Ekki fer alltaf allt eftir pöntun............

100_0371 (Small) Í dag fór ég með Afríku til dýralæknis. Ég ætlaði að láta hana í sónar til að fá staðfestingu á því að hún væri hvolpafull, en sónarinn var í viðgerð. Dýralæknirinn mundi þá að hún átti til blóðprufu kit,  þungunarpróf fyrir hunda. Við skelltum henni í það snöggvast en niðurstaðan var samt að hún er ekki hvolpafull. Ekki alveg það sem ég vildi heyra!

Ég sem var svo viss um að von væri á risum núna. Að núna hafi sko tekist ætlunarverkið. En nei, ekki alveg það sem ég óskaði mér.

Sem betur fer frestaðist för Svala til Englands þangað til í júní. Svona geta örlögin haft vit fyrir manni. Þetta átti að fara svona afþví að við áttum eftir að klára það sem byrjað var á. Ég ætla bara að líta á það þannig, því allt hefur gengið á afturfótunum í smá tíma núna. Núna segi ég bara, það hlaut að vera! Við fáum semsé einn sjéns enn til að freistast til að koma með þetta eina alvöru got. Svo hætti ég þessu bara. Þetta er dýrt spaug og brigðult. En óneitanlega spennandi.

Hvolparnir sem fæddir eru dafna vel. Þau hafa það gott á "svæðinu" sínu og leika sér, tæta dagblöð  (nýjasta uppgötvunin) og kalla á knús og samveru nánast stanslaust. Ég gæti verið að dúlla mér við að sinna þeim allan sólarhringinn, og í raun er ég að því svona mestmegnis. Sennilega er það lán í óláni að vera ekki að koma með tvö got bak í bak. Það hefði kostað 4 mánaða stanslausa sólarhringsvakt.

Á morgun fer ég í blóðprufu og blóðþrýstingsmælingu. Svo ætla ég að fara á hárgreiðslustofu og flikka aðeins upp á lookið. Fela gráu hárin og svona. Svo kemur elsti strákurinn minn frá Danmörku annað kvöld, að öllum líkindum, nema að hann fái vinnu allt í einu í fyrramálið, þá gæti hann ílengst í Köben. Kemur í ljós, alltaf spennandi að vita ekki alveg allt.

Nú ætla ég að reyna að kíkja á bloggrúntinn, á milli hvolpavæls og ná því að kvitta hjá allavega 5 bloggvinum fyrir svefninn. Kem svo aftur við annað kvöld vonandi, eftir ferðina á flugvöllinn og svona.

Góða nótt og takk fyrir stuðninginn í síðustu færslu. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Æj en þetta hefur kannski bara verið af hinu góða, færð þá smá pásu á milli hvolpauppeldis.

Ragnheiður , 9.1.2008 kl. 01:12

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Er kannski einhver að ráðstafa gotum svo þú sparir sjálfa þig, ekki ganga fram af þér mín kæra.  Knús í nóttina.

Ásdís Sigurðardóttir, 9.1.2008 kl. 01:16

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þú verður að kíkja við á bloggið mitt og sega hvað þér finnst um hugmyndina mína...  

Gunnar Helgi Eysteinsson, 9.1.2008 kl. 09:26

4 identicon

Hæ.

Frábært hvað gengur  vel með hvolpanna ykkar. Það gengur bara betur næst með Afríku, ég trúi því að hún verði hvolpafull í næstu umferð. Ég er nú svo forvitin, hvað kostar það mikið svona ferli að reyna að fá got?

Gott hvað gekk vel hjá þínum elsta útí Danmörku og að hann komi heill heim.  Maður hefur nú alltaf smá worrys af ungunum sínum þegar þau eru langt í burtu.

Flott hjá þér stelpa að flikka uppá lookið, maður á að gera meira afþví að hugsa vel um sjálfan sig, sérstaklega á þessum dimmustu tímum á árinu. Annars ertu nú svo sæt að þú þarft ekki mikið flikk.

Bið svo kærlega að heilsa öllum. Bestu kveðjur úr Grafarvoginum.

Nína Margrét (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 08:47

5 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Tja, "how do I break it to you gently?". Það sem Svali hefur kostað okkur og allt í kring um hann er uppá rúmlega 1.200.000 so far. Þetta er fyrir utan tíkina, sýningargjöld, dýralæknakostnað við gotið og margt fleira. Erfitt er að útskýra þetta svo vel fari, þar sem póllinn sem ég tek í hæðina er einungis í sambandi við got. Ef ég ætlaði að eiga þennan hund sjálf, þá myndi málið horfa allt öðruvísi við, en það passar einfaldlega ekki inn í okkar fjölskyldu að vera með rakka og tík saman í þessari stærðargráðu. Upprunalega ætlaðii ég aldrei að eiga þennan hund sjálf. Löng saga og leiðinleg. Ég tók bara þátt í innflutningnum á honum fyrir þetta eina got. Svo, sat ég uppi með hundinn, kostnaðinn, ábyrgðina og allan pakkann óvænt ein. Svona er nú lífið. En Svali má eiga það að hann er eðalhundur, orkubolti með mikla þjálfun, frábæran sýningarárangur og vonandi lendir hann "heima" þegar hann fer til Englands. (Ég ætla ekki að minnast á tapið sem ég verð fyrir við söluna á honum þangað)

Allir héðan biðja að heilsa í Grafarvoginn, sömuleiðis

Bjarndís Helena Mitchell, 10.1.2008 kl. 09:22

6 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Svo að ég svari spurningu þinni á annan veg í "venjulegu" dæmi. Þá giska ég á að kostnaður við got sé kannski á þennan veg: Rakkagjald (tippatollur) = andvirði eins hvolps ef um 3 -5 hvolpar eru fæddir, andvirði 2 hvolpa ef um fleiri er að ræða í gotinu, og 1/3 af andvirðinu ef færri en 3 fæðast.

Dýralæknakostnaður er margbreytilegur og fer eftir aðstæðum líka, en sónar kostar rúml. 6000, skoðun 3000, vonandi fer allt vel og það þarf ekkert inngrip í fæðingunni, en þar gæti kostnaðurinn hlaupið frá tugum þúsunda uppí hundrað þúsund og jafnvel meira. Heilsufarsskoðun, ormahreinsun, bólusetning er um 5000 á hvern hvolp. Við þetta má bæta nokkur þúsund í viðbót ef um örmerkingu er að ræða, en það er misjafnt hvort að hún fylgi með eða ekki.

Ættbók hjá HRFÍ kostar 8.900 á hvern hvolp. Ræktunarnafn 24.500

Einstaka ræktendur eru farnir að láta fyrsta árið í líf og sjúkdómatryggingu fylgja með sem kostar á bilinu 12-18.000 á hvern hvolp.

Svo fer eftir því hvað meira hver ræktandi lætur fylgja með. Ég t.d. læt snyrta núna fyrir afhendingu, læt fylgja með snyrting á stofu um 4 mánaða aldurinn líka. Það er afþví að þessa tegund þarf að reyta og fyrir sýningardýr er mikilvægt að rétt sé staðið að snyrtingunni. Gott fyrir nýja eigendur að sjá þetta og læra frá grunni sem fyrst.

Svo læt ég framkvæma svokallað Volhardt Puppy Aptitude test á hvolpana. Þetta er hvolpaskapgerðarmat sem gefur fólki góða hugmynd að hvernig hvolpurinn er upplagður að skapferli. Er hann var um sig, eða opinn og vinalegur. Hefur hann mikið eða lítið varnareðli, gæti hann t.d. varið dótið sitt og matinn? Er hann hræddur við hvell hljóð? Er hann undirgefinn eða dóminerandi? Þetta getur gefið fólki góða hugmynd að því hvað er gott að leggja áherslu á í sambandi við þjálfun og uppeldi. Upplýsingar sem gott er að hafa strax í upphafi.

En þetta er dýrt mér reiknast til að kostnaðurinn við hvern hvolp er a.m.k. 50.000 (fyrir utan mat, nagbein, gotkassa, bæli, og allan umönnunarkostnaðinn) Svo má ekki gleyma að hverjum hvolpi þarf að fylgja matur sem hann er vanur á nýja heimilið. Mappa fylgir með hverjum hvolp líka með allskonar upplýsingum um tegundina, hvolpa og umönnun og uppeldi þeirra, fóðrið sem þeir eru vanir, snyrtinguna og hvernig hún á að líta út og er gerð og margt fleira. Svo þarf maður að vera til taks hvenær sem er til að ráðleggja, hjálpa til og svona fyrir nýja eigendur. Þetta er líka skuldbinding til þjónustu við þessa hvolpa næstu árin í það minnsta. Að ég tali ekki um skilaréttinum ef illa fer eða galli kemur upp. Galli sem ekki er hægt að sjá fyrir og getur komið upp hjá hverjum sem er.

Svo er grunn kostnaðurinn við að koma með got a.m.k. 220.000 ef rakkagjaldið er tekið með. En það getur líka farið á verri veg og kostað mun meira.

Þetta er ekki gróðabusiness, svo mikið er víst. Bara dýrt áhugamál. Ef, eins og svo oft þarf að gera, þarf að flytja inn ræktunardýr, þá má leikandi bæta við milljónina og meira. Tvöfalt ef það þarf að flytja inn bæði undaneldisdýrin. Þá verður líka að vanda valið því það getur brugðist til beggja vona. Algert happdrætti í raun, þó að vandað sé að öllu.

Vonandi gefur þetta þér einhverja vísbendingu um þetta

Bjarndís Helena Mitchell, 10.1.2008 kl. 09:57

7 identicon

Vá, Arrrgg. Svakalegur kostnaður!  Ekkert smádýrt!!! En örugglega vel þess virði  þá meina ég fyrir ánægjuna sem fylgir þessarri umhyggju og gleðin þegar allt gengur vel.   Einn vinur okkar flutti inn Bulldog frá Englandi fyrir nokkrum árum, eðalhund frá mjög góðum ræktanda og kostaði það hann um tvær milljónir með öllu! En hann fann nú ekki mikið fyrir því fjárhagslega, er stórverktaki í iðnaðarheiminum  og er ekki aðallega með ræktun í huga.

Tippatollur, hahaha  frábært orð! Hugsaðu þér ef við gætum nú tekið "tippatoll" af karlpeningnum við allar barneignir.  Eða senda þá í skapgerðarmat áður en lengra er haldið! Gæti orðið mjög skemmtileg og fróðleg útkoma.

Já, Baddý mín, svarið þitt gefur mér heilmikla vísbendingu um þetta og mér finnst þið algjörar hetjur að standa í þessarri heilmiklu vinnu sem fylgir ræktuninni og einnig miðað við heilsuna þína. En þetta gefur svo mikið og þó ég sé ekki með ræktun þá gæti ég ekki hugsað mér að hafa ekki hund, yndisleg dýr að öllu leyti.  

Ég segi enn og aftur, gangi ykkur sem allra allra best með hundanna ykkar, þið eruð að standa ykkur frábærlega í þessu að öllu leyti.

Kærar kveðjur úr Grafarvoginum

Nína Margrét (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 16:35

8 identicon

Djí, myndi ekki nenna að standa í þessu, mér þykir þú hafa áhugann greinilega og kannski gott. Einhver áhugamál verður maður að hafa.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 11:58

9 Smámynd: Ásta María H Jensen

Þetta er rosalegt   Nína, það væri karlpeningurinn sem tæki tippatollin af hverri breeding, og þar sem venjuleg kona eignast flest alltaf eitt barn myndi ég segja 15-20% af hverju barni og þá er spurning myndum við selja börnin eða halda þeim.  Það er kannski ástæðan að maður leyfir þeim að leika sér á milli til að þurfa ekki að borga tippatollinn.

Ásta María H Jensen, 13.1.2008 kl. 03:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjarndís Helena Mitchell

Höfundur

Bjarndís Helena Mitchell
Bjarndís Helena Mitchell
Hundadellukerling með meiru. Þetta meira er t.d. börnin mín og fjölskylda, vinnan, vinirnir og svo framvegis.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Gleðileg jól 2009
  • Gleðileg jól 2009
  • ...010_764018
  • ...030
  • ...024_764016

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 34035

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband