18.5.2008 | 10:39
Sunnudagsstolt og ný vika í vændum....
Sunnudagsmorgun er runninn upp. Mikið er gott að fá smá hvíld, þó ég hafi haft nóg að gera og ekki komist lengra en eldhúsið í vorhreingerningunni minni, ennþá. Svali minn er orðinn sköllóttur, ég byrjaði á að reyta af honum feld í eins og einn og hálfan kodda á fimmtudaginn. Svo í gær áttum við tíma hjá hundasnyrtinum okkar og þar eyddum við 4 tímum í viðbót í að klára, jafna og fínisera kappann og frá féllu hár upp á annan kodda til. Þó að hann sé orðinn sköllóttur þá er hann orðinn stórglæsilegur núna. Enda var hann orðinn kafloðinn og ófrýnilegur að sjá. Núna er hann að verða klár í flugið sitt til Englands. Hann verður sýndur þar á tveimur sýningum í júní og júlí, og vona ég að honum eigi eftir að ganga mjög vel þar.
Á föstudaginn fór litli sjálfstæðismaðurinn minn á sitt fyrsta sundmót. Hann er að æfa sund. Greyið litla var bara skráður í einn riðil, sem var svo allra síðasti riðillinn þann daginn. Ég var svo stolt af honum og hversu stilltir hann og félagar hans voru að bíða rólegir allt mótið þangað til að komið var að þeim. Þeir áttu hrós skilið fyrir það. Svo keppti minn gaur í 100m skriðsundi, synti eins og herforingi og var lang fyrstur í mark. Góðvinur hans og félagi var svo í öðru sæti. Ekki leiðinlegt það. Hann uppskar þátttökupening, frisbídisk og miða í bíó í verðlaun.
Í dag fer ég svo í vinnu. Ein af frestuðu kynningunum mínum datt aftur inn, þannig að fríið mitt fer í pásu á meðan. Núna er bara að finna út úr því hvernig litli kútur kemst í bíó, og hver fer með honum, því ekki verður það ég, því miður. Í næstu viku ætla ég að taka mér smá frí líka, og halda áfram þaðan sem frá var horfið hér heima. Ekki veitir af.
Hafið það náðugt og gott um helgina
Um bloggið
Bjarndís Helena Mitchell
Tenglar
Tenglar
- MPG-CAP, eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eða dísel á allar vélategundir!
- http://www.svartskeggs.com
- http://www.hrfi.is
- http://www.kennel-savali.info
- http://www.hundaspjall.is
- http://www.giant.bloggar.is
- http://www.mitchell.is
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til lukku með guttann. Fáum við ekki mynd af Svala áður en hann fer erlendis ?? hafðu það got elskuleg.
Ásdís Sigurðardóttir, 18.5.2008 kl. 11:03
Til hamingju með guttann.
Fær Svali að koma heim aftur?
Gunnar Helgi Eysteinsson, 18.5.2008 kl. 11:04
Ásdís, jú, ætli ég verði ekki að smella af honum nokkrum góðum myndum, áður en hann fer.
Gunnar, Nei, Svali er að fara alfarinn til Englands. Við munum sakna hans, en hann ætlar að brillera á sýningum þarna úti og nýtast betur til undaneldis, þar sem hér vantar í raun tíkur til að para hann við. Afríka mín virðist ekki ætla að koma með þetta með honum.
Bjarndís Helena Mitchell, 18.5.2008 kl. 11:52
Sorglegt
Gunnar Helgi Eysteinsson, 18.5.2008 kl. 11:59
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.5.2008 kl. 18:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.