11.7.2008 | 20:27
Hundafrostpinni og fréttablogg....
Undanfarið hefur verið gott veður. Verst að það á að vera rigning um helgina, en í tilefni þess langaði mig að setja inn þessa mynd. Hún er af stelpunum mínum í góða veðrinu að gæða sér á frostpinna fyrir hunda. Þeim finnst þetta agalega gott, ég bæti í þetta pylsubitum, nagdóti og fleira gúmmelaði. Ég keypti svona "kit" í verslunini www.hundaheimur.is en eflaust er lítið vandaverk að útbúa svona sjálf, enda ekki flóknara en að setja vatn og nammi í fötu og frysta.
Þar sem tíkurnar mínar eru svartar á litinn, þola þær hitann verr en ljóslitaðir hundar. En eflaust er heitt í sólinni fyrir hvaða loðinn hund sem er.
Núna fer vikunni að ljúka. Margt í gangi og þó lægð í vinnunni hjá mér, þar sem margir eru á faraldsfæti, á ferðalögum og í útlöndum. Ég hef fylgst með fréttum, aldrei þessu vant, meira núna en yfirleitt og það stakk mig í kvöld að frændi og samlandi Paul Ramses skyldi láta hafa það eftir sér á opinberum vettvangi að líf Pauls væri ekki í hættu í heimalandinu þeirra. Þó að það séu nær 16 ár síðan ég var í Kenýa síðast, þá skil ég ómögulega hvernig hann getur látið þetta út úr sér. Ég nefnilega þekki aðeins til menningarinnar og spillingarinnar þar í landi, og tel að hræðsla Pauls sé alveg á rökum reist. Stjórnarandstæðingar gleymast seint og illa, og ég tel að hans líf sé alls ekki síður í hættu núna, þrátt fyrir rólega tíð í bili í landinu. Þá er einmitt látið til skarar skríða, farið leynt með það í skjóli friðar, en hefnt sín samt á versta máta. Mér finnst verst að maðurinn skyldi gera þetta á opinberum vettvangi og rýra trúverðugleika Pauls, en samt að láta í það skína að hann voni að maðurinn fái landvistarleyfi samt. Ég sé ekki alveg samstöðuna í þeim gjörðum.
Ég er ekki vön að blogga um fréttir, en samt þetta stakk mig nóg til að ég léti aðeins í mig heyra, þó að fæstir séu að hlusta á akkúrat mig.
Eigið yndislega helgi kæru vinir...
Um bloggið
Bjarndís Helena Mitchell
Tenglar
Tenglar
- MPG-CAP, eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eða dísel á allar vélategundir!
- http://www.svartskeggs.com
- http://www.hrfi.is
- http://www.kennel-savali.info
- http://www.hundaspjall.is
- http://www.giant.bloggar.is
- http://www.mitchell.is
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 34035
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér fannst þetta líka skrítið. Afhverju eru samlandar hans að reyna að ´gera lítið úr honum?? segja að hann geti bara sótt um dvalarleyfi eins og aðrir, er það kannski þannig? veit ekki, en finnst þetta samt skrítin ekki-frétt.
Ásdís Sigurðardóttir, 11.7.2008 kl. 20:30
Knús á þig dúllan mín.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 23:43
Er ekki nógu mikið inn í þessu máli til að geta tjáð mig, en knús áþig ljúfan
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 16:19
Hæ hæ.
Sniðugt þetta frostpinna kit, langar að ná í eitt svona fyrir Kubbinn minn. Hann er einmitt svona svartur eins og "stelpurnar" þínar.
Þekki mál Paul Ramses ekki mikið en finnst það svolítið skrýtið hvernig viðbrögð frændfólks hans eru, hann hlýtur að vita betur sjálfur hverju hann gæti átt von á ef hann fer aftur til Kenýa. Verra þykir mér viðbrögð útlendingaeftirlitsins og íslenska stjórnarinnar við að henda honum úr landi frá nánast nýfæddu barni sínu og konu. Finnst það ansi grimm og harkaleg viðbrögð.
Jæja, burt séð frá því, kíktu inní búð til mín ef þú átt leið í bæinn, það væri gaman að sjá þig. Bið að heilsa.
Bestu kveðjur úr Grafarvoginum.
Nína Margrét (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 16:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.