28.7.2008 | 12:19
Eiturgræn Nornasúpa....glútenfrí, fitusnauð og algjört sælgæti!
Ég varð bara að skíra þessa súpu eitthvað svona, hún er svo svakalega græn á litinn að litlir, stoltir, grænmetisræktendur verða að fá á tilfinninguna að súpan úr grænmetinu þeirra er algjört dúndur og leyndarmál skoh....
En litli sjálfstæðismaðurinn minn kom heim úr skólagörðunum með fyrstu sendinguna úr reitnum sínum áðan. Hann var stoltur þegar hann færði mömmu sinni tvö brokkólí búnt og fjögur stór grænkálsblöð. Ég varð að skella þessu í pott í hvelli!
En í súpuna fór eftirfarandi:
1,5 l vatn (ca)
2 súputeningar, ég notaði kjúklinga en grænmetisteningar eru í fínu lagi líka
2 afhýddar kartöflur, skornar í teninga (til að þykkja súpuna)
2 brokkóli hausar (eitt stórt búnt úr búðinni er líka nóg)
2 væn grænkálsblöð, rifin niður.
Ferskt kóríander skorið smátt, stönglarnir með, smá chilipipar, sítrónupipar, hvítlaukssalt og Maldon salt. Allt eftir smekk.
Ég lét vatnið með teningunum ná suðu, setti kartöflurnar út í og leyfði þeim að malla í smástund. Svo skellti ég brokkólíinu og grænkálinu út í, leyfði því að krauma örstutt og notaði svo töfrasprota til að mixa þessu í mauk. Kóríander og kryddin ráku lestina og súpan er þvílíkt sælgæti að það hálfa væri hellingur.
Liturinn er bara svo eiturgrænn að það er hægt að segja hvað sem er um þessa súpu. Litla manninum fannst mest spennandi þegar ég sagði að þetta væri sko Nornasúpan góða, innihaldið væri leyndarmál, (fyrir utan grænmetið hans) en hann fengi ofurkrafta ef hann borðaði vel af þessari súpu. Vini hans leist að vísu ekkert á blikuna og neitaði að smakka, ég skil ekki afhverju?? Sérstaklega þegar ég sagði að tennurnar þeirra yrðu loðnar og krullaðar við neyslu þessarar súpu og að þeir fengu ofurkrafta. Nei, nei, svo smakkaði hann líka og fannst hún bara góð þrátt fyrir allt.
Jæja, best að fara að gera eitthvað, þarf að skreppa í bæinn að hundastússast eitthvað smá. Hafið það gott í dag.
Um bloggið
Bjarndís Helena Mitchell
Tenglar
Tenglar
- MPG-CAP, eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eða dísel á allar vélategundir!
- http://www.svartskeggs.com
- http://www.hrfi.is
- http://www.kennel-savali.info
- http://www.hundaspjall.is
- http://www.giant.bloggar.is
- http://www.mitchell.is
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir uppskriftina en ég nenni ekki að elda hana, þú mátt bjóða mér í mat.
Ásdís Sigurðardóttir, 28.7.2008 kl. 12:27
Allt er vænt sem vel er grænt.. hehe
Guðrún B. (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 17:01
Hæ
Hey, vá, bara búin að breyta síðunni? Mér brá, maður er svo vanur hinni en þessi er mjög fín. Það vantar samt fullt inná hana eins og alla bloggvini þína. Gangi þér vel með breytingarnar.
Súpan hljómar ansi spennandi og græn, maður ætti að prufa hana fljótlega. Litli sjálfstæðismaðurinn þinn er greinilega mjög duglegur í skólagörðunum, frábært.
Kær kveðja úr Grafarvoginum
Nína Margrét (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 11:24
namminamm hefði verið til í smá smakk
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 17:54
Girnilegasta súpa greinilega, liturinn er svo algjört aukaatriði
Huld S. Ringsted, 29.7.2008 kl. 23:37
Hurru mín kæra, ertu til í að laga síðuna þína, maður verður bara feiminn hérna inni sko ..
Guðrún B. (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 15:06
Sammála síðasta ræðumanni.
Kv, Grafarvogur.
Nína Margrét Perry (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 10:51
Er að reyna að laga, vonandi tekst það.
Bjarndís Helena Mitchell, 31.7.2008 kl. 11:15
Úfff... sem betur fer ertu komin aftur, mín síða aftur á móti er glötuð, þannig að ég fékk nýtt lúkk. En sko .. maður er svo vanafastur sjáðu til... knús á þig og takk fyrir hjálpina í gær.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 12:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.