25.12.2008 | 00:29
Gleðileg jól.............
Þegar ég fór á fætur í morgun, beið mín ýmis verkefni. Ferð á pósthús og með síðustu jólakortin, tiltekt og eldamennska. Tíminn hefur verið fljótur að líða, einum of fljótur á köflum og hef ég verið of upptekin til að senda jólaóskir á netinu eða sms.
En þegar ég tók mér stutta pásu og kíkti í tölvuna beið mín skemmtileg kveðja og mynd með, frá einum útvöldum..........Hér er myndin:
Ég hló dátt, og kom þetta brosi af stað hjá mér í dag, sem hefur ekki horfið enn. Við fjölskyldan erum búin að hafa það yndislegt í dag. Góður matur, yndislegar stundir og þó að gjafaflóðið hefur yfirleitt verið miklu meira áður fyrr, þá var þetta bara yndisleg stund. Ég er búin að sofa miklu meira en í langan tíma og mér líður bara vel. Þessi svefn er búinn að vera dýrmætur, þar sem í langan tíma hef ég ekki náð almennilegri hvíld, ýmist vegna anna og svo vegna álags og síðast vegna mömmu. En það er allt búið núna vonandi. Breyttir tímar bara og það snöggt.
Ég er bjartsýn í dag, á góða fjölskyldu, yndislega hunda og frábæra vini. Ég vona svo innilega að allir hafi átt yndisleg jól. Og vil ég óska öllum vinum, bloggvinum og öllum nær og fjær árs og friðar. Gleðilega hátið!!
Um bloggið
Bjarndís Helena Mitchell
Tenglar
Tenglar
- MPG-CAP, eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eða dísel á allar vélategundir!
- http://www.svartskeggs.com
- http://www.hrfi.is
- http://www.kennel-savali.info
- http://www.hundaspjall.is
- http://www.giant.bloggar.is
- http://www.mitchell.is
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gunnar Helgi Eysteinsson, 26.12.2008 kl. 19:50
Gleðileg jól til þín og þinna Bjarndís mín
Huld S. Ringsted, 28.12.2008 kl. 22:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.