16.9.2007 | 10:49
Góður svefn og grænmetissúpa...
Góðan daginn gott fólk. Ég svaf vel og lengi í nótt og líður bara mjög vel í dag. Búin að fara smá bloggrúnt, taka eitthvað til og ryksuga, fá mér morgunmat.
Núna ætla ég að venda mér í að búa til holla og góða grænmetissúpu og hvítlauksbrauð til að hafa í hádegismat, áður en ég skutlast aðeins inn til Reykjavíkur í hundaferð.
Já, ætlunin er að fá að heimsækja Saudu og afhenda ættbókina í leiðinni. Vonandi man ég eftir myndavélinni líka og smelli nokkrum af.
Svo þarf að ná í hann Svala minn, þar sem lóðarí er komið í gang hjá fóðuraðilanum hans. Ákveðið var um daginn að hún ætlaði ekki að skila honum neitt strax, en ég hafði lofað í upphafi að taka hann ef og þegar um lóðarí væri að ræða, þar sem hann þjáist bara á meðan og verður eirðarlaus, sefur ekki, borðar ekki og húsgögn og innréttingar eiga það í hættu að vera étin ef reynt verður að loka hann af frá lóðatíkinni. Ætlunin er ekki sú að fara að framleiða Schnauzer/Schefer hvolpa, þannig að hann kemur heim á meðan. Það verður gaman og mun örugglega hrista aðeins upp í heimilislífinu á meðan. Vonandi stendur barnsfaðir minn við það að taka hann með í vinnuna á daginn. Það mun létta á álaginu hér heima.
Hafið það gott elskurnar, over and out....
Um bloggið
Bjarndís Helena Mitchell
Tenglar
Tenglar
- MPG-CAP, eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eða dísel á allar vélategundir!
- http://www.svartskeggs.com
- http://www.hrfi.is
- http://www.kennel-savali.info
- http://www.hundaspjall.is
- http://www.giant.bloggar.is
- http://www.mitchell.is
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eigðu góðan dag Bjarndís mín
Huld S. Ringsted, 16.9.2007 kl. 11:22
Hafðu góðan dag ...
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 16.9.2007 kl. 11:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.