30.8.2008 | 14:48
Hristum upp í Trygg........
Nú hristum við upp í Trygg, kynnum nýja heimasíðu á slóðinni: www.tryggur.bloggar.is
Þar má sjá hverju samtökin hafa unnið að áður og skoða síðari af tveimur könnunum sem gerð var árið 2005. Við stefnum nú á að gera nýja könnun í haust, og til að byrja með, búa til T-bollur Tryggs til styrktar samtökunum.
Þar má sjá hverju samtökin hafa unnið að áður og skoða síðari af tveimur könnunum sem gerð var árið 2005. Við stefnum nú á að gera nýja könnun í haust, og til að byrja með, búa til T-bollur Tryggs til styrktar samtökunum.
Ljóst er að standa þarf vörð um hagsmuni allra hundaeigenda á Íslandi, sama hvort og um hvaða ræktunarfélag er að ræða. Þessi samtök eru ætluð í það verkefni og halda sér utan við þras og þrætur ræktunarfélaganna. Hornsteinninn okkar er könnunin fyrst og fremst. Með því að gera slíka könnun, og fá tölulegar upplýsingar um venjur, þarfir, vilja og uppákomur hjá sem flestum hundaeigendum á öllu Íslandi, getum við fært rök fyrir baráttumálum okkar og sótt eftir breytingum okkur í hag. Þetta reyndist mjög vel hér áður og ljóst er að ný könnun er nauðsynleg til að fá ferska sýn á ástand mála á Íslandi. Eins líka til að komast að vilja hundaeigenda og að geta forgangsraðað verkefnum. Smithætta og útivistarsvæði voru í forgang fyrir nokkrum árum, nú eru breyttir tímar, lifrarbólgubóluefnið komið og margt annað hefur áunnist.
En könnunin er ekki það eina sem samtökin vilja standa að. Við viljum meiri fræðslu, meiri skemmtilegheit líka, beita okkur fyrir dýravernd og líka fyrir aðgengi blindra og fatlaðra með sína hunda. Það er líka velkomið að koma með tillögur, bjóða sig fram í ákveðin verkefni eða í stjórn. Við viljum fá sem flesta til liðs við okkur og langar virkilega að byggja upp öflug samtök sem ná árangri og samstöðu í hundaheiminum.
Ljóst er að svona verkefni kosta peninga líka. Þessvegna skiptir svo miklu máli að hundaeigendur sýni samstöðu í verki, þó það sé ekki nema með því að skrá sig og greiða 1000 kr til styrktar samtökunum. Allir njóta góðs af því þegar til lengdar lætur. Þannig að ég vil hvetja alla að kíkja inn á síðuna okkar og skrá sig sem fyrst.
Skráningar og félagsgjald er kr. 1000 fyrir árið. Lágmarksaldur er 18 ár.
Reikningsnúmerið hjá Tryggi er: 0303-13-700459 og kennitalan er: 581004-4190
Nú látum við hendur standa fram úr ermum! Allir nýjir og gamlir meðlimir endilega að skrá sig á blogginu okkar. Ekki væri verra að fá tillögur um þau málefni sem mest brenna á hjá hundaeigendum
En könnunin er ekki það eina sem samtökin vilja standa að. Við viljum meiri fræðslu, meiri skemmtilegheit líka, beita okkur fyrir dýravernd og líka fyrir aðgengi blindra og fatlaðra með sína hunda. Það er líka velkomið að koma með tillögur, bjóða sig fram í ákveðin verkefni eða í stjórn. Við viljum fá sem flesta til liðs við okkur og langar virkilega að byggja upp öflug samtök sem ná árangri og samstöðu í hundaheiminum.
Ljóst er að svona verkefni kosta peninga líka. Þessvegna skiptir svo miklu máli að hundaeigendur sýni samstöðu í verki, þó það sé ekki nema með því að skrá sig og greiða 1000 kr til styrktar samtökunum. Allir njóta góðs af því þegar til lengdar lætur. Þannig að ég vil hvetja alla að kíkja inn á síðuna okkar og skrá sig sem fyrst.
Skráningar og félagsgjald er kr. 1000 fyrir árið. Lágmarksaldur er 18 ár.
Reikningsnúmerið hjá Tryggi er: 0303-13-700459 og kennitalan er: 581004-4190
Nú látum við hendur standa fram úr ermum! Allir nýjir og gamlir meðlimir endilega að skrá sig á blogginu okkar. Ekki væri verra að fá tillögur um þau málefni sem mest brenna á hjá hundaeigendum
Um bloggið
Bjarndís Helena Mitchell
Tenglar
Tenglar
- MPG-CAP, eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eða dísel á allar vélategundir!
- http://www.svartskeggs.com
- http://www.hrfi.is
- http://www.kennel-savali.info
- http://www.hundaspjall.is
- http://www.giant.bloggar.is
- http://www.mitchell.is
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kannski ég ætti að skrá mig svo nýkomin með hund? held bara ég kíki á þetta. Kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 30.8.2008 kl. 22:12
Hæ það er langt síðan maður hefur kíkt inn, enda í nógu að snúast. Ég er að verða vitlaus á viðgerðum. Til hamingju með nýja voffann. Það er aldeilis voffastand á þér. Enda þeir eru yndislegir. Sumarið er búið að vera gott hjá mér og vonandi endar það með rekstri í haust ( á kindum). Knús
Ásta María H Jensen, 4.9.2008 kl. 23:29
innlitskvitt dúlls
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 00:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.