Skítlegt eðli............

51qa9isIu6L._BO2,204,203,200_PIsitb-dp-500-arrow,TopRight,45,-64_OU02_AA240_SH20_Ég fékk uppbyggjandi gagnrýni í gær í minn garð. Hér var í heimsókn góðvinur fjölskyldunnar sem er ekki í frásögur færandi, nema það að hann var bara í heimsókn að spjalla um daginn og veginn. Í miðjum samræðum sneri hann sér til mín og sagði við mig að hann verði að gagnrýna mig smá. Ég leit upp, sperrti eyrun og bað hann um að halda áfram.

Sko, sagði hann, ég er viss um að þér myndi ganga vel í öllu sem þú ert að gera, ef þú hefðir bara eitt. Þú værir að mala gull í dag með verslunina þína, ef þú hefðir bara þetta eina til að bera. 

Nú var ég orðin forvitin og vildi ólm fá að vita hvað þetta væri sem hann var að tala um. Nú, skítlegt eðli! Þig skortir allt sem heitir skítlegt eðli, og þar með lúffar þú fyrir öllum og öllu!

Vitið þið, hann fékk mig til að hugsa, hugsa lengi og vel um þetta, og á tímabili settist ég niður og skrifaði langan pistil, til manneskju sem hefur gert mér lífið leitt undanfarið, með sínu skítlega eðli, og hugðist jafnvel birta hann á netinu fyrir alþjóð. Sýna þessari manneskju sömu kurteisi og hún hefur gert mér. En, ég finn ekki mitt innra skítlega eðli, til að gera það. Sé ekki tilgang í því, nema til að viðhalda leiðindum og fjandskap á opinberum vettvangi. Ég finn ómögulega minn innri púka til að svara í sömu mynt.

Niðurstaðan mín er sú. Ef ég þarf að notast við skítlegt eðli, skítkast og leiðindi, í lífi mínu, þá væri ég sorglegri en allt sem sorglegt er. Mín innri hamingja væri þá í húfi og ég ætti erfitt með að lifa með sjálfri mér. Vissulega þarf maður stundum að svara fyrir sig, en ég reyni eftir fremsta megni að gera það með reisn og í heiðarleika. Nenni ekki að þurfa að vera með ljóta samvisku til að ná höggi á einhvern annan. Vil ekki heldur vinna við eitthvað sem krefst þess að vera með óheiðarleika eða bara gróðaglampa í augunum. Þá er engin ánægja af því til lengdar.

Þannig að niðurstaðan er sú að ég verð að lifa áfram skíteðlislaust. Er samt að spá í að fjárfesta í bókinni hérna fyrir ofan, bara til að skerpa á varnarpúkanum í mér og finna aðferðir til að halda samt reisninni og stoltinu í lagi.  

Það væri gaman að sjá hvað öðrum finnst um skítlegt eðli, hvernig túlkið þið slíkt eðli? Er þetta sjálfsbjargarviðleitni, rotið innræti, sjálfselskuháttur eða eitthvað annað? Skilgreiningin sem slík er líka að vefjast fyrir mér, hvað er skítlegt eðli??? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

mér finnst skítlegt eðli vera það að gera lítið úr öðrum til að upphefja sjálfan sig, og það að baktala fólk

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.1.2008 kl. 02:19

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ólafur Ragnar og Davíð eru sérfróðir um skítlegt eðli eins og frægt er. Spyrðu þá

Hólmdís Hjartardóttir, 3.1.2008 kl. 03:30

3 Smámynd: Ragnheiður

Skítlegt eðli ? Ég get ekki séð að það hafi nokkurn tímann hjálpað neinum á nokkurn hátt. Hins vegar hefur það hinsvegar læðst að fólki seinna meir ef skítlega eðlið er í einhverju magni

Ragnheiður , 3.1.2008 kl. 06:52

4 identicon

Ég er sammála Jónu með að skítlegt eðli er að upphefja sjálfan sig með að gera lítið úr öðrum, fólk sem gerir slíkt heldur að það sé að upphefja sjálfan sig í augum annarra.

Svo tel ég líka að skítlegt eðli sé að hagnast á öðrum með að grafa undan þeim og vilja svo ekki viðurkenna það þegar gengið er á manneskjuna um hvað gert hefur verið.

Láttu þetta ekki á þig fá, Baddý mín. Ég er búin að þekkja þig síðan þú varst 9 ára gömul og hef ekki fundið fyrir slíku eðli hjá þér hingað til. Það er mjög gott að skrifa hlutina frá sér, þannig náum við að losa aðeins um særindin innra með okkur og náum einnig að sjá hlutina í samhengi og átta okkur betur á hvað hefur verið í gangi. Það er líka gott að láta manneskjuna sem sýnt hefur sitt skítlega eðli í okkar átt að við kærum okkur ekki um slíkt og loka á þá manneskju. Við eigum nefnilega rétt á að lifa í friði og sátt og vera hamingjusöm. Þau sem þola ekki slíkt geta þá bara átt sig! Ekki satt?

Láttu þér og þínum líða sem allra best og hafðu gleðilegt nýtt ár alla daga.

Bestu kveðjur úr Grafarvoginum.

Nína Margrét (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 16:45

5 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Ég er nokkuð viss um að skítlegt eðli er ekki eitthvað sem ég vil.Ég held að skítlegt eðli sé blanda af rotnu innræti,sjálfselsku og eigingirni og jafnvel illgirni og eitthvað fleira.Ég held að auðvita þurfi allir að standa með sér,vera ákveðnir og dálítið frekir til að komast áfram en skítlegt eðli er ekki leiðin.Hafðu það sem best elsku Baddý og auðvita verðum við súper hressar á nýju ári.

Katrín Ósk Adamsdóttir, 3.1.2008 kl. 20:54

6 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 3.1.2008 kl. 22:25

7 identicon

Ég fyrir mitt leyti væri ekki að spjalla við þig ef þú hefðir skítlegt eðli.

Ég þoli ekki svoleiðis fyrirbæri og sniðgeng fyrirtæki sem mér finnst skítalykt af.

Vertu bara þú sjálf Baddý, það er það sem þú græðir mest á á endanum.  

Guðrún B. (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 00:00

8 identicon

hmmm,,,, skítlegt eðli er: óheiðarleiki, rotið innræti og kemur alltaf í bakið á fólki. Fólk sem er haldið skítlegu eðli er aldrei hamingjusamt vegna þessa skítlegu samvisku (ef það hefur þá nokkra) sem er að angra það. Á meðan maður er sáttur við sjálfan sig og jákvæður við sjálfan sig og þá sem eru í kringum mann, þá er aumt að horfa upp á þá sem ekki getað fundið þann sama frið og maður er haldinn sjálfur. Vertu bara þú sjálf, þú græðir mest á því eins og Guðrún segir. Love you

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 15:03

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Jóna hittir naglann á höfuðið, ég er búin að losa við mig fólk með skítlegt eðli úr mínu daglega lífi, suma verður maður að þekkja áfram en maður getur sneitt pent hjá.  Vertu áfram eins og þú ert.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.1.2008 kl. 22:46

10 identicon

Þó mér finnist þú stundum mega vera harðari, þá veit ég að þú ert góð og heil manneskja alveg innað beini og í þessum hundaheimi eru þær vandfundnar, svo þú mátt vera stolt. En það er alltaf gott að setjast niður og skrifa bréf ef maður er reiður eða ósáttur og oft þarf ekkert að senda það, en maður fær fína útrás bara við að koma hugsunum sínum á blað. Við höldum kannski langlokubrennu seinna á árinu :D

Fríður Esther (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 01:00

11 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Takk fyrir elskurnar að staðfesta við mig það sem ég hélt. Ég er þá á réttri braut, svona nokkurn veginn. Mér líst líka vel á langlokubrennuna seinna á árinu. "Its a plan"

Bjarndís Helena Mitchell, 5.1.2008 kl. 01:32

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Skítlegt eðli er nákvæmlega það sem orðið segir til um og ég óska engum þess að hafa það til að bera.

Bara alls ekki.

Gleymdu því.

Knús

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.1.2008 kl. 10:54

13 Smámynd: Ásta María H Jensen

Skítlegt eðli hefur fólk sem getur ekki horfst í augu við sín eigin mistök.  Það reynir að gera lítið úr þeim sem þeir ágirnast á einhvern hátt, hvort sem er vegna hæfileika eða persónu eða jafnvel fjár.  Það þorir ekki að taka áhættu sem fylgir fórnum en vill eignast vinninginn. Þegar það svo sér velgengi þá vill það finna neikvæða ástæðu fyrir þeirri velgengni.  Oft hef ég heyrt fólk segja t.d ef einhver á fyrirtæki. Já hann/hún erfði það eftir foreldra sína og varð ríkur af því. Það veit ekki staðreyndir eða bakgrunn og er með eilífar afsakanir.  Þetta er ekki hamingjusamt fólk, það deyr fátækt ef ekki á fé þá félaga.

Ásta María H Jensen, 5.1.2008 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjarndís Helena Mitchell

Höfundur

Bjarndís Helena Mitchell
Bjarndís Helena Mitchell
Hundadellukerling með meiru. Þetta meira er t.d. börnin mín og fjölskylda, vinnan, vinirnir og svo framvegis.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Gleðileg jól 2009
  • Gleðileg jól 2009
  • ...010_764018
  • ...030
  • ...024_764016

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 34035

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband