4.1.2009 | 01:07
Hvolpaskott.........!!!
Já, það er líf og fjör á heimilinu þessa dagana, verð að viðurkenna það. Hér eru hvolpaskott en Chiquita gaut 3 hvolpum þann 12/11 '08 sl. Ég verð að skrá það í sögubækurnar, því þetta eru einstaklega ljúfir og skemmtilegir hvolpar, Dvergschnauzer að sjálfsögðu. Svona voru þau rétt eftir fæðingu, en rakkinn í miðjunni er af litaafbrigðinu pipar og salt.Sem sést ekki mikið á myndum á þessu stigi allavega. Hin tvö eru svört eins og mamma sín.
Þar sem þetta er "C" got og ég hef ákveðið að nefna hvolpa eftir gotum í stafrófsröð. Þá hafa þau hlotið nöfnin: Tröllatrúar Champion Forerunner, Tröllatrúar Chili Charmer, og Tröllatrúar Celebration Queen. Þau eru hvoru öðru fallegra, öll með sinn sjarma og eiginleika.
Champ - eða Bimbó eins og við köllum hann er bangsakrútt. Stærstur í hópnum, fæddist fyrstur og algjör ljúflingur. Það er virkilega gaman að fylgjast með honum hasast við systkini sín, svona stærstur í hópnum, en svo mikill bangsi með flotta byggingu og massa og fallegar hreyfingar.
Hér er hann ásamt systur sinni henni Tröllatrúar Celebration Queen, eða Celenu (Selína). Hún er minnst í gotinu, algjör dama, ljúf og yndisleg, en gefur bræðrum sínum ekkert eftir samt. Svarar fyrir sig og sækir í leikinn, svo framarlega sem hún er að nenna þessu. Hún er blíð og góð, smá og nett og algjör prinsessa.
Hérna eru Chiquita og hvolparnir á hvolpasvæðinu sínu, og Fríða Feykirófa er þarna líka. Voða fjör. Hinar tíkurnar hafa fengið að taka fullan þátt í þessu öllu saman og það er búið að þýða að það er rúmlega tík á hvolpinn í uppeldisfræðilegum skilningi. Þau eru aldeilis búin að fá að læra hundamál og siði, goggunarröð og hópleik og margt fleira. Mikið er líka búið að gera til að umhverfisvenja þessa hvolpa, mismunandi gólfefni, útivist, bleyta, börn og gestagangur, og ég gæti talið lengi upp.
Síðast en alls ekki sístur er hann Tröllatrúar Chili Charmer - Gutti
Hann er lofaður í gotinu, en fer ekki langt, nei það má ekki skoh! Hann fer til yndislegrar fjölskyldu í Grindavík og ég gæti held ég ekki verið heppnari með hana. Gutti er af litaafbrigðinu pipar og salt og virkar mjög lofandi hvað byggingu og skap varðar. Feldurinn er svolítið óskrifað blað, þó að hann lofi virkilega góðu. Piprið er bara svo lengi að myndast að við getum ekki dæmt litinn hans, að gæðastaðli, fyrr en miklu seinna, þó nokkra mánuði. Kemur í ljós. Gutti er Grallari, með stóru "G". Gjörsamlega hamingjusamur, uppátækjasamur, hress og ákveðinn lítill Gutti. Hann er fljótur að læra og hugsa og ég held að hann sé bara (þó ég segi það sjálf) virkilega vel gerður hvolpur, eins og reyndar þau öll. Pabbi þessa gots er heldur ekki af verri endanum, en hann heitir fullu nafni: Denethor King of Dolina Rivendell, kallaður Denni Dæmalausi, en ljúfari, heilsteyptari, fallegri meistara er erfitt að finna. Ég kolféll fyrir honum þá daga sem ég fékk að hafa hann hjá okkur. Hann var ekki með rakkastæla, engan yfirgang, hann var opinn og skemmtilegur og fannst virkilega gaman að fá athygli og leik. Samt var hann rólegur og kunni sig, var sjéntilmaður við Chiquitu og gekk hreint til verks. Það var erfitt að skila honum. Hér er hann ásamt fríðu föruneyti á Garðheimasýningunni í haust. Og að sjálfsögðu mamman líka hér í rauða gallanum sínum.
Svo ætla ég að kaffæra ykkur í myndum af hvolpunum, allavega myndum, sofandi, standandi, ullandi.................................... Jæja veskú, hér kemur myndaflóðið. Við erum að leita að tilvonandi heimilum þessa dagana, þannig að ef ykkur langar til að skoða, endilega verið í bandi. Ég ætla svo að vera duglegri að blogga, svona hvað úr hverju.....það er nefnilega ýmislegt í bígerð, sumt sem er bara virkilega spennandi........virkilega spennandi............virkilega spennandi...........mæli með að þið fylgist með hér......LOL Sjáumst og já, Gleðilegt ár allir saman, ekki gleyma að kvitta fyrir komunni......
Um bloggið
Bjarndís Helena Mitchell
Tenglar
Tenglar
- MPG-CAP, eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eða dísel á allar vélategundir!
- http://www.svartskeggs.com
- http://www.hrfi.is
- http://www.kennel-savali.info
- http://www.hundaspjall.is
- http://www.giant.bloggar.is
- http://www.mitchell.is
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleðilegt ár , gaman að sjá þig hérna aftur..
Ég kom náttúrlega æðandi þegar ég sá í stjórnborðinu mínu hvolpamyndir hehehe...
Þeir eru æðislegir þessir hvolpar
Ragnheiður , 4.1.2009 kl. 13:02
Takk takk, okkru finnst það líka. Gaman að sjá þig og ég fer að kíkja á síðuna þína, hvað úr hverju.
Bjarndís Helena Mitchell, 4.1.2009 kl. 14:29
Til hamingju og Gleðilegt Ár...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 4.1.2009 kl. 17:10
Vá til lukku með þessa dýrindis hvolpa, greinilega nóg á þinni könnu búið að vera Baddý mín. Knús á þig ljúfust og gleðilegt árið, vona að það nýja verði þér ánægjulegt
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 20:43
Yndislegir hvolparnir Gleðilegt ár Bjarndís mín og gaman að sjá þig aftur á blogginu
Huld S. Ringsted, 5.1.2009 kl. 23:13
Mikid rosalega eru hvolparnir fallegir og audvitad fullordnu hundarnir líka. Ég gæti alveg hugsad mér ad eiga einn svona, en thad er mikil vinna ad vera med thessa tegund, tharf ekki ad trimma thá sko feldin.
Gangi thér vel
sur, 9.1.2009 kl. 11:29
Hæ elskan ! Gaman að sjá þig aftur,er sjálf eiginlega ekkert að blogga þessa mánuðina,maður er alltaf svo upptekin eitthvað :) Ég votta þér samúð mína Baddý mín og ég hef hugsað til þín
Katrín Ósk Adamsdóttir, 17.1.2009 kl. 15:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.