14.1.2008 | 09:05
Sitt lítið af hverju........
Tíminn líður svo hratt þessa dagana og ég er oft svo þreytt að ég er í hálfgerðri móðu sjálf. En er öll að koma til samt. Það tekur bara á að vera endalaust með tættan svefn, sinna hvolpunum jafnt á nóttunni og á daginn, ásamt öllu sem þarf að sinna þá líka.
Elsti sonurinn kom heim, heill á húfi frá Danmörku. En er búinn að liggja í tölvunni síðan hann kom heim. Ég þarf að fara að ná því að sparka í rassinn á honum almennilega, til að hann fari og finnur sér vinnu. Þetta er ekki hægt öllu lengur!
Miðju gaurinn minn er farinn að fara sjálfviljugur, snemma að sofa, og er eldhress á morgnana og samviskusamur með skólann. Ég er voða fegin og stolt af honum vegna þessa.
Litli sjálfstæðismaðurinn er enn að komast á réttan kjöl eftir jólin. Þetta var fyrsta fríið síðan hann fæddist, sem hann hefur lært eða náð að sofa út, eða lengur en til kl. 7, en gallinn er að hann á erfitt með að vakna núna. Eitthvað sem var ekki vandamál áður. Ég trúi því samt að í lok þessarar viku, þá mun hann vera kominn í rútínu og allt eins og það á að vera á ný.
Semsagt engin stórvandamál þannig séð á heimilinu. Hvolparnir dafna og eru að verða enn kröfuharðari smátt og smátt. Kalla stöðugt á athygli og knús og mamma þeirra er nánast hætt að nenna að gefa þeim spena, nema endrum og eins. Þau eru löngu farin að fá mat, fyrst graut, svo graut með uppbleyttu hvolpafóðri. Nú eru þau með hvolpaþurrfóður hjá sér alltaf, ef þau vilja naga, og svo gef ég þeim bleytta fóðrið í graut nokkrum sinnum á dag. Þau eru hverju öðru yndislegra. Litla Agnarögnin, er sko engin ögn lengur, og er þvílíkur fjörkálfur. Eða kannski ekki of mikill, frekar bara fjörugri en stóra systir sín, sem tekur öllu með ró og jafnaðargeði. Þarf umhugsunartíma, hvort hún yfir höfuð nenni þessu núna, eða vilji bara sofa. Sú er með skemmtilegan karakter, er sjálfstæð en á alveg til, hasarinn og lætin líka, bara í minna magni og þegar hún nennir.
Strákarnir í hópnum eru mikið til jafnir. Einn er frekastur á athygli, en þeir eru allir kelibófar og knúsíkarlar (eins og þau öll) og voða kátir strákar. Það er virkilega gaman að fylgjast með þeim þroskast, stækka og dafna. Ég gæti alveg setið hjá þeim allar stundir sólarhringsins, ef ég mætti vera að því, og bara fylgst með þeim og leikið við þau. Umhverfisþjálfunin gengur vel, en ég þarf að fara að ganga samt lengra með þau. Verst hvað það snjóaði rosalega í nótt, því ég var hálfpartinn búin að ákveða að leyfa þeim að fara fyrstu skoðunarferðina út á pall, í dag. Geri það ekki ef þau hverfa í snjóinn.
Ég er sjálf öll að koma til. Sorgin yfir greiningunni er að hverfa og ég er að sættast við þetta. Þetta er í raun bara eins og ég var, nema núna veit ég afhverju það stafar. Ég er enn að venjast því að átta mig á heildar-einkenna-pakkanum, hvað þessi og hinn verkurinn er í raun og veru, og afhverju ég er svona og hinsvegin. En, þetta kemur í rólegheitunum. Verst hvað hver verkur verður ýktur einhvernveginn við að vera meðvituð um þá, og virðist sárari en þegar ég lifði í blekkingarheimi. En ég er viss um að það venst og dofnar með tímanum. Svona er þetta bara og ég verð bara að lifa með því. Einn dag í einu.
Jæja, það er nóg fyrir mig að gera í dag. Verð að fara að hafa hraðann á.
Later.....
Um bloggið
Bjarndís Helena Mitchell
Tenglar
Tenglar
- MPG-CAP, eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eða dísel á allar vélategundir!
- http://www.svartskeggs.com
- http://www.hrfi.is
- http://www.kennel-savali.info
- http://www.hundaspjall.is
- http://www.giant.bloggar.is
- http://www.mitchell.is
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 34035
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég ætla ekki að segja svo mikið, bara láta þig vita að ég sé búinn að lesa og sendi hlýjar stuðningskveðjur til þín.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 14.1.2008 kl. 12:28
Já, elskið mitt, einn dag í einu það er það eina sem við getum gert. Gaman að sjá hvolpana þína, en þetta er ekki heilsusamlegt fyrir þig, heildstæður svefn er eitt af því sem við með þennan sjúkdóm, verðum að fá, skiptir bara öllu. Farðu vel með þig. Hér bara snjóar ekkert.
Ásdís Sigurðardóttir, 14.1.2008 kl. 12:34
knús
Guðrún B. (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 13:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.