30.1.2008 | 17:36
Hvolpatímabilinu að ljúka................
Já, hér er búið að vera mikið um að vera undanfarið. Hvolparnir eru allir lofaðir, og fyrsti verður sóttur núna á eftir. Ég er voða sátt við nýju eigendurna á þessum skottum, held að það hafi parast saman réttu einstaklingarnir við rétta hvolpinn. Það er munur að hafa svona skapgerðarmat til hliðsjónar, ég get ekki neitað því.
Á manudaginn voru tíkurnar báðar lofaðar, og fá þær fyrirmyndarheimili, líkt og rakkarnir og er ég voða fegin að Balí Blaka fær sína "mömmu" út af fyrir sig. Ég vona bara og óska að allir eigi gott og hamingjuríkt líf í vændum, og að sjálfsögðu að ég fái að fylgjast svolítið með líka. Býð allavega fram aðstoð mína og ráðleggingar upp á framtíðina.
Ögnin eða réttara sagt Sólin fær að vera áfram hjá okkur um sinn, þar sem nýju eigendur hennar eru að fara erlendis, þannig að ég fæ ekki alvarlegt "hvolpaleysisáfall" alveg strax.
Gestagangurinn er líka búinn að vera mikill núna, aldrei þessu vant, bara gaman að því.
Ég er að reyna að setja mig í gírinn og fara að vinna eitthvað, hvolpafæðingarorlofinu mínu fer senn að ljúka og "lífið" tekur við á ný. Þetta er líka að verða gott núna .
Hafið það sem best, ég hef svo fátt að segja núna. Meira seinna.
Um bloggið
Bjarndís Helena Mitchell
Tenglar
Tenglar
- MPG-CAP, eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eða dísel á allar vélategundir!
- http://www.svartskeggs.com
- http://www.hrfi.is
- http://www.kennel-savali.info
- http://www.hundaspjall.is
- http://www.giant.bloggar.is
- http://www.mitchell.is
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 34035
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvolpa krúttin þín eru semsagt á leiðinni á ný heimili, vona að þeim vegni öllum vel, en ósköp held ég að þetta sé erfitt fyrir þig.
Ásdís Sigurðardóttir, 31.1.2008 kl. 00:53
Frábært að allir hvolparnir hafi fengið ný heimili. Vona innilega að þeim eigi eftir að vegna vel og blómstra eins og þau eiga skilið, litlu krúttin. Gangi ykkur svo vel að aðlagast hvolpaleysinu, það verður eflaust svolítið skrýtið og einmannalegt fyrst til að byrja með.
Kær kveðja úr Grafarvoginum.
Nína Margrét (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 16:06
Gunnar Helgi Eysteinsson, 31.1.2008 kl. 18:40
Finnst þér ekkert erfitt þegar þeir fara? það var eins og væri verið að rífa úr mér hjartað þegar mínir hvolpar fóru og ennþá hugsa ég til þeirra með söknuði
Huld S. Ringsted, 31.1.2008 kl. 19:59
Jú, þetta er erfitt, en ég hugga mig við það að þau fá góð heimili og ég vona að ég fái að fylgjast með í framtíðinni.
Bjarndís Helena Mitchell, 1.2.2008 kl. 19:23
Þeir eru rassgöt .. mig langar í ögnina En hún er seld..
Guðrún B. (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 02:30
Var það ekki annars tíkin þín sem tók kettlingana í fóstur. Allavega í Kef.
Fishandchips, 7.2.2008 kl. 00:23
Bara kíkja og kvitta. Jæja þá kemur pása á hvolpum þar til næst
Ásta María H Jensen, 7.2.2008 kl. 12:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.