Árshátíð, skemmtun og áfall.....

Já, það var gaman á Hótel Rangá um helgina, góður matur (þó hann hafi verið af skornum skammti), góður félagsskapur og skemmtilegur trúbador að skemmta okkur um kvöldið. Ég dansaði og söng og skemmti mér konunglega með vinnufélögum mínum.

En morguninn eftir vaknaði ég við vondan draum. Eldri strákarnir mínir hringdu í mig í ofboði, litli sjálfstæðismaðurinn minn var í andnauð og gat ekki talað. Ég sagði þeim að hringja í neyðarlínuna, sem þeir gerðu, og svo var ég bara í ástandi það sem eftir var dagsins, í símanum að fá fréttir, að reyna að koma mér sem fyrst í bæinn og ég verð að viðurkenna að allir stóðu með mér í því að flýta fyrir rútunni að sækja okkur og gerðu allt sem í sínu valdi stóð til að aðstoða. Þetta er yndislegasta fyrirtæki allir sem einn, get ekki annað en hrósað þeim fyrir stuðninginn. Komst ég í bæinn allavega klukkutíma fyrr en áætlað hafði verið.

Sjúkrabíllinn og lögreglan komu og reyndu fyrst að hjálpa drengnum að ná andanum, gáfu honum adrenalín, ventólín og súrefni. Brunuðu með hann á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og þar stumruðu yfir honum læknar og hjúkrunarfræðingar. Ég gat gefið þeim grunnupplýsingar símleiðis, og útilokað var bráðaofnæmi, o.fl. Þegar hann hafði fengið stera í æð og bólgueyðandi, var hann farinn að ná andanum betur, og tekin var sú ákvörðun að senda hann með sjúkrabílnum, með sírenur vælandi, á bráðamóttöku barna.  Þar fékk hann sýklalyf í æð, og fleiri stera og meiri lyf og var hann ótrúlega fljótur að jafna sig drengurinn. Blóðprufur gáfu ekki annað til kynna en að um vírus væri að ræða. Var sjúkdómsgreiningin þá andnauð af völdum bráðabarkabólgu, af völdum vírussýkingar. Héldu þau honum á spítalanum fram eftir degi og var hann stabíll þegar ég kom loksins á spítalann til hans. Þar var ég hjá honum, ásamt elsta syni mínum þangað til að hann fékk síðasta sýklalyfjaskammtinn í æð og hann útskrifaðist með 3 daga sterakúr um kvöldið. 

Ég get svarið það að strákarnir mínir eru mér allt, þeir eru hetjur að bregðast svona hratt og rétt við og ég gæti ekki afborið það ef það hefði farið á verri veg en gerði.  

Núna er litli sjálfstæðismaðurinn minn, 7 ára, fúll afþví hann fékk ekki að fara í skólann í morgun og þó að sólin skíni úti þá fær hann ekki að fara út að leika sér. Um leið og það er bannað finnst honum ekkert gaman að hanga heima. Ég þarf að leggja hausinn í bleyti til að finna dundur sem hann getur skemmt sér við næstu daga.

Ég ætla að reyna að jafna mig á taugatitringnum, enda sjaldgæft að ég skreppi frá í heilan sólarhring og þetta var í fyrsta skiptið þar sem enginn fullorðinn var til að líta eftir þeim á meðan. Spurning hvort að ég leggi í það aftur nokkurn tímann, það er heila spurningin. Mér finnst þetta hafa verið alveg týpísk uppákoma og alveg eftir bókinni að gefa mér vænt samviskubit yfir að hafa farið að skemmta mér.......yfir heila nótt....

Farið vel með ykkur og passið ykkur á þessum skæðu vírusum sem eru í gangi þessa dagana, þeir eru grimmir svo mikið er víst.Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

óhugnanlegt en gott allt fór vel 

Gunnar Helgi Eysteinsson, 25.2.2008 kl. 16:00

2 Smámynd: Ragnheiður

Ó mæ God...Þarna hefur hurð skollið nærri hælum. Rosalega voru þeir klárir guttarnir....Knús á þig

Ragnheiður , 25.2.2008 kl. 17:00

3 identicon

Vá, það er meiri hasarinn hjá þér að venju Baddý mín, það var nú gott að hann er að braggast og verði í lagi. Knús á ykkur öll

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 17:43

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Úff!! ég var komin með hnút í magann við lestur færslunnar. Eins gott að allt endaði vel Baddý mín, þú getur verið stolt af eldri strákunum þínum

Huld S. Ringsted, 25.2.2008 kl. 19:58

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Elsku Baddý, þetta hefur verið hrikalega erfitt, aumingja litli snáðinn og ÞÚ, svona langt í burtu, hræðilega erfitt.  Verst símtöl sem ég hef fengið í gegnum tíðina, eru vegna veikinda eða slysa á börnum mínum, það eru aðstæður sem maður vill forðast, en maður ræður engu.  Strákarnir þínir eru greinilega hetjur og brugðust rétt við.  SKiptir öllu á ögurstundu.  Sendi þeim hrós  og þér  líka vina mín.  InLove

Ásdís Sigurðardóttir, 25.2.2008 kl. 20:06

6 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Já ég er svo sannarlega stolt af báðum unglingunum mínum, en fyrir þá sem ekki vita, þá eru þeir 15 og 17 ára. Eins er ég stolt af litla kút, sem þrátt fyrir allt stóð sig svo vel og vældi ekki þó að verið var að stinga hann og pína. Miðað við þetta, þá ætti ég að geta treyst þeim fyrir litla bróður sínum, en ég vildi samt ekki leggja svona lagað á þá, eða nokkurn, nokkurntímann. 

Litli kútur er enn með hita, hann fer ekki neitt á næstunni, svo mikið er víst. En hann er að koma til sjálfs síns smátt og smátt.

Takk fyrir kveðjurnar

Bjarndís Helena Mitchell, 25.2.2008 kl. 20:28

7 identicon

Allt er gott sem endar vel

Guðrún B. (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 22:59

8 Smámynd: Ásta María H Jensen

Guð minn góður ég á ekki orð, það er ekki það sem móðir vill að vera frá þegar svona aðstæður koma. Ég skil að þér hefur liðið illa á leiðinni heim, púff ég má ekki hugsa til þess að það komi neitt fyrir Fannar.. Duglegir strákarnir að taka af skarið og þeir hafa lært það af skynsömum foreldrum.

Ásta María H Jensen, 26.2.2008 kl. 22:09

9 Smámynd: Ella mannvera Ronja Chihuahua og Lilo Boxer/Labrador

Duglegi drengirni þínir, eru nú margir sem ekki myndu gera allt rétt á svona ögurstundum. Gott klapp á bakið frá mér til allra strákanna, hetjur í mínum bókum

Ella mannvera Ronja Chihuahua og Lilo Boxer/Labrador, 27.2.2008 kl. 13:42

10 Smámynd: Fishandchips

Alveg týpisk, fyrir mömmur. Þá sjaldan sem við fáum að skemmta okkur barnlausar.

 Ekki skemmtileg uppákoma fyrir þig, elsku vina. En er þetta ekki bara skipulagður skæruhernaður? Mömmur eiga að vera heima og sinna börnunum., alls ekki mömmulegt að fara út  að skemmta sér. Sumir verða afbrýðissamir...

Fishandchips, 1.3.2008 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjarndís Helena Mitchell

Höfundur

Bjarndís Helena Mitchell
Bjarndís Helena Mitchell
Hundadellukerling með meiru. Þetta meira er t.d. börnin mín og fjölskylda, vinnan, vinirnir og svo framvegis.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Gleðileg jól 2009
  • Gleðileg jól 2009
  • ...010_764018
  • ...030
  • ...024_764016

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 34035

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband