Rok, rigning og leti.....

Ég er búin að vera ofurlöt í dag. Rok og rigning hefur þannig áhrif á mig að ég nenni ekki neinu, vil bara liggja undir sæng og úða í mig ruslfæði. Lesa góða bók eða horfa á sjónvarpið. 

Það datt niður vinna hjá mér í dag, þannig að ég leyfði mér bara að hafa það náðugt, nú er ég ekki viss um að ég muni geta sofið í nótt. Samt er ég búin að afreka það að fara í 3 verslanir, elda mat, vaska upp og borða á mig gat. En hvað um það, ég vona bara að þið hafið það gott öllsömul í dag. Ég ætla aftur undir sængina mína fyrir framan imbann, því það er hrollur í mér..... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Allt í lagi að vera latur stundum

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 15.9.2007 kl. 22:27

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég var líka latur í dag  

Gunnar Helgi Eysteinsson, 15.9.2007 kl. 22:43

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Úffffff.. ég er búin að gúffa í mig heilum poka af sambó lakkrís og er langt komin með stóran Hrís poka. Ojjj. Stefni á gæjann í færslunni hér á undan.

Jóna Á. Gísladóttir, 15.9.2007 kl. 23:20

4 identicon

Leti er góð í hófi. Ég styð þig!

Takk fyrir kommentið hjá mér ... þú ert algjört yndi!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 00:12

5 Smámynd: Fishandchips

Hrollurinn að gagntaka mig. En er svo heppin að geta legið undir sæng og lesið. Ef einhver kvartar yfir letinni, þá er þetta engin leti.... þarf að lesa bækur bæði á íslensku og á ensku. Þannig að ég er bara að læra, en samt gott að geta það undir hlýrri sæng

Fishandchips, 16.9.2007 kl. 01:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjarndís Helena Mitchell

Höfundur

Bjarndís Helena Mitchell
Bjarndís Helena Mitchell
Hundadellukerling með meiru. Þetta meira er t.d. börnin mín og fjölskylda, vinnan, vinirnir og svo framvegis.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Gleðileg jól 2009
  • Gleðileg jól 2009
  • ...010_764018
  • ...030
  • ...024_764016

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband