26.1.2008 | 01:57
Ég er rík!!
Mig langar að kynna til leiks Miniature Schnauzer tík að nafni Eva María. Hún er nýjasti fjölskyldumeðlimurinn okkar, rétt um 9 vikna núna. Hún er af litaafbrigðinu svart og silfur. Mun hún fá að taka þátt í sýningum í framtíðinni og ef hún er lofandi kemur bara í ljós. Mér finnst hún voða skemmtileg tík, enda frænka Chiquitu minnar og skoraði mjög svipað og mínir hvolpar í hvolpaskapgerðarmatinu um daginn.
Ég veit að ég er með dellu, þarf að vera það með 9 hunda á heimilinu eins og er. En þetta er gaman, þetta gefur manni svo mikið. Hér eru alltaf fagnaðarlæti þegar fólk kemur heim. Hér er enginn einmana eða verkefnalaus með svona félaga. Ég get svarið það að þessir hundar hafa haldið mér gangandi oft á tíðum, ég væri bara hálf manneskja án þeirra. Strákarnir mínir eru líka á sama máli. Þeir vildu ekki vera án þeirra. Knús, samvera og útivist og agi er alltaf í boði hér. Þetta eru vinir sem kunna að þegja yfir leyndarmálum, eru alltaf til í að hanga með manni, rífast ekki við mann eða fara í fýlu. Eru trú og trygg alveg til endaloka. Ég er sannarlega rík að eiga svona fjölskyldu, sem umber og tekur þátt í þessari dellu minni. Fannar Dór gæti eflaust ekki hugsað sér lífið án hundanna. Þau eru hans ær og kýr og hann fær endalausa útrás fyrir keliþörf sinni og ég á ófáar myndir af honum sofandi með hundunum. Hér koma nokkrar:
Hérna til hliðar, er hann með þrífættri tík sem við björguðum utan af landi og komum í bráðnauðsynlega aðgerð hér í bænum. Því miður var ekki hægt að bjarga fætinum hennar, en hún lifir góðu lífi í dag, með 3 jafnfljóta og gefur engum neitt eftir. Hér fyrir neðan er hann sofandi í hvolpagrindinni, búinn að kela og knúsa þangað til að hann sofnaði. Þar fyrir neðan er hann að nota Diljá sem kodda, sem hann gjarnan gerði. Hún var svo þolinmóð og þótti svo vænt um hann, að hann mátti alveg vera sængin hennar.
Ég veit ekki hvar þessi fjölskylda væri án þess að fá að njóta þessara bestu vina okkar. Ég er sannarlega rík, og börnin mín líka því þeir fá að njóta skilyrðislausrar ástar og félagsskapar þessara skemmtilegu vina okkar. Ég veit ég er háfleyg og væmin, en þetta er bara dagsatt. Núna, þegar allt er á kafi í snjó, er kannski ekki besta tilhugsunin að fara út með hundana. En þegar út er komið, þarf það ekki að taka langan tíma, lengjum bara þegar það liggur betur við. Þetta er samt hressandi og manni líður alltaf betur fyrir vikið þegar inn er komið. Ekki spillir fyrir þakklætið og ástin sem maður fær í staðinn frá þessum vinum sínum. Svo er veturinn bara stuttur hér, þannig séð, eða vetur í þeirri mynd sem hann er utandyra í dag. Nei, þrátt fyrir harðan vetur, rigningardaga, og allskonar hluta, þá vildi ég aldrei þurfa að lifa án þess að eiga góðan hund. Ég er sannarlega rík kona!!!
Um bloggið
Bjarndís Helena Mitchell
Tenglar
Tenglar
- MPG-CAP, eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eða dísel á allar vélategundir!
- http://www.svartskeggs.com
- http://www.hrfi.is
- http://www.kennel-savali.info
- http://www.hundaspjall.is
- http://www.giant.bloggar.is
- http://www.mitchell.is
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Stundum kemur fyrir að Steinar er akkurat úti að labba með mína þegar ég kem heim, enginn fagnar mér. Enginn skælir af gleði þegar ég kem heim. Það eru ekki sérlega skemmtilegir dagar. Svo kemur hann heim með þá og þeir bilast af gleði, bæði búnir að labba og svo er mamma komin.
Hundar eru yndislegir félagar.
Gaman að sjá hvað stráksa líður vel innan um vinina sína
Ragnheiður , 26.1.2008 kl. 12:16
Af hverju Eva María?

Mér finnst það vera æðislega fallegt nafn... konan mín heitir Eva María.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 26.1.2008 kl. 14:34
Hún heitir Svartskeggs Eva María í ættbók, ég er ekki búin að ákveða að kalla hana neitt annað, enda er hún búin að vera "Eva María" í mínum huga frá því að hún fæddist.
Bjarndís Helena Mitchell, 26.1.2008 kl. 15:18
Æðislegt blogg. Ég fann svo tilfinninguna sem þú lýstir. Þegar maður skellir sér út þó maður nenni ekki en kemur svo blautur og hress á eftir í gallanum með snjó útum allt, hundarnir brosa út að eyrum, og horfa á mann þakklætisaugum. Sleikja á manni handabaki sem segir, "mamma við eru vinir er það ekki"
Ásta María H Jensen, 26.1.2008 kl. 16:24
Æ, dýr eru svo yndisleg. Ég á bara kisu en gæti ekki á hennar verið, dýrin elska mann svo mikið og það er svo gott að vera góður við þau.
Ásdís Sigurðardóttir, 26.1.2008 kl. 16:53
Það er svo gaman að máltækjum...... hundarnir eru hans ær og kýr !
Ofboðslega er Eva María fallegur hundur.
Anna Einarsdóttir, 26.1.2008 kl. 21:05
Ofsalega er Eva María sæt!
já Bjarndís mín, það er yndislegt að eiga hunda, stundum verð ég ofsalega þreytt á mínum 3 en gæti samt ekki hugsað mér að láta neinn frá mér 
Huld S. Ringsted, 26.1.2008 kl. 23:01
Þetta er líkt og eiga 9 stk börn, takk fyrir, en þú ert auðvitað kraftaverkamanneskja líkt og venjulega. Ég gæti þetta ekki með svo marga, nóg að hafa eitt stk. unglingskött sem þvílíkur leikur er í að það hálfa væri nóg.
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 09:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.