8.8.2008 | 12:12
Hugmyndir óskast....?
Já, enn er rólegt í tíðinni hjá mér, og ég er að reyna að njóta þess á meðan rólegheitin standa yfir. Mig langar að efla reynslu mína í matreiðslunni og prufa hluti sem ég hef ekki gert áður. Í gærkvöldi gerði ég heiðarlega tilraun til að búa til "sykurminni" berjasultu. Hún bragðast vel, en er þunn og það vantar pektínið í hana, enda gerð úr frosnum berjum og engir stilkar eða blöð með í henni.
Mig langar í rifs, og prófa að búa til rifsberjahlaup í ár. Rababara líka og bláber. Ef þið þekkið einhvern sem er með of mikið magn af þessum ávöxtum, endilega að láta vita.
Svo vantar mig hugmyndir að réttum sem eru úr grænkáli. Litli sjálfstæðismaðurinn minn kom heim með uppskeru af rófum og grænkáli í gær. Ég fékk einn salathaus líka og steinselju. En mikið af grænkáli. Eigið þið góðar uppskriftir fyrir þetta? Mig langar að nýta þetta, ekki að það skemmist og því verði hent.
Fríða Feykirófa er öll að koma til, er búin að þyngjast um 127 gr síðan hún kom til okkar og er bara kát og ber nafn með rentu. Að vísu er hún svolítið frek að fá að lúlla í fanginu á manni, þannig að áðan kallaði ég hana Fríðu Feykifrekjurófu. En hún er svo mikið krútt að henni er nánast fyrirgefið fyrirfram. Ég er bara að herða skrápinn og leyfi henni ekki að komast upp með þetta. Við eigum alveg sökina á þessu, þar sem hún er svo lítil að okkar viðbrögð voru að vernda hana til hins ítrasta. Ég held að það sé alveg eðlilegt, sérstaklega til að byrja með. En ég á að vita betur og ætla að taka á þessu strax. Hún verður ekki töskuhundur, svo mikið er víst.
Jæja, best að fara að gera eitthvað. Knús á línuna
Um bloggið
Bjarndís Helena Mitchell
Tenglar
Tenglar
- MPG-CAP, eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eða dísel á allar vélategundir!
- http://www.svartskeggs.com
- http://www.hrfi.is
- http://www.kennel-savali.info
- http://www.hundaspjall.is
- http://www.giant.bloggar.is
- http://www.mitchell.is
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.2.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 34062
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég sit undir litla stráknum mínum, enda öll marin á fótum eftir hann. Hann er bara 35 kg þessi elska. Hann vill nú bara láta sitja með sig ef hann verður skelkaður, hann er óttalega huglaus.
Hún er falleg sú stutta.
Kann engar uppskriftir af káli en er með rifs í garðinum sem ég geri ekkert með.
Ragnheiður , 8.8.2008 kl. 14:49
Ásdís Sigurðardóttir, 8.8.2008 kl. 16:43
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 18:47
Hmm... ég er gjörsamlega hugmyndasnauð, en kanski getur þú farið inn á vefinn hennar Sollu á grænum kosti og fundið einhverja uppskift sem hentar þér.
Knus úr klettaborg.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 23:11
þú getur líka prufað að kíkja hérna.
http://matarbitinn.blog.is/blog/matarbitinn/
Guðrún B. (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 23:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.