16.1.2008 | 12:37
Erlendir erinddrekar, snjór og ferðalög...
Góðan daginn allir. hér er margt og mikið að gerast og spennandi tímar framundan. Byrjum á hundunum. Núna á næstu dögum mun bætast í fjölskylduna mína enn ein tíkin. Um er að ræða hvolpaskott, Miniature Schnauzer í litaafbrigðinu svart og silfur. Þar sem Afríka og Chiquita eru að leggja módelstörfin á hilluna, þá verð ég að hafa eina svona til að sýna.
Næstu helgi verður sérsýning Schauzerdeildar HRFÍ, í Gusti. Sýningin byrjar kl. 10 á laugardaginn og lýkur um kl 16 - 17 leytið. Þar sem enginn hundur frá mér verður sýndur var ég beðin um að sækja dómarann á flugvöllinn og koma henni á hótelið. Ég verð að viðurkenna að mér er það sönn ánægja að fá að gera þetta, og hlakka bara til.
Hvolparnir dafna og umhverfisþjálfunin gengur bara vel. Í dag vonast ég til að fara með þau í bílinn og leyfa þeim að upplifa smá rúnt, einn hring í götunni hér. Þau eru búin að kynnast ryksugunni aðeins og rakvélinni á snyrtiborðinu, og ég verð að viðurkenna að þetta svínvirkar, þau hræðast ekki svo glatt lengur, nýja hluti með hávaða og læti. Það er bara gott. Í gær fengu þau að skoða aðeins snjóinn, en hann var kaldur þannig að ég var ekkert að láta þau ílengjast á pallinum neitt lengi. Bara þefa og standa aðeins á þessu blauta kalda teppi. Í dag ætla ég að lengja tímann aðeins og reyna að fara með allan hópinn út í einu. Svo í bíltúr. Á sunnudaginn fara þau svo öll, vona ég, í hvolpaskapgerðarmatið sitt. Það verður fróðlegt að sjá hvernig gotið allt kemur út, þau eru nefnilega mismunandi karakterar og ég vænti þess að niðurstöðurnar verði ekki eins hjá þeim öllum.
Svo er það gamanið. Á laugardaginn verður gleði með Schnauzerdeildinni, að sýningu lokinni og ætla ég að mæta. Borða eðalmat og hafa gaman af að tala um uppáhaldið mitt, hundana mína og annarra.
Svo þarf ég að fara að hrista af mér slenið, stytta hvolpafæðingarorlofið mitt og fara af stað að vinna, allavega smá. Það er nefnilega rallý í London í febrúar, og ég vil ekki missa af því. Það verður fjör. Nei, ég er sko ekki af baki dottin, svo mikið er víst. Nóg að gera, fullt af fjöri, allt að ske. Bara gaman að því....
Um bloggið
Bjarndís Helena Mitchell
Tenglar
Tenglar
- MPG-CAP, eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eða dísel á allar vélategundir!
- http://www.svartskeggs.com
- http://www.hrfi.is
- http://www.kennel-savali.info
- http://www.hundaspjall.is
- http://www.giant.bloggar.is
- http://www.mitchell.is
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 34035
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gunnar Helgi Eysteinsson, 16.1.2008 kl. 12:43
Ótrúlega falleg dýr Krummi var að hrekkja mína stráka áðan...þeim finnst glatað að geta ekki náð í krummaskömmina sem krunkar bara á þá og hlær.
Ragnheiður , 16.1.2008 kl. 13:06
Hrikalega fallegir hvolparnir! En umhverfisþjálfun? er einhvers staðar hægt að lesa sér til um svoleiðis?
Huld S. Ringsted, 16.1.2008 kl. 14:07
Rosalega gaman af þessu held ég. En hvernig rally ertu að tala um? góða skemmtun á hundasýningunni um helgina.
Ásdís Sigurðardóttir, 16.1.2008 kl. 14:26
Huld: Ég er búin að týna link sem ég var með í tölvunni, um þetta. En ég fór á fyrirlestur í sumar, sem fjallaði um þetta og kom með nokkurskonar uppskrift að umhverfisþjálfun frá fæðingu hvolpa. Það er mjög mikilvægt að hvolpar kynnist og venjist, í það minnsta venjulegu heimilislífi, heyri hljóð, finni mun á gólfefnum og jarðvegi, bleytu, hreyfingu o.sv.frv. eins mikið og margvíslegu og þau þola. En það á aldrei að fara of geyst eða ganga fram af hvolpum heldur. Þetta gerir svo mikið fyrir þau, að þau hræðist ekki allt og alla og nái sjálfstæði og frumkvæðni. Það er líka talið að ónæmiskerfið styrkist ásamt skapgerðinni við þetta. Blindrahundar t.d. fara í gegn um svona frá fæðingu, og þeir byrja í skipulegri þjálfun um 6 vikna aldurinn. Ef byrjað er seinna, er talið að þeir geti ekki orðið góðir blindrahundar, einhverra hluta vegna.
Ásdís: Rallýið er svona sölumanna glens og gaman, fyrir evrópudeildina í vinnunni minni. Bara spennandi og gaman, ekki kappakstur Ég hlakka mikið til.
Bjarndís Helena Mitchell, 16.1.2008 kl. 14:40
Spennó að heyra um nýju tíkina! Er það Svartaskeggs tík?
Íris Fríða , 16.1.2008 kl. 18:00
Íris Fríða: já, hún er þaðan.
Bjarndís Helena Mitchell, 17.1.2008 kl. 00:39
Sætir voffar og frábært að heyra að það er bara fjör framundan hjá þér
knús...
Bjarney Hallgrímsdóttir, 17.1.2008 kl. 20:38
Dúllurnar Það hlítur að vera meiriháttar að eiga svona marga Shnauzera
Ásta María H Jensen, 18.1.2008 kl. 08:32
Dúllurassgöt. Algjörlega.
Sjáumst fljótlega skvísa
Guðrún B. (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 18:12
Dúllurnar í snjónum æðislegar myndir.
Gangi þér vel með þetta allt, Baddý mín (er enn að jafna mig eftir kostnaðar útskýringarnar þínar )
Mundu að fara vel með þig.
Bestu kveðjur úr Grafarvoginum.
Nína Margrét (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 09:19
Anykey: Ég bætti henni í "favourites" en svo er línkurinn horfinn núna. Leitaði í bookmarks líka, en allt kom fyrir ekki. Fúlt.
Bjarndís Helena Mitchell, 20.1.2008 kl. 01:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.