15.9.2007 | 19:59
Rok, rigning og leti.....
Ég er búin að vera ofurlöt í dag. Rok og rigning hefur þannig áhrif á mig að ég nenni ekki neinu, vil bara liggja undir sæng og úða í mig ruslfæði. Lesa góða bók eða horfa á sjónvarpið.
Það datt niður vinna hjá mér í dag, þannig að ég leyfði mér bara að hafa það náðugt, nú er ég ekki viss um að ég muni geta sofið í nótt. Samt er ég búin að afreka það að fara í 3 verslanir, elda mat, vaska upp og borða á mig gat. En hvað um það, ég vona bara að þið hafið það gott öllsömul í dag. Ég ætla aftur undir sængina mína fyrir framan imbann, því það er hrollur í mér.....
Um bloggið
Bjarndís Helena Mitchell
Tenglar
Tenglar
- MPG-CAP, eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eða dísel á allar vélategundir!
- http://www.svartskeggs.com
- http://www.hrfi.is
- http://www.kennel-savali.info
- http://www.hundaspjall.is
- http://www.giant.bloggar.is
- http://www.mitchell.is
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Allt í lagi að vera latur stundum
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 15.9.2007 kl. 22:27
Ég var líka latur í dag
Gunnar Helgi Eysteinsson, 15.9.2007 kl. 22:43
Úffffff.. ég er búin að gúffa í mig heilum poka af sambó lakkrís og er langt komin með stóran Hrís poka. Ojjj. Stefni á gæjann í færslunni hér á undan.
Jóna Á. Gísladóttir, 15.9.2007 kl. 23:20
Leti er góð í hófi. Ég styð þig!
Takk fyrir kommentið hjá mér ... þú ert algjört yndi!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 00:12
Hrollurinn að gagntaka mig. En er svo heppin að geta legið undir sæng og lesið. Ef einhver kvartar yfir letinni, þá er þetta engin leti.... þarf að lesa bækur bæði á íslensku og á ensku. Þannig að ég er bara að læra, en samt gott að geta það undir hlýrri sæng
Fishandchips, 16.9.2007 kl. 01:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.