8.1.2008 | 01:52
Hvolpagaman
Mig langar að setja inn nokkrar myndir af nýja "hvolpasvæðinu" sem hvolparnir fengu úthlutað í dag. Þar er aðeins meira pláss en í gotkassanum, en þau sjá út til okkar hinna fjölskyldumeðlimanna á heimilinu. Mikil gleði og spenna hefur ríkt í kvöld, hvolparnir kalla á athygli og Afríka vill svooooo fá að koma að leika. Hún er farin að fá að þefa svolítið og taka smá þátt. Allt undir ströngu eftirliti, og þá aðallega til að stressa ekki Chiquitu, því Afríka fer ofurvarlega að skottunum. Chiquita er enn að venjast þessu, líka nýja hliðinu til að fara inn og út um. Nú þarf að hleypa henni, hún er ekki lengur með skammel til að þjóna sem trappa.
Hér er búið að vera mikið fjör í kvöld og mig grunar að gamanið sé rétt að byrja. Karakter hvolpanna er að fá á sig mynd, og þau eru öll með sín sérkenni og persónuleika.
Jæja, ég ætla að reyna að fara að sofa núna.
Knús í nóttina
Um bloggið
Bjarndís Helena Mitchell
Tenglar
Tenglar
- MPG-CAP, eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eða dísel á allar vélategundir!
- http://www.svartskeggs.com
- http://www.hrfi.is
- http://www.kennel-savali.info
- http://www.hundaspjall.is
- http://www.giant.bloggar.is
- http://www.mitchell.is
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með hvað hvolparnir dafna vel, þeir eru æðislegir.
Það verður mikið fjör á ykkar heimili og nóg að gera, gaman að því.
Kær kveðja úr Grafarvoginum.
Nína Margrét (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 07:57
Gunnar Helgi Eysteinsson, 8.1.2008 kl. 09:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.