Það er hollt að láta sig dreyma...........

belize7 Ég er búin að vera lasin og hef verið of slöpp til að gera nokkurn skapaðan hlut til undirbúnings á jólunum. Þá er gott að láta sig dreyma um eitthvað allt annað, eða er það ekki?

Nú langar mig til að fara til Belize! Þar á að vera ódýrt að lifa, hægt að fá ódýrt húsnæði, veðrið indælt allan ársins hring, þ.e.a.s. þegar ekki geysa hitabeltisstormar og fellibylir. Og þar fram eftir götunum. Ég skoðaði margt sem ég fann á netinu í nótt, þar sem ég gat ekki sofið vegna hósta, hnerra og snýtingum. Þegar líðanin er svona, þá er kannski ekkert skrítið að manni langi að fara á hlýrri slóðir. Hversu óraunhæft sem það kann að vera. Eitt má þó Belize eiga. Þetta er skattfrelsisparadís skilst mér. Hvernig sem það á að skiljast. Þetta er enskumælandi land, (gott fyrir mig), með tæplega 300.000 íbúa og nóg af landi. Við nánari eftirgrennslan þá er hægt að kaupa sér byggingalóð á spottprís. Við enn nánari eftirgrennslan þá er líka hægt að nánast fá lóðina gefins frá ríkinu, þ.e.a.s. ef maður kann á kerfið. En stefnan er hjá þessu ríki að bjóða upp á aðlaðandi umhverfi til að setjast í helgan stein, svona eins og á Spáni og fleiri stöðum. Eins líka er stefnan að varðveita náttúruperlurnar þarna, og þær eru margar. Belíze hefur upp á margt að bjóða, allt frá köfun í kóralrifinu, fiskveiðum, skoða fornar rústir Maya, og svo margt að ég kann ekki að telja það allt upp.

Já, mig langar til að skreppa aðeins þangað, svona fram í júní eða svo og hlýja mér í kroppunum og svona......... Já, það væri draumur að geta haft efni á því að eiga "sumarbústað" eða "vetrarbústað" í hlýju landi þar sem þægilegt og ódýrt er að vera...........Já, það er hollt að láta sig dreyma.

Nú fer ég að lagast aðeins, vona ég, og þá fer ég að detta niður á jörðina og fara að undirbúa fyrir vikuna, afmæli er það víst í þessari viku, og svo jólin...........

Jólin á Íslandi!  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hurðu, hvar er Belize á hnettinum? Ein ferlega fáfróð , en ég væri alveg til í að fara með þér sko.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 14:47

2 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Í suður Ameríku, við karabíska hafið. Pínulítið ríki og eina enskumælandi þjóðin í S-Ameríku. Paradís á  jörð skilst mér og líka skattaparadís. Get keypt flott einbýlishús á 5-20 milljónir íslenskar.

Bjarndís Helena Mitchell, 10.12.2007 kl. 16:41

3 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Ég pant koma með elskan  Hver á afmæli í vikunni ? Strákurinn minn verður 13 ára 17 des. OMG er svona langt síðan að við vorum ungar og frábærar

Katrín Ósk Adamsdóttir, 10.12.2007 kl. 17:54

4 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Ekki málið, gerum bara íslendinganýlendu þarna og fáum beint flug með Icelandair! LOL, litli sjálfstæðismaðurinn minn á afmæli á fimmtudaginn. Hann verður 7 ára og er í því að búa til endanlegu útgáfuna af boðskortunum í skrifuðum orðum.

Bjarndís Helena Mitchell, 10.12.2007 kl. 18:13

5 identicon

Láttu þér batna  Mig langar til Belize, ... mikið, mikið, mikið óskaplega langar mig til Belize .... Brrrrr

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 22:35

6 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Ég vona að þér fari nú að batna skvís  Ég sit hérna og læt mig dreyma um vatnið og ströndina   Mig langar svo til útlanda  Góða nótt sætust

Katrín Ósk Adamsdóttir, 11.12.2007 kl. 00:16

7 identicon

Ohhhhh Baddý, hættu að gúggla .. þetta er alveg til að fara með það í þessu veðri að minnsta kosti .

Takk fyrir reddinguna í kvöld, þú ert yndi.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 01:07

8 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ohhhh mig langar að búa á svona stað...........alltaf hægt að láta sig dreyma   Vonandi fer þér að batna

Huld S. Ringsted, 11.12.2007 kl. 12:33

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Krúttlegir hvolparnir  :):)  köld jól á Íslandi er það ekki málið??? hafðu það gott.

Ásdís Sigurðardóttir, 11.12.2007 kl. 21:22

10 Smámynd: Ragnheiður

Láttér batna Baddý mín,,,ógeðsleg pest að ganga...

Ragnheiður , 12.12.2007 kl. 12:24

11 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Til hamingju með drenginn þinn  Gaman að vera orðin 7 ára skotti

Katrín Ósk Adamsdóttir, 13.12.2007 kl. 00:28

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gleðileg jól, kæra bloggvinkona og takk fyrir alla þátttökuna á síðunni minni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.12.2007 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjarndís Helena Mitchell

Höfundur

Bjarndís Helena Mitchell
Bjarndís Helena Mitchell
Hundadellukerling með meiru. Þetta meira er t.d. börnin mín og fjölskylda, vinnan, vinirnir og svo framvegis.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Gleðileg jól 2009
  • Gleðileg jól 2009
  • ...010_764018
  • ...030
  • ...024_764016

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 34035

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband