Í sól og sumaryl.......

Sólrík sumarsæla og um að gera að njóta þess. Ég er búin að vera að njóta mín á pallinum heima, sannkölluð Mallorka sól, og skil ekki þörfina fyrir ennþá meiri hita erlendis. Nei, ég nenni ekki til útlanda þegar ég get haft það betra heima hjá mér.

Ég ætla ekki að afsaka mig fyrir bloggleysið undanfarið, hef bara haft öðrum hnöppum að hneppa og stundum þarf maður bara að einbeita sér að því að gera það sem gera þarf, vel, en ekki að komast yfir allt mögulegt og ómögulegt líka. Nenni ekki neinu stressi. Það er komið sumar.

Nú fer tímabili í lífi mínu að ljúka. Svali karlinn er að fara til útlanda á mánudaginn og kemur ekki aftur til Íslands. Hann er að fara á tvær sýningar til að byrja með á Englandi, verður sennilega sýndur meira eftir það líka. En svo á hann bara að hafa það gott karlinn og þjónusta tíkur sér til fjölgunar og yndisauka. Ég mun sakna hans grimmt, mun sakna kelibófans míns og blauta skeggsins. En ég þarf reglulega að minna mig á álagið, líðanina hans þegar tíkur lóða, ástandsins á heimilinu á slíkum tímum og þá veit ég að ég er að gera rétt. Enda synd ef hann dalar uppi á Íslandi með 3 sýningar á ári og enga von um að komast lengra. Hann er nefnilega, Úkraínskur, Moldóvískur, Búlgarskur, Rússneskur, Íslenskur og alþjóðlegur meistari. Pabbi hans er heimsmeistari, Svali næði þeim titli ekki hér á landi. 

Eftir verða 3 tíkur á heimilinu, og er það í raun alveg nóg. Afríka mín, Risa Schnauzerinn minn er þar fyrirferðaminnst í hátterni, þó ekki stærð. Ljúf og yndisleg dama og svo koma litlu dvergarnir mínir Eva María og Chiquita. Þær geta verið háværar þegar gesti ber að garði, en að öðru leyti yndislegar. Eva María verður sýnd á hundasýningu HRFÍ næstu helgi og vonandi mun hún standa sig vel. Hinar eru sestar í helgan stein hvað sýningar varðar.

Í dag er ég með hugann við hund að nafni Díablo, hann er Rottweiler, ljúfur og yndislegur, en hann varð fyrir því óláni að drekka frostlög. Hann er á milli vonar og ótta, vegna þess hvað frostlögur er baneitraður. Ég vona svo innilega að hann nái sér úr þessu, en tíminn einn mun leiða það í ljós. Eigandi hans er búin að standa sig eins og hetja að vaka yfir honum og hjúkra og maður getur ekki annað en vonað heitt og innilega að það fari á góðan veg.  Dýralæknirinn er líka búinn að gera allt sem hægt er og vonandi, vonandi tekst þeim að hjúkra og lækna hann til góðrar heilsu. 

Litli sjálfstæðismaðurinn minn er líka að njóta sín í sumar, hann er í skólagörðunum og ætlar að rækta fullt af grænmeti handa mömmu sinni. Svo er hann að æfa sund og ætlar líka á smíðavellina. Nóg að gera.

Garðurinn er nýgirtur, loksins orðinn hundheldur og pallurinn líka. Við njótum okkar hér heima við, stresslaust og í blíðunni.

Vonandi hafið þið það gott líka, knús á línuna  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamngju með nýja garðinn.. og ég tala ekki um rólegheitin á heimilinu.

Nóttu blíðunnar.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 12:28

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innlitskvitt og kær kveðja frá Selfossi.

Ásdís Sigurðardóttir, 25.6.2008 kl. 12:08

3 identicon

Hæ hæ

Innlits kvitt frá mér. Til hamingju með að garðurinn sé orðin hundheldur, það munar svo miklu að þurfa ekki að vera að hundelta hundanna ef þeir sleppa útfyrir og er líka svo hundleiðinlegt! 

Við Beggi erum loksins búin að opna búðina okkar og heitir hún Nýr Stíll og er til húsa að Langarima 21-23 í litlu verslunarmiðstöðinni, er opin frá 10 til 18 á virkum dögum og 10 til 14 á laugardögum. Erum með ýmislegt til sölu. Endilega komdu og líttu við það væri gaman að sjá þig.   Hafið það sem allra best.

Kær kveðja úr Grafarvoginum í sólarblíðunni.

Nína Margrét (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 13:21

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 27.6.2008 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjarndís Helena Mitchell

Höfundur

Bjarndís Helena Mitchell
Bjarndís Helena Mitchell
Hundadellukerling með meiru. Þetta meira er t.d. börnin mín og fjölskylda, vinnan, vinirnir og svo framvegis.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Gleðileg jól 2009
  • Gleðileg jól 2009
  • ...010_764018
  • ...030
  • ...024_764016

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband