Gleðileg hvít jól!

IMG_0532 (Small) Gleðileg jól öllsömul! Ég er búin að vera of upptekin eða þreytt til að taka þátt í blogginu undanfarið. Búið er að ganga á ýmsu og ég nenni ekki að fjalla nánar um það hér, akkúrat núna....

Í dag eru búin að vera mjög svo ánægjuleg jól hjá minni litlu fjölskyldu. Elsti drengurinn er reyndar í Danmörku, hjá "frænda" sínum um jólin. En ég er búin að heyra í honum hljóðið, óska honum gleðilegra jóla og hann hefur það fínt. Það var bara mjög gott í honum hljóðið.

Hér heima erum við bara búin að hafa það náðugt í dag. Fórum reyndar í smá leiðangur að bera út síðustu kortin og svona, en svo var bara farið í bað og í náttfötin á meðan að maturinn mallaði í pottunum. Hér er ekki farið í óþægileg spariföt, þau eru geymd þangað til að við förum eitthvert annað í hátíðarstand . Maturinn var tilbúinn kl 18 eins og lög gera ráð fyrir og aldrei þessu vant var ekkert verið að flýta sér að klára að borða, heldur var matarins notið vel og lengi. Krakkarnir voru ekki lengi að taka upp pakkana sína og mikil ánægja ríkti hér og er enn. Allir ánægðir með sitt og sælir. Ég fékk meira að segja jólagjöf í þetta sinn, sem kom mér verulega á óvart. Hlut sem mig hefur langað í, í mörg ár. Kitchen Aid hrærivél! Ég hef aldrei átt alvöru hrærivél og núna á ég hana og er alsæl. Veit bara ekki hvar ég á að koma henni fyrir, en það er önnur Ella.

Hundarnir fengu líka hátíðarmat við sitt hæfi. Smá dósamat blandaðan við venjulega fóðrið fyrir Afríku, Chiquita fékk séreldaðan mat vegna hvolpanna og svo fengu þær skiptan á milli sín frosinn lambabóg, sem þær voru ekki lengi að klára. Þær eru búnar að vera saddar og sælar á meðan við fengum okkar hátíðarmat í friði, og í allt kvöld.

Jólin eru hvít hjá okkur og vona ég að við getum farið út að labba með hundana í snjónum á morgun. Það er svo notalegt, frískandi og hressandi að fara út í góðu veðri þegar snjórinn er nýfallinn og fínn.

Ég hef yfir engu að kvarta, okkur líður vel, allt gengur vel. Þetta eru sannarlega gleðileg jól hjá okkur.  Ég sit ekki á barnaspítala hringsins í kvöld, eins og ég hef gert áður á aðfangadagskvöldi, hér er ekki eitthvert drama í gangi, veikindi, leiðindi eða flutningar. Þessi jól eru ánægjulega tíðindalaus, og svona vil ég hafa það. Allir heilbrigðir, kátir, hressir og ánægðir. Allir heima sem vilja vera heima. Ég er heima og hef það gott. 

Vonandi eigið þið öll gleðileg, ánægjuleg og stresslaus jól. Vonandi farnast ykkur vel á næsta ári og ég vona líka að þið getið litið yfir farinn veg á þessu ári sem senn fer að ljúka, með fullvissu og gleði um að þetta ár hafi verið eins og best verður á kosið.

Ég verð duglegri að blogga og kvitta á næstunni elsku bloggvinir mínir.

Góðar stundir og gleðilega hátíð. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásta María H Jensen

Gleðileg Jól elskan og megið þið öll hafa það gott um jólin

Ásta María H Jensen, 25.12.2007 kl. 01:09

2 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Gleðileg jól kæra bloggvinkona mín, til þín og þinna. Hafið það gott yfir hátíðina

Bjarney Hallgrímsdóttir, 25.12.2007 kl. 12:18

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gaman að heyra frá þér elskan mín og gott að jólin voru góð.  Hafðu það sem best um hátíðina og kær kveðja.  3D Magical Snowman 

Ásdís Sigurðardóttir, 25.12.2007 kl. 22:59

4 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Gleðileg jól, og takk fyrir góð samskipti á árinu sem er að líða

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 26.12.2007 kl. 12:07

5 Smámynd: Ragnheiður

Gleðileg jól Baddý mín, þakkir fyrir bloggvináttu á árinu...hlakka til að sjá hundamyndir á nýju ári. Mér finnst aðeins falinn þyngri tónn hjá þér en það lagast vonandi....

Ragnheiður , 26.12.2007 kl. 13:10

6 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Gleðileg jól elsku Baddý mín  Gott að allt hefur gengið vel hjá ykkur yfir jólin, og allt verið rólegt og notarleg hjá ykkur  en svoleiðis á það að vera.Er abbó útaf nýju hrærivélinni þinni  Gaman væri að hittast á nýju ári elskan

Katrín Ósk Adamsdóttir, 26.12.2007 kl. 14:45

7 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Gleðileg jól Bjarndís og fjölskylda og vonandi verður árið 2008 ykkur ljúft og gæfuríkt. 

Anna Einarsdóttir, 26.12.2007 kl. 18:28

8 identicon

Gleðilega jólahátíð, Baddý og fjölskylda.  Og farsælt komandi ár - 2008.

Ég náði ekki að senda jólakort á réttum tíma þannig að jólakveðjan til ykkar er hér að þessu sinni.

Hafið það ávallt sem allra best og farið vel með ykkur.

Kær kveðja frá fjölskyldunni í Grafarvoginum.

Nína Margrét (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 08:13

9 identicon

Gleðileg jól dúlla, gott að þið hafið átt ánægjuleg jól. og já til lukku með Kitchen aid hrærivélina, hún er frábær, enda á ég eina.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 14:06

10 Smámynd: Huld S. Ringsted

Gleðileg jól Bjarndís og takk fyrir skemmtilega bloggvináttu á árinu

P.S. og hjálpina við hvolpagotið

Huld S. Ringsted, 27.12.2007 kl. 17:23

11 identicon

Gleðilegt nýtt ár til þín og þinna (allt árið).....

Ragnar Sigurjónsson (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 23:27

12 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 31.12.2007 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjarndís Helena Mitchell

Höfundur

Bjarndís Helena Mitchell
Bjarndís Helena Mitchell
Hundadellukerling með meiru. Þetta meira er t.d. börnin mín og fjölskylda, vinnan, vinirnir og svo framvegis.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Gleðileg jól 2009
  • Gleðileg jól 2009
  • ...010_764018
  • ...030
  • ...024_764016

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 34035

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband