2.3.2008 | 21:24
Gleðidagur!
Já, það kom að því að við áttum gleðilegan dag! Litli sjálfstæðismaðurinn minn er búinn að vera lasinn alla vikuna og á föstudaginn hringdi bráðamóttöku læknir í mig til að láta mig vita að það hafi komið í ljós streptókokkasýking úr ræktun frá honum síðustu helgi. Hann er kominn á sýklalyf við því og vonandi nær hann að mæta í skólann, eitthvað í næstu viku.
Í dag var hundasýning HRFÍ í reiðhöll Fáks í Víðidalnum. Svali var sýndur í meistaraflokki og fékk fyrstu einkunn, fyrsta sæti, verðugur meistari og alþjóðlegt meistarastig og framhald í tegundarhóp 2. Þar fékk hann ekki sæti, en Standard Schnauzer tík fékk 3 sætið í tegundarhópnum. Glæsilegur árangur samt.
Hvolpurinn hún African Sauda var sýnd í hvolpaflokki og fékk fyrstu einkunn, fyrsta sæti, heiðursverðlaun og framhald í besta hvolp. Þar fékk hún heldur ekki sæti, en ég get svarið það að þegar ég sá hana fara stóra hringinn og sá hvernig hún hreyfir sig sá ég bara Svala fyrir mér í smækkaðri mynd. Hún er stórglæsileg skvísan!!
Ég gæti ekki verið meira stolt af mínum hundi og hvolpinum undan henni en ég er. Sýnendur þeirra beggja stóðu sig með glæsibrag, þrátt fyrir að skuggi hafi hangið yfir mínum sýnanda í dag. Málið er að á föstudaginn fauk upp hurð heima hjá henni og hennar hundar komust út. Þegar hún kom heim biðu tveir þeirra fyrir utan eftir henni, en nýji Poodle hvolpurinn hennar horfinn með öllu. Var hún búin að gera dauðaleit að honum síðan, ásamt því að hringja í lögregluna og í alla sem henni datt í hug að hafa samband við í von um að hann fyndist. Í dag, var hann enn ófundinn, litla skottið og stóð hún samt sína pligt á sýningunni, bæði í gær og í dag. Stóð við það að sýna alla hundana sem hún var búin að skuldbinda sig til að gera, og allir náðu glæsilegum árangri.
Sem betur fer kom hvolpurinn í leitirnar í kvöld, þá hafði hann verið undir góðu yfirlæti í heimahúsi í nágrenninu, búinn að fá að borða kjöt í karrý, og líka hundamat og var hinn kátasti. Ekki kaldur og hrakinn eins og verstu áhyggjur höfðu hvílt á henni og í raun öllum sem vissu. En allt er gott sem endar vel og vissulega var þetta frábær endir á góðum degi.
Nú ætla ég að fara inn í næstu viku, bjartsýn og kát.........ætla að gera góða hluti og ná að vinna eitthvað í leiðinni líka. Hafið það gott kæru vinir og farið vel með ykkur
Um bloggið
Bjarndís Helena Mitchell
Tenglar
Tenglar
- MPG-CAP, eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eða dísel á allar vélategundir!
- http://www.svartskeggs.com
- http://www.hrfi.is
- http://www.kennel-savali.info
- http://www.hundaspjall.is
- http://www.giant.bloggar.is
- http://www.mitchell.is
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott að hvolpurinn kom í leitirnar. Og hamingjuóskir með árangurinn.
kærar kveðjur að norðan, D.
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 21:28
Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.3.2008 kl. 21:38
Þú mátt sko alveg vera stolt af hundunum þínum, þeir eru ofsalega fallegir! ég hefði verið svo til í að sjá þá á sýningu. En gott að þessi hvolpur fannst, það er svo erfitt þegar að þessi grey týnast
Huld S. Ringsted, 2.3.2008 kl. 23:10
Til lukku með verðlaunavoffa. Langar svo í lítinn skrýtinn voffa. Takk fyrir krúttleg komment hjá mér. Hugsa alltaf til þín þegar ég heyri The Rose með Bett Midler.
Helga Dóra, 3.3.2008 kl. 00:27
Til hamingju með Svala. batakveðjur til sjálfstæðismannsins
Ella mannvera Ronja Chihuahua og Lilo Boxer/Labrador, 3.3.2008 kl. 07:32
Æ, til hamingju, en gaman að allt fór vel með hundana. Kær kveðja til þín.
Ásdís Sigurðardóttir, 3.3.2008 kl. 18:11
Ég er ánægð að þeir fyndu hvað amaði að Fannari og ég vona að sýklayfin nái kokkunum niður.
Til hamingju með árangurinn, bæði á Svala og Saudu, auðvitað gátu mæðgin þetta. Frábært að heyra að hundurinn fannst.
Ásta María H Jensen, 3.3.2008 kl. 23:20
Ég segi það sama og Anykey, hver gefur hundum karrý ??
Knús á þig ljúfust.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 23:01
Karrý???
Til lukku með voffann og bjartsýnin fer með mann allavega hálfa leið, ef ekki lengra Batakveðjur til sjálfstæðismannsins...
Bjarney Hallgrímsdóttir, 9.3.2008 kl. 01:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.