Fer ekki fet um vitlausramannahelgina!

008001

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég fer ekki fet, svo mikið er víst, þessa helgi. Fríða Feykirófa, sefur hér með kollinn sinn tylltan upp á hendinni og hristist á meðan ég pikka inn þessa færslu. Hún vill bara lúlla hjá mér. Eltir mig á röndum og vill fá að komast í fangið mitt. Sofa bara og sofa. Mér finnst hún ekki borða nóg, er að reyna að koma næringu ofan í hana, og finnst ekki nóg að hafa þyngst um 30 gr. síðan hún kom til okkar. Hún er ekki nema rétt rúmt kíló, en hún borðar samt eitthvað, drekkur líka og pissar og kúkar, oftast úti. 

Ég reyndi að fara með hana til dýralæknis í gær, til að athuga með dömuna, en doksi var lasin og ekki við. Ég veit að ég er kannski einum of stressuð. Það er ekkert að, hún er ekki veik. Hún er bara svo lítil að það þarf svo lítið til með svona lítinn kropp. Ég er þó minna stressuð í dag, en í gær og er viss um að þetta fer allt að koma bara. Hún er hress Feykirófan, finnst voða gaman að eltast við Afríku og er ekki hrædd við hina hundana. Þær eru allar mjög góðar við hana og alveg til í að leika. Chiquitu finnst voða gaman að fá hana í eltingarleik og reipitog og stríðir henni með bangsanum hennar. 

Við fjölskyldan förum ekki neitt þessa helgi, erum ekki vön því og Verslunarmannahelgin er oft kölluð "vitlausramannahelgin" hér á bæ. Okkur finnst ekkert spennandi að vera í útilegu á útihátíð, innan um fólk sem er ýmist ofurölvi eða á hinum ýmsu stigum áfengisneyslu. Ég er ekki til í að gefa börnum mínum þau skilaboð að slíkt sé í góðu lagi. Svo finnst mér svo öfugsnúið að verslunarfólk fær fæst frí, akkúrat þessa helgi. Ég hélt að þessir frídagar væru fyrir það, ekki alla hina. En svona er þetta. Við höfum skapað hefð fyrir því að leigja myndir þessa helgi og halda okkar árlegu vídeósukkhelgi, heima í faðmi fjölskyldunnar. Kannski skrepp ég á leiguna á eftir, ef ég nenni.

Já, ég held að ég sé bara orðin boring og leiðinleg í ellinni, svei mér þá. Að vísu dettur mínum strákum ekki í hug að biðja um að fara á útihátíð þessa helgi. Mér finnst ég hafa sloppið ótrúlega vel í gegn um tíðina með það.

Ég vona að þið hafið það sem best kæru vinir. Njótið ykkar og haldið heilsu.

Góða skemmtun....Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er ekki helgi til að ferðast að mínu mati.  Yndisleg litla skottan, langar að knúsa hana, vona að allt verði í lagi.  Kær kveðja elskan Double Kiss  Girl In Bed

Ásdís Sigurðardóttir, 1.8.2008 kl. 21:49

2 identicon

Það er engin vitlausramannahelgi í Klettaborg.

Som better fer.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 00:11

3 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Undir flestum kringumstæðum hefði ég farið í útilegu þessa helgi en þar sem við erum að fara erlendis næstu helgi þá var ákveðið að fara ekki, enda þarf ég að undirbúa mig fyrir smá skoðun á sunnudag og mánudag.

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 2.8.2008 kl. 01:38

4 identicon

Lang best að vera heima um "vitlausramannahelgina". Við fórum á sunnudeginum á sýninguna Diskó/Pönk í Árbæjarsafninu með 5 börn og þeim fannst hún bæði skemmtileg, skrýtin og stórmerkileg!  Stelpunum fannst gamla diskógólfið úr Hollywood skemmtistaðnum æðislegt og vildu að svona gólf væri í skólanum þeirra. Svo vorum við með matarboð um kvöldið með góðum gestum.

Litla Fríða Feykirófa er alveg eins og Gismó úr Gremlins á myndinni, algjört æði  enda var hann líka algjört krútt. Hafið það sem allra best.

Kær kveðja úr Grafarvoginum.

Nína Margrét Perry (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 14:09

5 identicon

Ellimanna hvað,,,,, ert farin að tala um ellina strax????? Baddý,,,,,, taktu þig á !!!!

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjarndís Helena Mitchell

Höfundur

Bjarndís Helena Mitchell
Bjarndís Helena Mitchell
Hundadellukerling með meiru. Þetta meira er t.d. börnin mín og fjölskylda, vinnan, vinirnir og svo framvegis.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Gleðileg jól 2009
  • Gleðileg jól 2009
  • ...010_764018
  • ...030
  • ...024_764016

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband