8.8.2007 | 00:04
Vsk dagur liðinn....
Fjúkk segi ég bara. Ég er búin að gera vsk skilin mín loksins! Bókhald og bókfærsla er ekki mín sterka hlið, né í uppáhaldi hjá mér. En er fylgifiskur í rekstri.
Ég er nefnilega ein af þeim sem kann ekki að gefast upp. Verð að reyna að vinna, þó að ég sé enginn bógur í hefðbundna vinnu og myndi seint bjóða vinnuveitanda upp á það að "vinna stundum og stundum ekki". Ég asnaðist fyrir nokkrum árum að stofna fyrirtæki og byrjaði á því að flytja inn umhverfisvænar kúkaskóflur. Það eru svona kúkaskóflur fyrir hunda, enda mikilvægt mál að hreinsa upp eftir þá, annað er sóðaskapur og heilbrigðisvandamál að gera það ekki. Ekki verð ég samt rík á því....
Síðan fór ég að flytja inn matarstell sem eru með 3 ára ábyrgð á því að brotna ekki eða flísist upp úr þeim. Þetta eru mjög sniðug hversdagsstell, þunn, létt og þægileg og brotna ekki þó maður missi þau í flísagólf. En ég hef ekkert fjármagn í markaðssetningu.......ekki það að ætlunin sé að væla yfir því.....
Svo fór ég út í pottabransann. Þ.e.a.s. ég keypti mér besta pottasett í heimi og 1/2 ári seinna lét ég tilleiðast að prófa að fara að kynna þetta. Enda er þetta þannig vinna að ég get unnið þegar ég vil og get, enginn er fúll þó ég geri það ekki......Ræð mér sjálf og hef gaman af þessu.....
Ég þakka bara fyrir að ég haldi vsk-inum til haga og eigi hann til þegar kemur að skuldadögum. En samt kvíði ég alltaf fyrir því að klára þessi skil. Skil það ekki.
Örugglega leiðinleg færsla hjá mér núna, en ég er að skrifa fyrir mig og ég er guðs lifandi fegin að vera búin að klára þetta og það í tæka tíð. Vildi bara pústa smá. Vonandi verð ég sjálfstæð og arðbær vinnuveitandi sjálfar mín þegar ég verð orðin stór.....one of these days
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.8.2007 | 00:27
Sjarmur!
Já, það var virkilega gaman í kvöld að fá góða gesti í grillveislu úti á palli! Við vorum með lambafillet, svínarif, blandað kjöt og grænmeti á teinum,(ég mæli að vísu ekki með gúllasi á teinana, það er seigt) nýjar íslenskar kartöflur, forsoðnar á teinum, pasta og salat. Salatið var ekki samsett, heldur valdi fólk sér sitt uppáhalds salat, en í boði var: iceberg, gúrka, tómatar, paprika, gulrætur, jarðarber, kirsuber, ananas, epli og appelsínur.
Ég át á mig gat, í það minnsta og ég tók eftir því að allir fundu eitthvað við sitt hæfi og nutu þess. Þessi litli á myndinni hér við hliðina, át miklu meira en ég átti von á, og til mikillar furðu gat hann séð af Eplinu okkar (hvolpinn) nógu lengi til að borða allan matinn sinn.
Það voru reyndar fleiri sem horfðu löngunaraugum á matinn okkar, en fengu ekki að smakka, því að nú er ég með 5 hunda á heimilinu, og ekki allir eins litlir og daman hér á myndinni! Nei, við máttum hafa okkur öll við að reka burtu tvo Risa Schnauzer og eina Stóra Dan tík. Þau hlýddu, en komu strax aftur í von um smakk. Hinar litlu gátu ekki truflað og Chiquita er löngu búin að læra það að það þýðir ekki neitt.
En mikið þakka ég ykkur fyrir að koma og vera með okkur, kæru vinir og gaman að því að ykkur finnst Eplið okkar vera jafn mikill sjarmur og okkur.
Jæja, ég lofaði litla kút að setja inn myndina af honum hér inn í kvöld, svo ég geti sýnt honum hana á morgun. Hér er önnur, af honum sofandi ofan á Stóra Dan tíkinni okkar:
Þetta er Diljá, hún er yndisleg, ofurróleg (hreyfir sig í "slow motion") innandyra, hlýðin og heldur að hún sé manneskja. Eins og sést er hún gædd mikilli þolinmæði og umburðarlyndi og elskar börn. Henni þykir gott að hafa kúrufélaga, þó hann noti hana sem dýnu!
Ég er farin að sofa, góða nótt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.8.2007 | 23:39
Nú er allt svo STÓRT!!
Já, hér var þrifið hátt og lágt í dag. Tölvan var tekin og ryksuguð og þrifin, en svo bara fór hún í gang þegar kveikt var á henni, en skjárinn var bara svartur!! Skjákortið var sennilegast farið. Það var brunað í bæinn að redda nýju, því ekki getur frúin verið sambandslaus við umheiminn!! Það tók nokkra klt að redda þessu og núna eru allir gluggar og allt svo stórt í tölvunni minni, að ég þoli hana ekki!! Ég er bara svo tæknilega fötluð að ég kann ekki að laga, þó að ég sé búin að leita út um allt að stillingunni á þessu!! Öll góð ráð vel þegin!!
Eplið er bara frábær, tönnum fjölgar og finnst henni gardínurnar óendanlega skemmtilegar. Hún kippti sér ekkert upp við ryksuguna í dag, þegar hún var sett í gang við hliðina á henni. Hún leikur við, urrar og geltir á Chiquitu og mömmu sína. Allt gengur bara vel.
Þessi elska dafnar bara og ég get ekki annað en dást að því hvað það er fallegt að fá að fylgjast með þessu, frá getnaði og áfram. Hver dagur er svo stór og mikilvægur að ég stend stundum á öndinni hvað þróunin er hröð. Þetta er gaman og spennandi.
Hér er mynd af henni og Chiquitu, síðan í gær eða fyrradag, úti á palli í sólinni.
Góðar stundir. Ég ætla ekki að segja ykkur frasa eins og "gangið hægt um gleðinnar dyr" eða þvíumlíkt, einfaldlega vegna þess að ef þið eruð að lesa þetta í dag, eða á morgun, þá eruð þið ekki stödd á útihátíð og tilgangslaust að núa því um nasir ykkar! Hafið það samt gott og endilega að kvitta!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
4.8.2007 | 02:16
Eplið er búin að fá 4 tennur!!
Já, bara á einum sólarhring eru 4 tennur búnar að ryðja sér til rúms hjá Eplinu okkar. Þetta skeður allt svo hratt, að það liggur við að maður sjái þetta gerast, bara með því að horfa á hana. Hún er hætt að vilja vera í gotkassanum sínum, vill bara vera í kring um okkur og velur helst að sofa upp við gardínurnar í stofunni. Það fer að líða að því að ég fari að kynna hana fyrir clickernum. Hún er farin að naga, aðallega putta, höku og nef, og um leið og framtennurnar ryðja sér til rúms, fer í gang þjálfunin í bithömlun. Þá er markmiðið að koma henni í skilning um að það má ekki bíta fast, það má ekki meiða, og svo fyrir rest að það megi ekki bíta, punktur. Það er samt mikilvægt að kenna henni það að bit meiðir, ekki bara fara beint í að banna fingranagelsi.
Eplið er hætt að væla núna, síðan við leyfðum henni bara að vera með okkur. Gotkassinn er orðinn leiðinlegur í hennar huga, enda yfirleitt þar ein og yfirgefin. Það er ekki svo langt síðan að hún vildi bara vera þar og vældi ef við tókum hana þaðan og kyntum henni fyrir öðru umhverfi. Mikið svakalega breytist þetta allt hratt. Hún er tæplega búin að 6 falda fæðingarþyngd sína og orðin 3,2 kg. Það verður ekki fyrr en á sunnudaginn að hún nær 4 vikna aldrinum. En hún er farin að sýna persónuleika sinn og kippir í kynið við pabba sinn, og emjar nautnalega þegar henni er klórað innan í eyrunum sínum!!! Litla sjarmatröllið!! Pabba hennar þykir fátt betra en einmitt að láta klóra sér innan í eyrunum og jafnvel reyta hárin úr þeim. Hann gefur frá sér hin skrýtnustu nautnahljóð þegar það er gert "eeeehhhhmmmmmmhh".
Afríku finnst gaman að malla. Það er hennar sérkenni. Hún eys vatni yfir þurrfóðrið og þjappar því niður með skegginu sínu. Hefur mikið fyrir þessu og gerir þetta samt, þó að vatnið sé fjarri góðu gamni.
Já, ég er haldin hundadellu af hæstu gráðu, því er ekki að neita. Mér finnst endalaust gaman af hundum, mínum og annarra, í öllum stærðum og tegundum. Mér finnst að flest börn eigi að fá tækifæri til þeirra forréttinda að fá að alast upp með og ala önn fyrir hundum. Þetta eru bestu, traustustu vinirnir. Fagna alltaf sínum heittelskuðu, alltaf til í að hanga og leika og gera hvað sem er, hlusta á allar raunir og öll leyndarmál og kjafta aldrei frá, fara ekki í fýlu og eru tryggari vinir en mannfólk getur verið. Svo eru þeir líka segull á vini, margir vilja fá að klappa og skoða hundinn hjá manni og þannig er hægt að eignast miklu fleiri vini en manni óraði fyrir.
Svo er þetta hollur lífsstíll, ef því er að skipta, kallar á daglega hreyfingu. Kennir krökkum líka aga að því leyti að það þarf að hreyfa þá, þrífa upp eftir þá, gefa þeim vatn og mat, sinna feldhirðu reglulega, o.sv. frv......
Já, ég held að kostirnir við hundaeign séu margfalt fleiri en gallarnir.
andthatsthetruth!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.8.2007 | 07:52
Tættur svefn...
Þar sem ég var vakin kl. 04:30 í morgun, og get ekki sofnað aftur, ákvað ég að skella inn nokkrum nýjum myndum af Eplinu okkar við leik og störf. Fyrri myndin var tekin um 5 leytið í morgun, þar sem hún var að leika við Chiquitu í eldhúsinu. Seinni myndin var tekin í gær, úti á palli, þar sem Eplið var að klöngrast og, jú leika við Chiquitu. Mikið svakalega er ég fegin að Chiquita er eins og hún er! Þessi elska, dýrkar Eplið okkar og vill endilega leika við hana við öll tækifæri. Afríka er aldrei langt í burtu heldur, og hefur yfirsýn með þessum "dætrum" sínum. En Chiquita er eins og dóttir hennar fyrir henni líka.
Undanfarnir dagar hafa farið mikið í uppeldi, ekki bara á hvolpinum, heldur líka sonum mínum. Yngsti strákurinn minn er allur að verða engill aftur, eftir þjófaævintýrið sitt. Straffinu hans lauk, tæplega tveimur dögum eftir að hann gerðist "sekur" um bófaháttinn sinn. Hann er núna búinn að fá að hugsa vel og vandlega um: vináttu, traust, heiðarleika, hefndargirni (og hversu óæskileg hún er), lög og reglur, ásamt því að vera undir eins ströngu eftirliti og mér er unnt! Samt tókst honum að "týnast" í gærmorgun (var inni hjá vini sínum) og fannst ekki til að borða hádegismat og fara síðan á róló. Hann birtist aftur seinna um daginn í góðu formi. En því var samt ekki að skipta að vinur hans, sem fór á róló, tilkynnti gæslukonunni það að hann væri týndur og búinn að vera týndur "í alla nótt"! Vinkona mín vissi ekki sitt rjúkandi ráð, þegar hún sótti strákinn sinn, þegar gæslukonan rauk á hana og spurði hvort að minn strákur væri kominn í leitirnar! Hvort að búið væri að hafa samband við lögregluna? Vinkona mín náði sem betur fer að leiðrétta misskilninginn, og vonandi koma í veg fyrir að kjaftasaga fari af stað í kjölfarið. Svona byrja þá sumar kjaftasögur, með 6 ára krílum með frjótt ímyndunarafl!!
Ég er mikið að spá í að fresta vídeósukkinu okkar um eina helgi. Það er ekki horfandi á 29 tommu sjónvarp, þegar maður er orðinn vanur fordekraður 50" og 200" áhorfandi. Þetta er eins og krækiber í helvíti....! Kannski spilum við bara og dúllum okkur, svei mér þá. Legg þetta undir atkvæðagreiðslu, þegar liðið er komið á fætur.
Farið varlega um gleðinnar dyr gott fólk og skemmtið ykkur duglega um helgina!!
Góðar stundir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.8.2007 | 12:05
Dramað heldur áfram...
....peran í sjónvarpið er ekki til á landinu, verður sérpöntuð, en kemur ekki fyrr en í næstu viku í fyrsta lagi!! Aaarrgghh! En jæja, þá fór það. Vídeósukkið um vitlausramannahelgina (ekki meint um verslunarfólk) verður bara að nýtast á gamla 29" tækið þangað til. Það er eins gott að eiga varatæki við svona tilfelli, þó það sé ekki eins gaman og að horfa á 50"urnar.
En hvað er í gangi hjá lögreglunni? Er ekki allt í lagi? Ég hef lengi vitað og oft orðið vitni að því að lögreglubílar kveiki á ljósunum sínum og jafnvel sírenum, bara til að komast strax yfir á rauðu ljósi. Slökkva svo á þeim jafnóðum og komist er yfir. En ég hélt samt að misnotkunin væri alls ekki svona slæm, enda heyra slík tilvik til undantekninga. Jahérnahér!! Ætli kauði hafi verið að missa af fluginu? Eða bara slakað á við að pakka, vitandi að ef í harðbakkann slær, þá geti hann hringt í undirmenn sína?
![]() |
Varðstjóri ákærður fyrir brot í opinberu starfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.8.2007 | 09:24
Chiquita orðin að leikfélaga...
....og búin að eigna sér Eplið!! Hún hefur verið þekkt fyrir að urra að Afríku, sem er mamman, bara svona pent til að láta hana vita að hún muni verja þetta kríli ef viljinn er ekki góður.
Ég er voða fegin að Eplið fái leikfélaga, sem nennir að leika, því mamman hefur mestar áhyggjur af því hvort að bossinn sé hreinn, og hvort hún þurfi að kúka. Þó myndast hún líka við að leika, þá aðallega að færa Eplið til og leggja loppu yfir hana.
Chiquita sýnir miklu meiri leik tilþrif, leggst á framloppurnar, dillar skottinu, leyfir Eplinu að príla á sér og þefa og er voða forvitin um hana yfirleitt. Ég er voða kát með þessa þróun, því Chiquita er óneitanlega í sambærilegri stærð og Eplið er á þessu stigi, og hún getur verið staðgengill fyrir gotsystkini.
Hér á bæ eru allir sofandi nema ég. Ég vaknaði kl. 5:30 í morgun, við, tja, ÞÖGN. Ég sem sef alltaf með sjónvarpið í gangi fann ónotalega fyrir þessari þögn. Í ljós kom að myndlampinn er búinn í sjónvarpinu og allt orðið svart. Nú þarf ég að finna verslun sem selur þessar perur, því sjónvarpið mitt er svona "framvarpandi skjávarpi", ekki eiginlegur myndlampi í hefðbundnum skilningi, þar á ferð. Vonandi tekst mér að finna þessa peru í dag. Það sem meira er að ég voni að upplýsingarnar frá sölumanninum í sjónvarpsbúðinni, standist, og að þessar perur séu langt um ódýrari en þær sem fara í venjulega skjávarpa! Annars er ég í vondum málum! Vitlausramannahelgin í hættu og tilhugsunin um sjónvarpsleysi er alveg hræðileg á þessu heimili.
Jæja, farin að leita að þessari peru!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.7.2007 | 19:20
Hvað gerir maður við.....
....6 ára gutta sem stelur? Ég var í vandræðum í morgun með minn yngsta, því hann var svo flóttalegur þegar hann tilkynnti mér í morgun að hann ætlaði út. Ég sagði stopp við hann, að hann ætti að bíða, skoðaði hann vel og vandlega og sá skrifað utan á honum að ekki var allt með felldu. Hann var ekkert með í vösum, en svo leit ég fram í forstofuna og sá 500 kr. seðil liggjandi þar á gólfinu. Kauði hafði ekki haft tíma til að fela fenginn sinn. Ég fór með peninginn í veskið mitt og viti menn, drengurinn hafði tæmt úr peningaveskinu mínu og skilið eftir tvo 500 kalla, en 3500 kr. til viðbótar voru horfnir.
Þegar ég spurði hann hvar restin væri, þóttist hann ekkert vita. "Ha, hinir peningarnir?" "Ég veit ekki" og þóttist leita í tómum vösunum sínum. Ég var reið og sagði að hann vissi nákvæmlega hvað hann hefði gert við þá, hananú og hvar eru þeir! Reyndust þeir vera komnir ofan í nýja baukinn hans, og við ekki með lykil. Matarpeningarnir mínir komnir í baukinn! Úff, nú voru góð ráð dýr. Hann var settur í straff og rætt var við hann um alvarleika málsins. "Þetta er ljótt og ef þú heldur áfram að stela verða allir reiðir við þig og þú gætir jafnvel lent í fangelsi". Ekki virtist hann skilja það almennilega. En hann hefur átt voða erfitt í dag, að mega ekki fara út að leika sér. Hann kom til mín og baðst fyrirgefningar, ég spurði hann hvað myndi virka til að hann myndi ekki gera svona aftur? Rasskelling eða lögreglan? Hann var ekki viss, hélt að rassskelling myndi allavega ekki virka á sig. Ég fyrirgaf honum eftir að hafa útskýrt fyrir honum að ef þetta kæmi fyrir aftur, hvort sem það væri dót, peningar, frá mér eða öðrum, þá yrði straffið enn lengra og ég yrði enn reiðari.
Greyið litla er búinn að vera eins og ljós í mestallan dag. Við erum búin að púsla saman og sinna hvolpinum. Hann er búinn að vera skömmustulegur, langar rosalega út að leika, en fær ekki. Þetta er búið að vera hálf erfiður dagur. En ég spyr aftur, hvað gerir maður við 6 ára stelibófa? Hvernig kem ég honum í skilning um að það sé ljótt að stela? Ég veit að flest börn gera eitthvað svona einu sinni, sérstaklega á þessum aldri, en ég vil fyrir alla muni komast fyrir það að þetta verði eitthvað vandamál.
Ég náði peningnum upp úr bauknum hans, með skrúfjárni, sem betur fer er baukurinn heill eftir sem áður. Skyr og brauð var í matinn hér, ég hafði ekki orku í eldamennsku eftir þennan dag.
Nýr dagur á morgun. Vonandi verður engillinn minn áfram engill þá.
Góðar stundir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.7.2007 | 23:39
OJJ! Silíkondrasl!!!
Já, ef ég kynni að teikna, myndi ég teikna mynd af ungabarni að fúlsa við brjósti og segja þetta: "Ojj, sílíkondrasl!! Þessi ímynd spratt upp í kollinum á mér þegar vinkona mín kíkti í heimsókn og var að lýsa því hvernig nýfædda barnið hennar lætur gagnvart snuði, sem það vill enganveginn og vill bara fá að hanga á brjóstinu 24/7! Hún fann loksins snuð í dag sem barnið sætti sig við, en var sennilega búin að kaupa allflestar tegundir sem til eru á markaðnum, í von um að sefa barnið og geta klárað eitthvað af því sem þarf að gera, án þess að vera með barnið endalaust á brjóstinu, sofandi.
Ég sprakk úr hlátri þegar mér datt þetta í hug, og sagði henni svo frá. Hún hló líka og sagðist óska þess stundum að hennar væru með sílíkoni í og að barnið vildi láta þau í friði, þó það væri ekki nema í smástund! Sem betur fer held ég að sílíkon hafi ekki áhrif á móðurmjólk, og getu móður til að framleiða mjólk, þó að þessir aðskotahlutir séu fyrir hendi í brjóstunum. En samt. Alltaf gaman að spauga.
Ætli ég reyni ekki að fá hæfileikaríka unglinginn minn til að teikna þessa skopmynd fyrir mig á endanum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.7.2007 | 15:10
Naglasúpan góða...
.... Þar sem mánaðarmótin nálgast, er farið að tæmast allt matarkyns úr ísskápnum mínum. Áðan tók ég mig til og bjó barasta til hina bestu naglasúpu og sit hér að gæða mér á herlegheitunum. Í súpuna fór: einn blómkálshaus, eitt brokkolíbúnt, tvær stórar kartöflur, tvær nýjar íslenskar gulrætur, fjórir súputeningar og slurkur af áfengislausu hvítvíni. Ég bjó til kraftinn í einum potti, og smjórbollu í annan stærri, bakaði síðan upp kraftinn í bollunni. Bætti öllu grænmetinu gróft skornu út í og kryddaði með hvítvíninu, chilipipar og sítrónupipar. Sleppti við naglann sjálfan í þetta skiptið og lét krauma í smástund og núna er ég að njóta þessa, nammi namm. Þetta verður maturinn í kvöld, með ristuðu brauði eða öðru brauðmeti. Ekki slæmt.
Í gær var ég svo útsjónarsöm að búa til amerískar pönnukökur, spælegg, lítil hamborgarabuff sem passa í pönnukökurnar og svo steikti ég lauk og sveppi saman. Þetta var bara hin besta óhollustumáltíð sem um getur. Svo var slurkað sírópi yfir og allir voru kátir með sitt.
Það er bara þannig að stundum er hundleiðinlegt að elda, ég hreinlega nenni því ekki alltaf. En svo kem ég sjálfri mér á óvart, þegar síst skyldi, og bara læt mér detta eitthvað nýtt í hug og læt verða af því. Þá er virkilega gaman að elda og þar sem ég er matmanneskja mikil, þá finnst mér líka gaman að borða. Núna er ég blönk, þannig séð, og verð að reyna að finna til það sem til er á heimilinu og gera mat úr því, því að börnin mín eiga ekki að vera svöng.
Ég veit af fólki sem á ekki fyrir mat, seinni helming mánaðarins, í hverjum mánuði. Það er virkilega sorglegt að verða vitni að því að börnin á því heimili geta ekki borðað hjá t.d. mér, afþví að magamálið þeirra er orðið svo lítið að þau rúma nánast engan mat lengur! Þó mig langi til að hjálpa, þá get ég það ekki og þó ég geti það stundum, t.d. með peningagjöf eða matargjöf, þá er það bara eins og plástur á meinið og læknar akkúrat ekki neitt. Vandinn er óleystur samt sem áður. Það er óbærilegt að verða vitni af því að fólk bara gefst upp. Sættir sig við bláfátækt og hefur sig ekki í það að berjast. Ég get ekki gert það fyrir þetta fólk, því miður, ég á nóg með mig sjálfa. Maður verður bara að nota secretið á þetta. Allavega að benda fólkinu sem um ræðir að horfa á secretið, það er lágmark!
En í dag er naglasúpa á boðstólum, og bara rosalega góð súpa, þó ég segi sjálf frá.
Bon Appetit!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Bjarndís Helena Mitchell
Tenglar
Tenglar
- MPG-CAP, eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eða dísel á allar vélategundir!
- http://www.svartskeggs.com
- http://www.hrfi.is
- http://www.kennel-savali.info
- http://www.hundaspjall.is
- http://www.giant.bloggar.is
- http://www.mitchell.is
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar