Árið og allt það...........

IMG_0537 (Small) Gleðilegt nýtt ár gott fólk. Vonandi hafa hátíðarhöldin farið vel í og með ykkur öll sem eitt. Hér hefur að mestu verið rólegt, nokkrir góðir vinir kíkt í heimsókn, borðaður hefur verið veislumatur daglega og allir fengið næga hvíld og vellíðan.

Nú er bara málið að takast á við nýja árið og þau verkefni sem fyrir liggja. Hvolpastand verður víst í tvöföldum skammti hér á bæ. Núverandi Míní Schnauzer gotið og svo er væntanlegt Risa Schnauzer got í lok þessa mánaðar. Nóg að gera. Ég held að ég verði búin að fá alveg nóg í langan tíma af hvolpum og því standi sem þeim fylgir, þó að óneitanlega er gaman að þessu líka. Annars myndi ég aldrei nenna þessu. 

Ég hef verið svolítið tölvuþreytt undanfarið, og kannski litbrigðalaus í þau skipti sem ég hef bloggað. Ég er bara viss um að þetta muni koma til með að lagast, allavega vona ég það. Hef bara þurft að taka mér veglegt frí og sinna öðrum málefnum í staðinn. 

Vonandi farnast ykkur öllum vel á nýja árinu og takk allir fyrir kynnin á því gamla. Peace on earth og allt það. Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Rosalega spennandi hvolpatímar framundan hjá þér.  Gleðilegt ár mín kæra og farnist þér og þínum vel.   Happy New Year Þú verður nú dugleg að setja inn myndir þegar fer að fjölga. 

Ásdís Sigurðardóttir, 1.1.2008 kl. 21:57

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.1.2008 kl. 22:10

3 Smámynd: Ragnheiður

Gleðilegt ár og ég hlakka til að sjá hvolpamyndir hjá þér eftir sem stóðið stækkar

Ragnheiður , 1.1.2008 kl. 22:58

4 identicon

Gleðilegt ár mín kæra vinkona. Gaman að heyra að allt gekk upp með Afríku. Þú áttir það virkilega skilið eftir allann dugnaðinn.

Meigi árið verða þér gæfuríkt og gott.. knús í bæinn.. sjáumst svo þegar konan kemst á lappir almennilega.

Knús.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 23:29

5 identicon

Gleðilegt árið ljúfust og gangi þér allt í haginn á því nýja.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 11:23

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Gleðilegt ár Bjarndís mín og takk fyrir skemmtilega bloggvináttu. Megi nýja árið færa þér og þínum gæfu og gleði

Huld S. Ringsted, 2.1.2008 kl. 11:32

7 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Gleðilegt ár elsku Baddý og fjölskylda  Happy New Year 2008 Vonandi hittumst við á þessu nýja ári skvís

Katrín Ósk Adamsdóttir, 2.1.2008 kl. 17:43

8 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Gleðilegt ár 2008 Bjarndís og fjölskylda. 

Takk fyrir notaleg bloggsamskipti....  

Anna Einarsdóttir, 5.1.2008 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjarndís Helena Mitchell

Höfundur

Bjarndís Helena Mitchell
Bjarndís Helena Mitchell
Hundadellukerling með meiru. Þetta meira er t.d. börnin mín og fjölskylda, vinnan, vinirnir og svo framvegis.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Gleðileg jól 2009
  • Gleðileg jól 2009
  • ...010_764018
  • ...030
  • ...024_764016

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband