Færsluflokkur: Bloggar
15.9.2007 | 19:59
Rok, rigning og leti.....
Ég er búin að vera ofurlöt í dag. Rok og rigning hefur þannig áhrif á mig að ég nenni ekki neinu, vil bara liggja undir sæng og úða í mig ruslfæði. Lesa góða bók eða horfa á sjónvarpið.
Það datt niður vinna hjá mér í dag, þannig að ég leyfði mér bara að hafa það náðugt, nú er ég ekki viss um að ég muni geta sofið í nótt. Samt er ég búin að afreka það að fara í 3 verslanir, elda mat, vaska upp og borða á mig gat. En hvað um það, ég vona bara að þið hafið það gott öllsömul í dag. Ég ætla aftur undir sængina mína fyrir framan imbann, því það er hrollur í mér.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.9.2007 | 11:12
Hvernig er þetta hægt?
Úff, greyið maðurinn!! Varla er hægt að líða vel í svona mikilli yfirþyngd. Vonandi fær hann lausn sem virkar í þessari sjúkrahúsvist.
Það sem mér er með öllu óskiljanlegt er að hvernig í ósköpunum er það hægt að borða sig í 400 kg þyngd?
![]() |
12 manns þurfti til að flytja 400 kílóa Sádí-araba á sjúkrahús |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.9.2007 | 03:17
Nýjar myndir af Saudu.
Ég varð að setja inn nokkrar mont myndir af Saudu sem ég fékk sendar fyrr í kvöld! Hún hefur stækkað ekkert smá mikið! Algjör snúlla.
Kannski fæ ég að hitta dömuna á sunnudaginn og ég hlakka til eins og lítill krakki bara. Hún dafnar greinilega mjög vel og stækkar og mér sýnist á öllu að henni líði afskaplega vel.
Góða nótt, nú ætla ég að taka tilraun 2 í að sofna og vonandi dreymir mig fallega um dömuna. Stór dagur á morgun og nóg að gera....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
13.9.2007 | 21:18
Góð ráð við.....
Heilablóðfall : Munið ÞRJÚ FYRSTU SKREFIN

Vinur minn sendi mér þetta og hvatti til að senda áfram til að koma þessum áríðandi skilaboðum á framfæri.
Hvernig þekkir maður heilablóðfall:
vinkona mín sem var að fá heilablóðfall hrasaði við og datt og hún sannfærði viðstadda um að það væri allt í lagi með sig, hún hefði bara hrasað út af nýju skónum sínum. Síðar um kvöldið hringdi eiginmaður hennar og sagði að hún hefði látist og dánarorsökin væri heilablóðfall. Ef þeir sem voru með henni hefðu þekkt einkenni heilablóðfalls þá hefði kannski verið hægt að bjarga henni. Heilablóðfall dregur suma til dauða en lamar aðra.
Taktu þér smástund til að lesa eftirfarndi:
Taugasérfræðingur segist geta snúið við afleiðingum heilablóðfalls ef hann fær sjúklinginn nógu fljótt, galdurinn sé að greina blóðfallið og koma sjúklingnum á sjúkrahús innan þriggja klukkustunda.
HVERNIG HÆGT ER AÐ ÞEKKJA HEILABLÓÐFALL þrjú mikilvæg skref sem þú skalt muna:
Sá sem vill komast að því hvort um heilablóðfall er að ræða á að spyrja þriggja einfaldra spurninga:
B* Biddu viðkomandi að BROSA.
T* Biddu manneskjuna að TALA, SEGJA EINFALDA SETNINGU Í SAMHENGI (sólin skín í
dag en í gær var rigning)
L* Biddu hana/hann að LYFTA BÁÐUM HANDLEGGJUM UPP
{ ath : Annað merki um heilablóðfall: Biddu viðkomandi að reka út úr sér tunguna og ef hún er bogin til annarrar hliðarinnar getur það líka verið merki um heilablóðfall }
Ef viðkomandi á í vandræðum með eitt eða fleiri af þessum fyrirmælum hringdu þá í 112 og lýstu einkennunum.
Hjartasérfræðingur hefur sagt að ef allir sem fá þetta bréf sendi það til 10 manns muni það bjarga amk einu mannslífi.

vona að þetta hafi sigtast inn að einhverju leiti

Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.9.2007 | 07:08
Næturævintýri hundamömmu....
Ég vaknaði upp við vondan draum nú í nótt, nánar tiltekið um kl. 05:30 leytið. Allt var galopið út, forstofudyrnar voru opnar (eru yfirleitt kyrfilega lokaðar) og útidyrahurðin var opin líka.
Ég þurfti að fara á snyrtinguna, og fannst eitthvað svo kalt í húsinu á leiðinni þangað, augun stóðu svo á stilkum þegar ég sá að allt var galopið út!
Ég gáði að hundunum, Afríka var á sínum stað, en Chiquita fannst hvergi. Hún var ekki uppi á bekk inni í eldhúsi, ekki í sófanum, ekki á neinu hundabælanna, hafði ekki verið á sænginni hjá mér og var ekki í rúminu hjá strákunum mínum.
Nú voru góð ráð dýr, ég fór út á náttfötunum, kallaði og blístraði en engin Chiquita kom hlaupandi á móti mér. Hvað ætli hurðin hafi verið opin lengi, hugsaði ég? Hvernig opnuðust dyrnar? Hversu langt hefur hún komist? Hversu langt myndi hún fara? ?????Ég hafði ekki hugmynd og áttaði mig strax á því að Chiquitu finnst alveg ofsalega gaman að elta nefið á sér, rekja spor, og gæti þessvegna farið langar leiðir og ég vissi heldur ekki í hvaða átt.
Ég vakti óvart miðjustrákinn minn í leit minni að stelpunni, og hann spratt á fætur. Hva? Ha? Er Chiquita týnd? Hann var fljótur að fara í fötin sín og fara út að leita. Eftir fyrsta hringinn kom hann aftur með hangandi haus. Umlaði lágvært að hún hlyti að skila sér fyrir rest heim. Ég var náttúrulega viti mínu fjær, "en hvað ef hún ratar ekki? Hún gæti verið búin að vera úti í marga klukkutíma!!" Hann fór aftur út að leita. Ég var ekki fyrr búin að heyra blístrið frá gutta, en að ég heyrði líka annað aukahljóð, tipl lítilla loppa hlaupandi eftir ganginum!!
Ég hentist út að kalla unglinginn til baka, fór inn aftur og tók litla kvikindið í fangið og knúsaði hana innilega! Þá hafði litla dýrið gist hjá pabba í nótt, smeygt sér inn með honum þegar hann brá sér á salernið, komið sér rækilega og þægilega fyrir í pabba rúmi og verið fjarri öllu útstáelsi í alla nótt.
Nú langar syni mínum að fá frí í skólanum sökum svefnleysis!! Dream on honey.......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
11.9.2007 | 10:43
Annir......
Það hefur verið nóg að gera hjá mér undanfarið og ég hef ekki mátt vera að því að blogga, þó ég hafi myndast við að fara rúntinn, og reyna að kommenta á sem flestum stöðum. Hef að vísu ekki getað gefið mér tíma til að hugsa hlutina í gegn og semja almennileg svör allsstaðar, en reynt samt. Þannig að ég biðst afsökunar ef ég hef ekki kommentað hjá ykkur öllum.
Nú er samtalsdagur í skólanum hjá yngsta kút. Ég á ekki von á öðru en að fá glimrandi umsögn um hann, eins og alltaf. Hann er búinn að vera algjört englabarn í orðsins fyllstu merkingu, síðan hann fékk nýja herbergið. Í gærkvöldi strauk hann og nuddaði mömmu sína eins og ég væri gæludýr. Hmm, hvaðan ætli það komi, svei mér þá??? LOL. Nei, í alvöru ég hugsaði með mér í gærkvöldi "hvað í ósköpunum gerði það að verkum að ég ætti svona gott barn skilið?" Skil þetta ekki. Hann er bara svona. Býr til póst handa vinum sínum og fer með hann til þeirra, er í svoleiðis leiðangri núna. Svo finnst honum gaman að dunda sér, teikna, lita, læra, púsla og þessháttar. Hann er líka mikið fyrir útivist, göngutúra, hjóla, línuskauta og allt. Hann nennir að vísu ekki að horfa mikið á sjónvarp, teiknimyndir og tölvuleiki, þó að hann prófar reglulega. Þannig að ég get svarið það að hann er bara eins og pantaður eftir óskalista. Elsti minn gæti ekki verið meiri andhverfa en hann.
Dagurinn í dag fer í þetta viðtal, svo í bæinn að ganga frá viðskiptum vegna vinnunnar og litli kútur ætlar að koma með. Hlakkar honum mikið til og finnst það merkilegt að fá að koma með mömmu í vinnuna! Svo ætla ég kannski að kaupa sængurgjöf handa litlu prinsessunni sem fæddist um daginn, og leyfa honum að koma með í gjafaferðina líka.
Næstu dagar verða mjög annasamir hjá mér, ég mun sennilega ekki getað bloggað neitt mikið, en já, sjáum til. Allt getur breyst fyrirvaralaust.
Hafið það gott elskurnar. Mér er farið að þykja vænt um ykkur, svei mér þá! Bæ í bili....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
9.9.2007 | 00:24
Góður dagur með útúrsnúningi.....
Dagurinn í dag er búinn að vera aldeilis skemmtilegur! Það var rallý í vinnunni og mjög gaman á fundinum þar. Ég náði að læra fleira nýtt, og fá nýjar hugmyndir ásamt því að fá pepp í að drífa mig af stað og halda stefnunni næstu mánuði! Ekki veitir af, afþví að ég er svo tilbúin í að halda áfram og vinna eins mikið og ég get. Enda er þetta virkilega skemmtilegt starf líka og fjölbreytt.
Svo var haldið á Lækjarbrekku og borðað saman kvöldverð, allt í boði fyrirtækissins að sjálfsögðu. Góður matur, frábær félagsskapur og bara gaman.
Á morgun tekur við fyrsti vinnudagurinn minn síðan í júní, og ég hlakka til bara. Þarf að fara að hrista upp í mér og halda áfram stefnunni, það þýðir ekkert að slá slöku við.
Það eina sem skyggir á daginn hjá mér er símtal sem ég fékk seint í kvöld. Það lítur út fyrir að hann Svali minn þurfi nýjan fóðuraðila, þar sem að nágrannaerjur eru komnar í gang hjá þeim sem er með hann. Er þetta sorglegt þar sem vel gekk með hann þar sem hann er og ég treysti manneskjunni sem er með hann 100%. Ætli þetta geri ekki það að verkum að ég auglýsi hann til sölu erlendis fyrr en áætlað er og reyni að sjá til þess að hann fari bara úr landi fyrir áramót. Hann á það svo skilið karlinn að fara annaðhvort í vinnu sem hæfir honum, eða að halda áfram sýningarferlinum sínum. Enda orðinn Íslenskur, Moldóvískur, Búlgarskur og Ukraínskur meistari nú þegar. Alþjóðameistaratitillinn er líka í vinnslu, á bara eftir að staðfesta hann þar sem hann er búinn að vinna hann sér inn fyrir löngu.
Ég treysti mér bara ekki til að vera með hann, bæði vegna þess að þegar tíkur lóða, tryllist hann og þjáist á meðan. Líka vegna þess að ef við værum með hann, gætum við ekki hugsað okkur að láta hann frá okkur aftur og ekki er á dagskrá að vera með fleiri hunda, gelda hann, eða Afríku, og setja hann í helgan stein. Værum við að gera hundinum grikk bara með því. Úff, þvílík vandræði bara því þetta er ekki bara smá pössun sem um er að ræða og mikið flakk á hundinum gerir honum heldur engan greiða, þó að hann hafi sýnt það að hann þolir það vel. Jæja, læt eina mynd inn af honum flakka með. Ætla að reyna að sofa og hvílast fyrir morgundaginn, nóg að gera og gaman að því...Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
8.9.2007 | 00:49
Spáin fyrir morgundaginn....
Tvíburar: Hulu verður svift og þú skilur nákvæmlega af hverju þú vildir að viss manneskja léki visst hlutverk í klikkaða leikritinu þínu. Fyrir vikið verðurðu frjálsari gagnvart henni.
Þetta á að vera fyrir næsta sólarhring hjá mér. Nú er ég skilningsvana, fattarinn ekki að virka og átta mig ekki á þessu klikkaða leikriti sem ég á að eiga draumahlutverk í handa öðrum. En hei, kannski kemur það í ljós á morgun. Vonandi verð ég frjáls gagnvart öllum bara, sátt við að vera ég, hélt að ég væri það, en *yppi öxlum* já, kemur í ljós. LOL, Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.9.2007 | 21:45
Batnaðartímar og batnaðarráð.....
Já, gleðin er búin að vera við völd hér síðan fyrir kl. 7 í morgun. Litli sjálfstæðismaðurinn minn kom til mín í morgun og knúsaði mig fast og innilega og sagði mér í óspurðum fréttum að hann hafi sofið mjög vel í nótt!
Bjó hann um rúmið sitt af alúð og er búinn að ákveða allskonar reglur um nýja herbergið sitt og umgengni þess. Litli kútur er líka búinn að vera í englagír, vill endilega þjóna mömmu sinni við hvert tækifæri og gerir sitt besta til að vera vandvirkur í öllu sem hann gerir. Hann er svo mikið krútt að mér vöknar um augun bara. Hann er núna að læra skrift, við nýja skrifborðið sitt.
Elsti strákurinn minn er búinn að fá vinnu í bænum, með skóla og vona ég að hann standi sig vel þar, ásamt því að standa sig í náminu líka. Kemur í ljós...
Miðju strákurinn minn er búinn að vera lasinn, mömmu sinni til samlætis, en er á batavegi loksins, eins og ég. Þannig að núna fara hlutirnir að komast á rétt ról aftur upp úr þessu.
Ég fór með hundana í bólusetningu gegn Lifrarbólgu og Kennelhósta í dag. Var ég búin að bíða eftir færi á að gera það, þar sem slíka bólusetningu hefur vantað í ein 4 ár hérlendis, og lifrarbólgu faraldur í gangi á milli hunda. Mikið er ég fegin að vera búin að því loksins.
Síðan skellti ég mér á læknavaktina sjálf, hér á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Vantaði mig lyfseðil fyrir nýja "hættu að reykja" meðalinu, ásamt því að panta blóðprufubeiðni til að kanna langtímasykurinn, kólesterólið og þvíumlíkt. Nú á sko að taka sykursýkina fyrir og alvarlega, ásamt því að takast það loksins að hætta að reykja! Ég er ekki búin að vera nærri því nógu dugleg að sinna minni eigin heilsu og heilsubrest undanfarið, og nú skal bæta úr því. Nóg er að hjá mér að ég skuli ekki reyna að bjarga því sem bjargað verður almennilega. Spark í rassinn á sjálfa mig með það.
Það er Rallý í vinnunni á morgun, svo út að borða um kvöldið. Nóg að gera og gaman að því.
Hafið það gott elskurnar, og vil ég óska Huld góðs gengis með Perlu sína, sem er komin að goti og sennilega verður fæðingin í nótt hjá henni. Mundu, ég er með símann hjá mér.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.9.2007 | 19:48
Gleðisending á réttum tíma.......
Jæja, þá komu nýju herbergishúsgögnin við mikinn fögnuð þess yngsta! Mikið er minn ánægður núna, og finnst mikið til koma. Enda má það alveg, þetta eru virkilega flott húsgögn, þó notuð séu.
Það leit ekki vel út með að við næðum að sækja þetta, þar sem þetta var í Grindavík og erfitt að finna sendibílaþjónustu hér á Suðurnesjum. Ég var búin að hringja út um allt, gat ekki fengið leigðan bíl í kvöld, og var farin að hringja í Greiðabíla í Rvk. En svo vel vildi til að konan sem seldi mér húsgögnin þekkti vel sendibílstjóra úr Grindavík og hann reddaði málunum bara í einum grænum hvelli. Ég þurfti ekki einu sinni að mæta á staðinn til að borga konunni, heldur sá hann um það líka. Að sjálfsögðu greiddi ég honum svo fyrir eftir á, þegar hann kom með herlegheitin til okkar. Þetta kalla ég sko þjónustu!
Þegar betur var að gáð, varð hinu rúminu ekki við bjargandi, það var svo illa brotið. Þannig að núna bíður það bara eftir ferð á haugana.
Jæja, ég er enn lasin, hnerra, hósta og snýti mér á víxl, ætli þetta sé ekki bara haustflensan, það virðist allavega vera fleiri en ég að hrynja niður úr þessu. En vonandi er það versta afstaðið og að leiðin héðan er upp bara....Ég er bara fegin að hafa ekki þurft að fara neitt til að redda herberginu hjá stráknum. Hafið það gott, gott fólk....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um bloggið
Bjarndís Helena Mitchell
Tenglar
Tenglar
- MPG-CAP, eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eða dísel á allar vélategundir!
- http://www.svartskeggs.com
- http://www.hrfi.is
- http://www.kennel-savali.info
- http://www.hundaspjall.is
- http://www.giant.bloggar.is
- http://www.mitchell.is
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar