24.7.2008 | 12:02
Fríða Feykirófa.....
Hér hefur lítið líf bæst í hópinn síðan í gær. En við sóttum hana Fríðu Feykirófu til ræktandans síns í gær og komum með hana heim.
Mun hún vera af tegundinni Griffon Belge, stríhærð, skeggjuð og sæt. Allt hefur verið til fyrirmyndar með hana, það fylgdi meira að segja trygging fyrsta árið sem ég átti ekki von á. Hún fékk með sér vænan fylgipakka, sem við erum afar þakklát fyrir. Fyrst ber að nefna teppi og bangsa með "heimalykt" í, til að hún finni fyrir öryggi á nýja staðnum. Mat, ól, og meira að segja bók um hunda.
Þegar heim var komið voru stelpurnar sem fyrir eru á heimilinu hinar prúðustu. Eðlilega voru þær forvitnar um dömuna, en héldu aftur að sér og voru ekki með mikinn yfirgang og engin læti. Þær eru enn að leyfa Fríðu að kynnast sér á rólegu nótunum, en daman sækir mikið í að kúra bara í hálsakoti, svona fyrst um sinn. Nóttin gekk vel og svaf hún á teppinu sínu á kodda.
Eðlilega er hún pínu smeyk, en er öll að koma til og skoða sig rólega um, og þessa stóru hunda, svo framarlega sem hún hefur mennskan fót til að halda sér nærri.
Við erum alsæl með dömuna og fallegri hvolp er erfitt að finna, ber hún ekki nafn með rentu? við erum á bleiku skýji núna og Fríða er að stríða Evu Maríu í skrifuðum orðum. Öll að verða brattari og kjarkaðri.
Það er svo yndislegt að fylgjast með hinum líka, leggjast niður fyrir hana, fara ofur rólega að henni, en ekki ógnandi, á undirgefinn hátt. En allar vilja vernda hana fyrir "hinum" og passa. Ótrúlegt en satt, þá hefur samt ekki slettst upp á vinskapinn þeirra á milli. Þær eru bara að sýna á sér sínar bestu hliðar, og Fríða verður kjarkaðri með hverri mínútunni.......
Þetta er svooo gaman....
Mun hún vera af tegundinni Griffon Belge, stríhærð, skeggjuð og sæt. Allt hefur verið til fyrirmyndar með hana, það fylgdi meira að segja trygging fyrsta árið sem ég átti ekki von á. Hún fékk með sér vænan fylgipakka, sem við erum afar þakklát fyrir. Fyrst ber að nefna teppi og bangsa með "heimalykt" í, til að hún finni fyrir öryggi á nýja staðnum. Mat, ól, og meira að segja bók um hunda.
Þegar heim var komið voru stelpurnar sem fyrir eru á heimilinu hinar prúðustu. Eðlilega voru þær forvitnar um dömuna, en héldu aftur að sér og voru ekki með mikinn yfirgang og engin læti. Þær eru enn að leyfa Fríðu að kynnast sér á rólegu nótunum, en daman sækir mikið í að kúra bara í hálsakoti, svona fyrst um sinn. Nóttin gekk vel og svaf hún á teppinu sínu á kodda.
Eðlilega er hún pínu smeyk, en er öll að koma til og skoða sig rólega um, og þessa stóru hunda, svo framarlega sem hún hefur mennskan fót til að halda sér nærri.
Við erum alsæl með dömuna og fallegri hvolp er erfitt að finna, ber hún ekki nafn með rentu? við erum á bleiku skýji núna og Fríða er að stríða Evu Maríu í skrifuðum orðum. Öll að verða brattari og kjarkaðri.
Það er svo yndislegt að fylgjast með hinum líka, leggjast niður fyrir hana, fara ofur rólega að henni, en ekki ógnandi, á undirgefinn hátt. En allar vilja vernda hana fyrir "hinum" og passa. Ótrúlegt en satt, þá hefur samt ekki slettst upp á vinskapinn þeirra á milli. Þær eru bara að sýna á sér sínar bestu hliðar, og Fríða verður kjarkaðri með hverri mínútunni.......
Þetta er svooo gaman....
Um bloggið
Bjarndís Helena Mitchell
Tenglar
Tenglar
- MPG-CAP, eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eða dísel á allar vélategundir!
- http://www.svartskeggs.com
- http://www.hrfi.is
- http://www.kennel-savali.info
- http://www.hundaspjall.is
- http://www.giant.bloggar.is
- http://www.mitchell.is
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 34035
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með litla skottið, ofsalega er þetta fallegt dýr
Ragnheiður , 24.7.2008 kl. 12:16
Innilega til hamingju með Fríðu Feykirófu, algjört krútt og með þessi líka fallegu bláleytu augu. Gangi ykkur sem allra best með hana.
Kær kveðja úr Grafarvoginum.
Nína Margrét (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 16:02
Hæ hæ og innilega til hamingju með dömuna
Hún er bara æði. Frábært hvað stelpurnar taka henni vel og eru góðar við hana.
Hlakka til að fylgjast með ykkur í framtíðinni
Kveðja Bára (amma)
Bára Einarsdóttir (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 23:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.