Áfram með sumarið....

Þá er Svali minn farinn, fór reyndar fyrir viku síðan. Ég finn fyrir svaka tómleika eftir að hann fór. Hinar þrjár sem eftir eru, eru bara svona rólegar og yfirvegaðar að það er ekkert fyrir þeim að hafa. En ég er að forðast að fylla upp í tómarúmið með öðrum hundi. Það er eiginlega ekki á dagskrá. Ég er líka voða fegin að allt hefur gengið eins og í sögu með kappann úti. Hann átti t.d. að fara í 3 daga einangrun, en var sleppt út á 1 1/2 degi, allt í orden. Hann nýtur sín á kennelinu og er eins og að hann sé kominn heim. Nýju eigendur hans hringdu í mig í gær, og eru mjög ánægð með hann. Allt sem ég hef sagt um hann stóðst líka, að sjálfsögðu. Ég er fegnust því að honum líður vel og vel er séð um hann.

African Sauda Svaladóttir var sýnd um helgina og varð Besti hundur tegundar. Æðislegt bara. Þó að hún sé tæplega ársgamalt hvolpaskott þá er hún glæsileg og hefur greinileg erft hreyfingarnar frá pabba sínum, ásamt mörgu öðru. Það er virkilega gaman að fá að fylgjast með henni ganga svona vel. Eigandinn hennar baunaði líka á mig að hann væri fastur í þessu, þar sem hann lofaði mér bara einni sýningu, en verður að halda áfram á meðan svona vel gengur, hehehe. Ég kannast vel við þetta sjálf þar sem ég lenti í því sama með Afríku mína. Eva María mín var líka sýnd og neyddist ég til að sýna hana sjálf. Hún fékk góða dóma, en 4 sæti. Ekkert spes gengi, en gengur vonandi bara betur næst. 

Litli sjálfstæðismaðurinn minn er að standa sig vel í skólagörðunum og í dag byrjar hann á smíðavelli. Hann ætlar að byggja sér kofa í garðinn. Bara gaman að því og nauðsynlegt að hann hafi eitthvað fyrir stafni yfir sumartímann. Mér finnst líka gott að geta verið mikið heima og til taks fyrir hann.  Ég er mjög stolt af honum og því hversu gott og hlýðið barn hann er. Vinnusamur og samviskusamur og yndislega ljúfur drengur. Það er munaður að eiga svona börn, verð að segja það. Get ekki annað en verið þakklát bara og ég nýt þess að sjá hann blómstra. 

Nú þarf ég að fara að hugsa mér til hreyfings, fara jafnvel í vinnuferð til að koma mér í gang. Ég er að spá í að fara til Vestmannaeyja bara, í eins og eina viku. Ekki á Þjóðhátíð eða um Verslunarmannahelgina, heldur fyrir eða eftir hana. Ef þið þekkið einhvern sem býr í Eyjum og væri til í að halda matarboð, endilega hóið í mig. Ég útskýri betur hvernig þetta gengur fyrir sig í síma eða á e-maili. Netfangið mitt er: bjarndis@eldamennska.is  

Jæja, nestisgerð og smíðavöllur bíða ekki eftir mér. Hafið það gott kæru vinir. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Áður en ég flutti til Svíþjóðar var ég að vinna og skemmta mér í eyjum... gaman.

Gleðilegt sumar 

Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.6.2008 kl. 23:18

2 Smámynd: Ásta María H Jensen

Hæ gaman að lesa hjá þér og gott að Svala líður vel. Hvernig hefur þú það annars?

Ásta María H Jensen, 1.7.2008 kl. 16:59

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Gott að heyra að Svala líður vel og vel er hugsað um hann en ég fékk alveg hnút í magann! ekki gæti ég hugsað mér að setja mína vitleysinga frá mér

Huld S. Ringsted, 1.7.2008 kl. 22:28

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gott að heyra þetta með Svala en eðlilegt að þú saknir hans.  Gangi þér líka vel í eyjum, er ekki erfitt að fá svona heimakynningar á sumrin? ég er enn að hugsa mér að fá þig í haust/vetur hingað austur.  Knús á þig 

Ásdís Sigurðardóttir, 2.7.2008 kl. 18:56

5 identicon

Knús á þig Baddý, long time

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjarndís Helena Mitchell

Höfundur

Bjarndís Helena Mitchell
Bjarndís Helena Mitchell
Hundadellukerling með meiru. Þetta meira er t.d. börnin mín og fjölskylda, vinnan, vinirnir og svo framvegis.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Gleðileg jól 2009
  • Gleðileg jól 2009
  • ...010_764018
  • ...030
  • ...024_764016

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband