Góður svefn og grænmetissúpa...

57339631 Góðan daginn gott fólk. Ég svaf vel og lengi í nótt og líður bara mjög vel í dag. Búin að fara smá bloggrúnt, taka eitthvað til og ryksuga, fá mér morgunmat. 

Núna ætla ég að venda mér í að búa til holla og góða grænmetissúpu og hvítlauksbrauð til að hafa í hádegismat, áður en ég skutlast aðeins inn til Reykjavíkur í hundaferð.

Já, ætlunin er að fá að heimsækja Saudu og afhenda ættbókina í leiðinni. Vonandi man ég eftir myndavélinni líka og smelli nokkrum af.

Svo þarf að ná í hann Svala minn, þar sem lóðarí er komið í gang hjá fóðuraðilanum hans. Ákveðið var um daginn að hún ætlaði ekki að skila honum neitt strax, en ég hafði lofað í upphafi að taka hann ef og þegar um lóðarí væri að ræða, þar sem hann þjáist bara á meðan og verður eirðarlaus, sefur ekki, borðar ekki og húsgögn og innréttingar eiga það í hættu að vera étin ef reynt verður að loka hann af frá lóðatíkinni. Ætlunin er ekki sú að fara að framleiða Schnauzer/Schefer hvolpa, þannig að hann kemur heim á meðan. Það verður gaman og mun örugglega hrista aðeins upp í heimilislífinu á meðan. Vonandi stendur barnsfaðir minn við það að taka hann með í vinnuna á daginn. Það mun létta á álaginu hér heima.

Hafið það gott elskurnar, over and out.... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Eigðu góðan dag Bjarndís mín

Huld S. Ringsted, 16.9.2007 kl. 11:22

2 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Hafðu góðan dag ...

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 16.9.2007 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjarndís Helena Mitchell

Höfundur

Bjarndís Helena Mitchell
Bjarndís Helena Mitchell
Hundadellukerling með meiru. Þetta meira er t.d. börnin mín og fjölskylda, vinnan, vinirnir og svo framvegis.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Gleðileg jól 2009
  • Gleðileg jól 2009
  • ...010_764018
  • ...030
  • ...024_764016

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband