Þrífa, pússa, bóna......vorhreingerning og andleg tiltekt...

Hér veitir sko ekki af vorhreingerningu og yfirhalningu í stórum stíl. Ég er kannski hálfnuð og veit ég fyrir víst að vikan dugar ekki til, þannig séð. Núna er búið að þurrka af öllu í stofunni, breyta aðeins í leiðinni, skúra upp úr ensími til að sótthreinsa gólfin, taka baðið í gegn, og fötum yngsta herrans á heimilinu í hans fatahirslum. Hér var allt flæðandi í drasli og ég hef ekki komist yfir það að halda í horfinu einu sinni, það sem af er á þessu ári. Eldhúsið er hálfnað, og skrifstofuhornið mitt er eftir, ásamt öllum svefnherbergjum og fataskápum heimilisins......

Núna er búið að fjarlægja gömlu ónýtu girðinguna í garðinum, og slá upp byrjuninni á nýrri betri, vindheldri og hundaheldri girðingu. Planið er að girða og hundhelda garðinn og pallinn núna í byrjun sumars, svo að hægt sé að njóta sumarsins almennilega í garðinum.  

Já, hér á að taka í gegn og það rækilega! Ég verð bara að gera það í skömmtum, kemst ekki yfir þetta ein á nokkrum dögum, svo mikið er víst. Tek það fram að ég er ekki manneskjan sem stend í girðingaruppsetningunni...ég ætti það nú alveg eftir. 

Litli sjálfstæðismaðurinn minn er heima í dag vegna veikinda. Honum finnst það ekkert gaman, leiðist og vill bara fá að vera úti. Ég skil hann svo vel, en svona er þetta bara þegar menn eru lasnir.  

Í dag veit ég ekki í raun hvernig mér líður. Ef eitthvað er, þá er ég pínu pirruð og hef grun um að "Rósa frænka" sé á leið í heimsókn. Mig langar að vera glöð og í frábæru skapi, en næ því samt einhvernveginn ekki. Sumir dagar eru bara svona og ég ætla bara að hlakka til þegar ég verð aftur glöð og kát. Held mér veiti ekki af smá "time out" til að hreinlega hvílast og jafna mig. Ætli ég láti ekki bara vaða og finn kætina í leiðinni, er sennilega hálfnuð bara við að pústa aðeins út um þetta.

Já, núna er þetta allt að koma held ég bara. Hehe, ein svolítið klikk í dag BlushW00t

Hafið það sem best, bæ í bili... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ehhh... hvar eru kallarnir með spennitreyjuna

Guðrún B. (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 14:19

2 identicon

Jeminn hvað þú verður hamingjusöm þegar þetta er allt búið, ég væri það allavega

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 21:44

3 Smámynd: Helga Dóra

Gangi þér vel í pússi, er að reyna að standa upp úr sófanum og pússa hjá mér..... Gengur ekki vel......

Helga Dóra, 23.5.2008 kl. 10:59

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 23.5.2008 kl. 23:42

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég er farin að leggja mig, varð þreytt af því að lesa þetta hjá þér duglega kona!

Huld S. Ringsted, 24.5.2008 kl. 13:52

6 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Hæ sæta mín  Þú ert alltaf voða dugleg elskan

Katrín Ósk Adamsdóttir, 24.5.2008 kl. 14:02

7 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Skúra, skrúbba, bóna.... fæ nú samt bara í mallann...nenni nefnilega ekki að byrja sjálf...en kemur einhvern daginn Dugleg ertu snúlla

Bjarney Hallgrímsdóttir, 25.5.2008 kl. 12:09

8 Smámynd: Ásta María H Jensen

Hæ Bjarndís.  Þetta er vorið sem fer svona með mann. Þá kemur svo mikil orka að maður þarf að sigra heiminn á meðan veður er gott.  Ég er sjálf að reyna að ganga í listann sem bíður mín en hreingerningar eru bara hluti af því. Nú á sko að standa í utanhúsviðgerðum, ég er búin að finna smiði og múrara til að leiðbeina mér og hjálpa.  Þetta er gert til að friða samviskuna einsog við íslendingar erum vanir til að eiga rétt á að njóta sólarinnar.   Hvaðan kemur þetta samviskugen.

Ásta María H Jensen, 26.5.2008 kl. 12:40

9 Smámynd: Ella mannvera Ronja Chihuahua og Lilo Boxer/Labrador

Ehh humm ja, ég er sko með frábærar gardínur sem ég dreg fyrir....ja sko til að hlífa húsgögnunum, voða fínt hjá mér sko. Endilega kíktu á mig ef þú ert á ferðinni í bænum duglega kona

Ella mannvera Ronja Chihuahua og Lilo Boxer/Labrador, 29.5.2008 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjarndís Helena Mitchell

Höfundur

Bjarndís Helena Mitchell
Bjarndís Helena Mitchell
Hundadellukerling með meiru. Þetta meira er t.d. börnin mín og fjölskylda, vinnan, vinirnir og svo framvegis.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Gleðileg jól 2009
  • Gleðileg jól 2009
  • ...010_764018
  • ...030
  • ...024_764016

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband