í núverandi mynd og ef þér finnst þetta gott tækifæri fyrir ykkur þá um að gera að slá til. Vertu með öryggið þitt til staðar hér heima ef ævintýrið gengur ekki upp úti. 

Mundu svo að kvitta fyrir þig þegar þú kíkjir inná bloggið mitt eins og ég geri hjá þér, alltaf gaman að fá kvitt.  

Gangi þér svo vel með pælingarnar og farið vel með ykkur. Kveðja úr Grafarvoginum.

Nína Margret (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 12:02

8 identicon

Vá þú segir fréttir Baddý mín, ég verð að fara að heyra í þér við tækifæri. Knús á þig og þína

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 18:18

9 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Mér líður vel í Svíþjóð... (og hef gert það síðastliðin 19 ár)

Gunnar Helgi Eysteinsson, 12.3.2008 kl. 19:55

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Bara að kíla á það ekki spurning, það verður erfiðara með hverju ári sem bætist við aldurinn að drífa sig út, ég er búin að vera á leiðinni síðan 1983 og er enn hér á landi.  Blow A Kiss

Ásdís Sigurðardóttir, 13.3.2008 kl. 15:06

11 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Gangi þér vel,  hvaða stefnu sem þú tekur. 

Anna Einarsdóttir, 16.3.2008 kl. 21:28

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Alltaf gaman að fara út fyrir þægindarammann og prufa nýja hluti.  Það gefur heilabúinu, t.d. töluvert púst.

Gleðilega páska.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.3.2008 kl. 17:08

13 Smámynd: Fishandchips

Um að gera að prufa nýja hluti. Ekki hika, stökkva.

Fishandchips, 22.3.2008 kl. 00:37

14 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Bara að stökkva á þetta...maður veit ekkert nema að prófa hlutina...og það er um að gera að prófa sem mest

Líst vel á þetta vinan og Gleðilega páska

Bjarney Hallgrímsdóttir, 23.3.2008 kl. 20:39

15 identicon

Gleðilega páska Baddý mín. Vona að þið hafið haft það sem allra best í páskafríinu.

Kær kveðja úr Grafarvoginum.

Nína Margret (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjarndís Helena Mitchell

Höfundur

Bjarndís Helena Mitchell
Bjarndís Helena Mitchell
Hundadellukerling með meiru. Þetta meira er t.d. börnin mín og fjölskylda, vinnan, vinirnir og svo framvegis.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Gleðileg jól 2009
  • Gleðileg jól 2009
  • ...010_764018
  • ...030
  • ...024_764016

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 33873

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband