21.7.2008 | 13:22
Helgin fór í hundana.........................!
Já, hér var fjör um helgina. African Sauda kom til okkar í snyrtingu. Hún kom á föstudagskvöldið og fór svo heim í gær. Ég þurfti að fá smá tíma með henni, bæði til að dást að henni og svo til að reyta hana niður, almennilega og vel.
Fyrst þegar hún kom, brást Afríka við eins og um Svala væri að ræða, Svala í "gredduham". Enda stúlkan eins og snýtt úr nös á pabba sínum, nema bara aðeins minni, og með flottara skegg og topplínu. Hún er algjörlega foreldrabetrungur, svo mikið er víst. En hreyfingarnar, skapgerðin, stælarnir og andardrátturinn eru bara alveg eins og hjá Svala, það vantar bara tippi og pung og þá er hann mættur ljóslifandi!
Á laugardaginn kom vinkona mín og sýnandinn minn hún Dóra, og eyddi með okkur 5 klukkutímum í að snyrta, reyta og snurfusa dömuna. Fyrir þá sem ekki vita, þá er Schnauzer tegund sem þarf að reyta niður, til að fá fram flottan, stríðan, sýningarfeld. Ef þetta er ekki gert verður feldgerðin of mjúk og hefur áhrif á sýningarhæfi tegundarinnar. Feldhirðan er því mjög mikilvæg.
Ég get svarið það að augað hennar Dóru fyrir Schnauzer snyrtingu er frábært. Hún hefur ekki "sérhæft" sig í akkúrat þessari snyrtingu, en hefur unnið á stofu áður og er ný búin að hefja störf hjá K9 hér í Keflavík, í hundasnyrtingum. Hún hefur að vísu alveg reytt áður, líka Snásann, en lét það út úr sér að hún "treystir" sér ekki til að "sýningarsnyrta" tegundina alveg strax. Ég held að hún vanmeti sig svolítið, því hún hefur allan grunninn, og frábært auga fyrir smáatriðunum, forminu öllu og vandvirkari manneskju er erfitt að finna. Svo kann hún svo vel tökin á hundinum sjálfum líka, sem er ekki verra.
En Sauda varð svooo fín, nánast sýningarhæf, nema bara að núna þarf stríði feldurinn að vaxa fram fyrir næstu sýningu. Ég hefði alls ekki náð að gera þetta svona vel, ein og Dóra á mínar bestu þakkir skilið fyrir hjálpina.
Fyrsta myndin hér fyrir ofan er af Saudu, fyrir snyrtingu, Eva María og Chiquita eru þarna að forvitnast um hana líka. Mynd nr. 2 er af Saudu, með pabbastæla, hoppa upp á Afríku með tilburði eins og að hún ætli að riðlast á henni. Afríka hefur sjálfsagt haldið að þetta væri Svali, bara tippalaus orðinn karlinn Síðasta myndin er af þeim mæðgum í garðinum og litli sjálfstæðismaðurinn er þarna á bakvið þær.
Svo í gær, kom Dóra aftur til að yfirfara dömuna og borða með okkur, fjölskyldan hennar Saudu kom líka. Bæði til að sækja dömuna og borða með okkur grillmat. Hehe, ekki var veðrið það besta fyrir tilefnið, en við borðuðum bara inni, létum það ekki á okkur fá að öðru leyti. Þannig að hér var bara "hundagaman" í gær, áttum yndislegan dag saman öll.
Varðandi frekari hundafréttir, þá lítur út fyrir að ein tíkin enn bætist í hópinn í vikunni. Ég veit að 4 hundurinn var ekki, alls ekki á dagskrá. En einmitt þegar maður ákveður eitthvað svoleiðis, þá er voðinn vís. Aldrei, segja aldrei. Ég segi ykkur kannski frá því seinna, þegar daman er komin til okkar. Hún er eiginlega tilefni í nýja færslu bara.......
Hafið það gott í rigningunni, Berta ætlar víst að klára sig á Íslandi. Þetta er gott tilefni í pönnukökur og kakó, svei mér þá, see ya
Um bloggið
Bjarndís Helena Mitchell
Tenglar
Tenglar
- MPG-CAP, eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eða dísel á allar vélategundir!
- http://www.svartskeggs.com
- http://www.hrfi.is
- http://www.kennel-savali.info
- http://www.hundaspjall.is
- http://www.giant.bloggar.is
- http://www.mitchell.is
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 34035
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman að fá þessar hundafréttir, í dag er ekki hundi út sigandi vegna veðurs og þó, kannski er mannfólkið bara latara. Gaman hvað gengur vel með vini þína. Hafðu það gott mín kæra og kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 21.7.2008 kl. 13:47
Flottir hundar þessir.... Minn litli tjúi reynir að hömpa allt sem fyrir honum verður, eða næstum því.... Helst aðra lilta hunda og strumpinn sinn....
Helga Dóra, 21.7.2008 kl. 14:15
Hæ.
Takk fyrir innlitið um daginn, mjög gaman að sjá ykkur. Svo sannarlega standa hundarnir undir 'Risa' nafninu, Sauda gnæfir yfir þeim litlu á fyrstu myndinni. Þið hafið þá ákveðið að bæta við 4 hundinum? Gott hjá ykkur, það verður enn meiri fjör á bænum! Gangi ykkur sem allra best með allt saman.
Kærar kveðjur úr rigningunni í Grafarvoginum.
P.s Er búin að læsa blogginu mínu, ef þú vilt fá lykilorðið þá sendiru bara póst.
Nína Margrét (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 17:18
Guðrún B. (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 22:07
Flottir hundar
Huld S. Ringsted, 21.7.2008 kl. 23:29
Pornódogs
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 22.7.2008 kl. 12:52
GARG heheheh já ég sé það núna.. Gísli ég skil hvað þú meinar með miðjumyndinni .. ég hafði ekki tekið eftir því fyrr.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 20:38
Thí´híhí,,, ég hugsaði það sama og Gísli hér fyrir ofan mig
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 10:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.