25.1.2008 | 01:00
Flottir hvolpar!!
Ég verð að endurtaka auglýsinguna mína einu sinni enn. Þið verðið að fyrirgefa, en ég veit að fæst ykkar eru í hundahugleiðingum. Þau eru bara svo mikil krútt að ég bara verð, en hér kemur nýjasta auglýsingin:
Yndislegir svartir Miniature Schnauzer hvolpar til sölu. Ættbókarfærðir hjá HRFÍ, tilbúnir til afhendingar von bráðar. Hvolparnir afhendast, heilsufarsskoðaðir, bólusettir, ormahreinsaðir, örmerktir, umhverfisþjálfaðir og snyrtir. Hverjum hvolpi fylgir líf og sjúkdómatrygging fyrsta árið og snyrting á stofu um 4ra mánaða aldurinn. Allir hvolparnir eru búnir að fara í hvolpaskapgerðarmat. Uppl. s: 587 6466 / 898 8567 eða bjarndis@eldamennska.is
Einnig fylgir hverjum hvolpi upplýsingamappa, með niðurstöðum úr hvolpaskapgerðarmatinu, ásamt fullt af öðrum nytsamlegum upplýsingum um tegundina og umhirðu hennar.





Um bloggið
Bjarndís Helena Mitchell
Tenglar
Tenglar
- MPG-CAP, eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eða dísel á allar vélategundir!
- http://www.svartskeggs.com
- http://www.hrfi.is
- http://www.kennel-savali.info
- http://www.hundaspjall.is
- http://www.giant.bloggar.is
- http://www.mitchell.is
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Krúttin.... en við erum víst meira fyrir ketti. Gæti sagt þér margar sögur um Mikka og bfm.
Takk fyrir öll commentin

Fishandchips, 25.1.2008 kl. 01:07
Oooo ertu ekki búin að selja einhverja þeirra ? meiri rúsínurnar sem þau eru, ég er langt í frá læknuð af því að langa í svona hvutta
Ragnheiður , 25.1.2008 kl. 01:08
Jú reyndar er einn pantaður, en ég er líka búin að neita nokkrum um hvolp. Ég mun aldrei selja hvolp til hvolpaframleiðslu, og ekki til óábyrgra aðila heldur. Kannski er ég erfið en mér er annt um þessar elskur og vil bara góð framtíðarheimili fyrir þau. Enda læt ég gera allt sem hægt er og læt fylgja allt sem ég get með til að tryggja þeim gott start út í lífið. Hvolpaskapgerðarmatið er líka snilldartæki sem hjálpar mér að para saman réttu einstaklingana við rétta fólkið og öfugt. Þetta eru spennandi tímar núna..
Bjarndís Helena Mitchell, 25.1.2008 kl. 01:20
Þá er það milljón dollara spurningin hehe myndirðu þá selja mér hvolp ?
Ragnheiður , 25.1.2008 kl. 01:51
Hehehe, afhverju ekki? Ég tel þig vera fyrirmyndar hundaeiganda, það sem ég hef séð allavega. Ekki sakar að fleiri ferfætlingar eru á heimilinu hjá þér, í góðu atlæti, sem eru þá líka góður félagsskapur fyrir hvolpaskott.
Bjarndís Helena Mitchell, 25.1.2008 kl. 01:58
Hehe já
Mér dettur oft í hug konan sem var skömmuð fyrir að dekra hundinn meira en krakkana. Hún sneri sér að viðkomandi og benti kurteislega á að hundurinn ætti ekki að verða að manni.
Mínir eru óttalegir dekurrassar. Pabbi segir að ég muni áreiðanlega alltaf eiga hund fyrst ég byrjaði á því. Hann er enginn sérlegur dýravinur en hann elskar hvuttana mína og þeir hann
Ragnheiður , 25.1.2008 kl. 17:43
Þeir eru lang fallegastur, væri sko til en svona er að vera í blokk. Gangi þér vel að koma þeim á góð heimili.
Ásdís Sigurðardóttir, 25.1.2008 kl. 21:21
Knús
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 21:45
Gunnar Helgi Eysteinsson, 25.1.2008 kl. 23:19
Þeir eru alltaf sætastir, og maður kiknar í hnjánum að fá sér einn.
Ásta María H Jensen, 26.1.2008 kl. 00:24
Ótrúleg krútt. Ég hef þó lært af reynslu að það þýðir ekkert fyrir mig að vera með fleiri hunda en Vidda vitleysing. Hans litla órólega hjarta þolir það ekki. Og þar af leiðandi mitt ekki heldur. Gangi þér vel að finna hvolpunum heimili.
Jóna Á. Gísladóttir, 26.1.2008 kl. 01:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.