Miniature Schnauzer

Ég er með 5 hvolpa af tegundinni Miniature Schnauzer, allir svartir. Um er að ræða 3 rakka og 2 tíkur, fædd 2 desember 2007. Tilbúin til afhendingar í byrjun febrúar.


Barbados

Bad to the Bone Bioko

Borneo

Belize Bíbí Ögn

Balí Blaka

MATARTÍMI!!

Pabbinn

Mamman í *Bling* ólinni sinni

Aðeins skárrri mynd af mömmu, þarf að fara með hana í myndatöku, svei mér þá!


Hvolparnir eru undan SUCH Gloris Super Lamigras Man "Texas" og Svartskeggs Cheerios "Chiquita". Ég hef sótt um ræktunarnafnið: "Tröllatrúar", en er ekki enn búin að fá staðfestingu hvort það fáist samþykkt.

Hvolparnir afhendast heilsufarsskoðaðir, ormahreinsaðir, bólusettir, örmerktir, snyrtir og með ættbók hjá Hundaræktarfélagi Íslands. Þeim fylgir líf og sjúkdómatrygging í eitt ár hjá VÍS Agría, snyrting á stofu um 4ra mánaða aldurinn og búið verður að fara með þau öll í svokallað PAT próf.

Um er að ræða "Puppy Aptitude Test" eða hvolpaskapgerðarmat, til að aðstoða tilvonandi eigendur við að finna hund við sitt hæfi, hafa einhverja hugmynd um skapgerð hvolpsins, og geta þar með gert sér hugmyndir að því hvað gott er að leggja áherslur á í þjálfun og uppeldi. Þetta próf er mjög athyglisvert og fræðandi.

Upplýsingar í síma: 587 6466 eða 898 8567 eða á netfanginu: bjarndis@eldamennska.is

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Úffffff...farin strax áður en ég kaupi hvolp !

Ragnheiður , 6.1.2008 kl. 00:26

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Segi það sama... þeir eru hættulega sætir.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 6.1.2008 kl. 00:33

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég kom ekki einu sinni hingað....... vúúúúú krúttin.......

Anna Einarsdóttir, 6.1.2008 kl. 00:54

4 Smámynd: Ásta María H Jensen

Dúllu rúsínur.  Ég vona að þeir fái frábær heimili.

Ásta María H Jensen, 6.1.2008 kl. 01:49

5 identicon

úfffff,,,, Baddý, ekkert smá krútt , en get ekki tekið hvolp að mér enn sem komið er.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 14:35

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Algjörlega æðislegir finnst mér.   Dog 

Ásdís Sigurðardóttir, 6.1.2008 kl. 23:08

7 identicon

KRÚTTKAST !!!   skammastín addna .. gera mann snar.   dúllurnar ..

Guðrún B. (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 23:42

8 Smámynd: Huld S. Ringsted

SÆTIR!!! æææ mig langar í en nei-nei, nóg af hryðjuverkamönnum á þessu heimili

Huld S. Ringsted, 7.1.2008 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjarndís Helena Mitchell

Höfundur

Bjarndís Helena Mitchell
Bjarndís Helena Mitchell
Hundadellukerling með meiru. Þetta meira er t.d. börnin mín og fjölskylda, vinnan, vinirnir og svo framvegis.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Gleðileg jól 2009
  • Gleðileg jól 2009
  • ...010_764018
  • ...030
  • ...024_764016

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 34035

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband