Hvað gerir maður við.....

....6 ára gutta sem stelur? Ég var í vandræðum í morgun með minn yngsta, því hann var svo flóttalegur þegar hann tilkynnti mér í morgun að hann ætlaði út. Ég sagði stopp við hann, að hann ætti að bíða, skoðaði hann vel og vandlega og sá skrifað utan á honum að ekki var allt með felldu. Hann var ekkert með í vösum, en svo leit ég fram í forstofuna og sá 500 kr. seðil liggjandi þar á gólfinu. Kauði hafði ekki haft tíma til að fela fenginn sinn. Ég fór með peninginn í veskið mitt og viti menn, drengurinn hafði tæmt úr peningaveskinu mínu og skilið eftir tvo 500 kalla, en 3500 kr. til viðbótar voru horfnir. 

Þegar ég spurði hann hvar restin væri, þóttist hann ekkert vita. "Ha, hinir peningarnir?" "Ég veit ekki" og þóttist leita í tómum vösunum sínum. Ég var reið og sagði að hann vissi nákvæmlega hvað hann hefði gert við þá, hananú og hvar eru þeir! Reyndust þeir vera komnir ofan í nýja baukinn hans, og við ekki með lykil. Matarpeningarnir mínir komnir í baukinn! Úff, nú voru góð ráð dýr. Hann var settur í straff og rætt var við hann um alvarleika málsins. "Þetta er ljótt og ef þú heldur áfram að stela verða allir reiðir við þig og þú gætir jafnvel lent í fangelsi". Ekki virtist hann skilja það almennilega. En hann hefur átt voða erfitt í dag, að mega ekki fara út að leika sér. Hann kom til mín og baðst fyrirgefningar, ég spurði hann hvað myndi virka til að hann myndi ekki gera svona aftur? Rasskelling eða lögreglan? Hann var ekki viss, hélt að rassskelling myndi allavega ekki virka á sig. Ég fyrirgaf honum eftir að hafa útskýrt fyrir honum að ef þetta kæmi fyrir aftur, hvort sem það væri dót, peningar, frá mér eða öðrum, þá yrði straffið enn lengra og ég yrði enn reiðari.

Greyið litla er búinn að vera eins og ljós í mestallan dag. Við erum búin að púsla saman og sinna hvolpinum. Hann er búinn að vera skömmustulegur, langar rosalega út að leika, en fær ekki. Þetta er búið að vera hálf erfiður dagur. En ég spyr aftur, hvað gerir maður við 6 ára stelibófa? Hvernig kem ég honum í skilning um að það sé ljótt að stela? Ég veit að flest börn gera eitthvað svona einu sinni, sérstaklega á þessum aldri, en ég vil fyrir alla muni komast fyrir það að þetta verði eitthvað vandamál. 

Ég náði peningnum upp úr bauknum hans, með skrúfjárni, sem betur fer er baukurinn heill eftir sem áður. Skyr og brauð var í matinn hér, ég hafði ekki orku í eldamennsku eftir þennan dag.

Nýr dagur á morgun. Vonandi verður engillinn minn áfram engill þá.

Góðar stundir 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjarndís Helena Mitchell

Höfundur

Bjarndís Helena Mitchell
Bjarndís Helena Mitchell
Hundadellukerling með meiru. Þetta meira er t.d. börnin mín og fjölskylda, vinnan, vinirnir og svo framvegis.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Gleðileg jól 2009
  • Gleðileg jól 2009
  • ...010_764018
  • ...030
  • ...024_764016

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband