London, fjör og hvolpaskott....

Góðan daginn góðir hálsar.

Þá er ég að lenda loksins eftir helgarferðina til London. Þar var sko fjör. Við íslendingarnir hirtum öll verðlaunin og viðurkenningarnar á ráðstefnunni, hinir fengu líka smá, en samt....

Þetta varð til þess að enginn gat farið neitt frá hópnum, skroppið á snyrtinguna eða á barinn, því þá var maður gripinn og spurður spjörunum úr næsta hálftímann í það minnsta. Það er alveg hægt að verða hrokafullur við svona móttökum, en við erum sem betur fer flest bara gott fólk og gáfum af okkur vel og víða. Enda okkar hópur allur bara gott fólk og elskulegt. Annað dugar ekki til.

Þetta var gaman og fórum við stelpurnar á laugardagskvöldinu inn í miðborgina, út að borða og löbbuðum um svæðið í smá tíma. Æðislegt! Ég fékk náttúrulega bara svona nostalgíu kast, þar sem ég bjó í London og vann í miðborginni þegar ég var ung. Löng saga...........

Svo kom ég heim, einu viðskiptatækifærinu ríkari líka........Hehe, nóg að gera og gaman að því. Segi kannski nánar frá því í annari færslu, þetta er allavega spennandi vara og tækifæri, ég þarf að kynna mér það aðeins betur áður en ég fer að blasta því á netið.....Wink

Ég náði að sofa í allt um 6 klt frá nóttinni áður en ég fór út, þangað til ég kom heim mánudagsmorguninn. Ég get svarið það að ég ætlaði ekki að geta vaknað til að mæta á fund í gærmorgun! Sama sagan í morgun þegar ég átti að vakna til að koma strákunum í skólann, ég hreinlega svaf yfir mig! Blush

Tröllatrúar Balí Blaka kom til baka til okkar á föstudagskvöldinu, (ég var komin út) og í gærkvöldi fékk hún nýtt heimili hjá yndislegri konu sem missti hundinn sinn fyrir rúmri viku síðan. Mikið skil ég hana vel að geta ekki hugsað sér lífið hundlaust. Vona ég að núna sé Balí lent á sínu framtíðarheimili og að þær eigi eftir að eiga góðar stundir saman. Hún er allavega hjá drauma eigandanum, ég gat ekki fundið neinn ókost við konuna, bara jákvæða punkta og hún smellpassaði við lýsinguna á óskaeigandanum fyrir dömuna, samkvæmt hvolpaskapgerðarmatinu. Þetta verður bara lúxuslíf á stelpunni. Vil ég óska þeim báðum til hamingju með hvora aðra.

Jæja, nú þarf ég að fara að taka upp úr töskunum, bóka mig, skipuleggja mig og kynna mér betur nýja tækifærið, ásamt því að kíkja bloggrúntinn allavega smátt og smátt eftir tíma og getu.

Vonandi hafið þið það sem best elskurnar

Peace Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Til hamingju með vellukkaða ferð til London  Ég hefði nú alveg viljað vera þarna með ykkur,greinilega frábær hópur  Hef ekki enn komist að því við hvað þú starfar  Hafðu það áfram sem allra best Baddý mín

Katrín Ósk Adamsdóttir, 19.2.2008 kl. 16:52

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þú ert ábyggilega búinn að taka fullt af myndum.... ég er forvitin

Gunnar Helgi Eysteinsson, 19.2.2008 kl. 17:58

3 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Ég gleymdi myndavélinni heima, aulinn ég. Engar myndir, því miður. Kata, ég skal segja þér hvað ég geri við tækifæri Við þurfum að fara að hittast bara, svei mér þá!

Bjarndís Helena Mitchell, 19.2.2008 kl. 18:13

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Til hamingju með ykkur Íslendingana þarna úti, frábært hjá ykkur! London er æðisleg borg og auðvelt að sleppa því að sofa þegar að maður er þar

Ég er búin að koma út hvolpinum sem ég fékk til baka.

Huld S. Ringsted, 19.2.2008 kl. 18:56

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Til hamingju með ykkur Íslendingana þarna úti, frábært hjá ykkur!  London er æðisleg borg og auðvelt að sleppa því að sofa þegar að maður er þar

Ég er búin að koma út hvolpinum sem ég fékk til baka. 

Huld S. Ringsted, 19.2.2008 kl. 18:56

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ekki veit ég hvernig þetta skeðI???  ég ýtti bara einu sinni á "senda"

Huld S. Ringsted, 19.2.2008 kl. 18:58

7 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

 Baddý ! Ætlaði að vera búin að sega þér að ég keypti tölvuna fyrir drenginn minn í Kísildal  Hefði ekki vitað af þessari búð ef þú hefðir ekki minnst á hana,mjög góð og persónuleg þjónusta þarna

Katrín Ósk Adamsdóttir, 19.2.2008 kl. 19:33

8 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Huld, flott að lillemann sé kominn á gott heimili, til hamingju með það. Kata, vonandi er strákurinn þinn jafn ánægður með tölvuna sína og minn er með sína. Ég gæti ekki verið sáttari.

Bjarndís Helena Mitchell, 19.2.2008 kl. 19:57

9 identicon

Takk fyrir helgina dúllan mín. Þetta var hrikalega gaman.

Sjáumst vonandi fljótlega.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 22:06

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Alltaf stuð í London, ég ætla að skreppa í vor og heimsækja frumburðinn, hún verður 30 ára í maí.  Gott að heyra af hundinum, sú á eftir að njóta sín heyrist mér á lýsingunni.  Hafðu það gott mín kæra og ekki vinna yfir sig. Sofa líka smá 

Ásdís Sigurðardóttir, 19.2.2008 kl. 22:27

11 Smámynd: Ásta María H Jensen

Velkomin heim  og til hamingju með árangurinn Íslendingar

Ásta María H Jensen, 21.2.2008 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjarndís Helena Mitchell

Höfundur

Bjarndís Helena Mitchell
Bjarndís Helena Mitchell
Hundadellukerling með meiru. Þetta meira er t.d. börnin mín og fjölskylda, vinnan, vinirnir og svo framvegis.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Gleðileg jól 2009
  • Gleðileg jól 2009
  • ...010_764018
  • ...030
  • ...024_764016

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband