Það mætti halda að hér væri manía í gangi!!

Dagurinn í dag er búinn að vera mjög annasamur, vægast sagt. Hundasnyrtirinn minn hætti lífi og limum og keyrði til okkar í stormi og leiðinda veðri, til að snyrta fyrir mig 6 stk hvolpa. Þvílík hetja! Ég var nú búin að reyna að "umhverfisvenja" hvolpana við snyrtiborð, rakvélina, naglaklippur og svona, en hafði aldrei rakað þau í kinnum eða á eyrum. Greyin voru svolítið hrædd við þetta hávaðasama apparat, en fyrir rest náðu þau að slaka á og endað var á nagla og þófa snyrtingunni, sem þau voru öllu vanari og þannig náðum við að enda þetta í jákvæðni og afslöppun.

Svo stóð ég í ströngu við að svara fyrirspurnum um hvolpana og taka á móti fólki til að skoða. Í dag upplifði ég það að lofa tveimur hvolpum og svo datt ein inn aftur, þar sem leyfi fyrir henni fékkst ekki í húsinu. Eftir sem áður lítur út fyrir að einungis tvær tíkur eru eftir, í boði. (En ég á von á fólki að skoða á morgun líka)

Munu það vera (Tröllatrúar) Balí Blaka

024

 Og svo (Tröllatrúar) Belize Bíbí Ögn 023

 

 

 

 

 

 

 

 

Báðar eru þær kelnar og yndislegar, Bíbí aðeins fjörugri en Blaka, og báðar metnar á hvolpaskapgerðarmatinu sem góðir fjölskylduhundar. Þó að ég telji að Balí Blaka sé tilvalin fyrir rólegan einstæðing sem kelibombu og félaga. Hún er svolítil prinsessa daman, en myndi sóma sér virkilega vel í sýningarhringnum líka. Bíbí Ögnin litla, var sú sem ég hafði mestar áhyggjur af eftir fæðinguna, en þrátt fyrir að vera minnst í gotinu, þá hefur hún aldrei gefið neinum neitt eftir. Algjör dúndurdúlla. 

Þetta er allt að koma. Núna eru þau svona nokkurnvegin tilbúin til afhendingar, búið að bólusetja, heilsufarsskoða, ormahreinsa og örmerkja, búið að snyrta og snurfusa, búið að fara í hvolpaskapgerðarmat og það eina sem eftir er, er að tryggja og sækja um ættbækurnar ásamt því að fínisera og útbúa hvolpamöppurnar þeirra allra. Sem ég geri væntanlega allt á morgun. W00t

Ásamt því að fara í bæinn á fund, redda hundamat, selja snyrtiborð, kaupa snyrtiborð (er að skipta út og uppfæra), versla í matinn, koma heim sinna hundum, hvolpum og börnum, elda mat, sýna hvolpa og þar fram eftir götunum. Nóg að gera!!!

Ég hef komist skammarlega lítið á bloggrúntinn þessa helgina, þó að ég hafi gert nokkrar heiðarlegar tilraunir. Þetta kemur, bráðum fer allt að falla í hversdagsleikann hér, þó að ég þekki varla hvað það er. Hljómar eins og frí fyrir mér, hahaLoL. Hér er aldrei lognmolla og hversdagsgrámi yfir neinu. Ef það kemur rólegur dagur, þá er það frí og frábær tilbreyting! Bara gaman að því.

Hafið þið það sem best kæru vinir. Janúar er að verða búinn, svo er Febrúar fljótur að líða og þá er að koma vor, er það ekki?Kissing Ein sem virkar manísk eins og er, en ég lofa, ég er það alls ekki, bara önnum kafin kona!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig í heiminum finnur þú þessi nöfn á hundana? Ég hef aldrei heyrt svona hundanöfn áður, ferlega frumlegt hjá þér.  

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 16:21

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú verður að muna að mynda þá við hvitan bakgrunn svo þeir sjáist betur litlu skottin. 

Ásdís Sigurðardóttir, 28.1.2008 kl. 17:56

3 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Magga, ég er venjulega gjörsamlega geld þegar það kemur að nafnavali, en í þessu tilviki, þá var um B-got að ræða, og ákvað ég að finna nöfn á eyjum í heiminum sem byrjuðu á B. Úr varð Bioko, Borneo, Barbados, Balí og Belíze sem er reyndar ekki eyja heldur land. Bíbí og Blaka var eitthvað sem karlinn fann upp á og Ögnin var agnarsmá við fæðinguna. Ég hélt að hún myndi ekki braggast en hún afsannaði þá kenningu hjálparlaust daman.

Ásdís, ég veit að það hefði verið heppilegra að hafa bakgrunninn hvítan eða ljósan. Þeim var bara stillt upp svona, af hundasnyrtinum og hún var ekki með ljósan slopp með sér.

Bjarndís Helena Mitchell, 29.1.2008 kl. 00:11

4 Smámynd: Ásta María H Jensen

Mér finnst nöfnin Bíbí og Blaka rosalega flott. Það segir bara það að það skiptir ekki máli hver ég er, ég er bara ég

Ásta María H Jensen, 29.1.2008 kl. 01:33

5 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

...og áður en við vitum af er komið vor  og ég er farin að hlakka til þess

Annars æðislegir voffar og krúttleg nöfnin á þeim

Hafðu það gott vinan

Bjarney Hallgrímsdóttir, 30.1.2008 kl. 10:08

6 identicon

Jamm bara að koma því að framfæri að ég kom og skoðaði á mánudaginn.... leist svo vel á að ég keypti Balí Blöku....

Bjarndís Marín (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjarndís Helena Mitchell

Höfundur

Bjarndís Helena Mitchell
Bjarndís Helena Mitchell
Hundadellukerling með meiru. Þetta meira er t.d. börnin mín og fjölskylda, vinnan, vinirnir og svo framvegis.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Gleðileg jól 2009
  • Gleðileg jól 2009
  • ...010_764018
  • ...030
  • ...024_764016

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 34035

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband