Bland í poka færsla...........

100_0715 (Small)100_0724 (Small)100_0714 (Small)

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég stóðst ekki mátið og smellti af myndum áðan af hvolpunum. Fyrsta myndin er af Agnarögninni og Stóra bróður hennar honum Bioko. Hún virðist ekki svo mikið minni en hann á myndinni, en hún er útteygð og hann í hnipri. Hann var 342 gr áðan en hún 188, komin rétt rúmlega í fæðingarþyngd hans. En hún dafnar og það á eðlilegan hátt og ég er svo þakklát fyrir það. Ég þarf ekki enn sem komið er að berjast fyrir lífi hennar, gefa henni pela eða neitt. Krossum putta, loppur og tær um að það haldist. Hinar myndirnar eru af Barbados og ég held henni Balí. Ég ætla að hlífa ykkur við fleiri myndum í bili, þar sem það er ekkert í raun að sjá enn sem komið er. Augu og eyru enn lokuð, ekkert í raun komið í ljós.

En.... ég verð að viðurkenna það að þetta er gaman. Það verður fjör hér um jólin, svo mikið er víst.

Það er samt voða margt sem er að brjótast um innra með mér þessa dagana. Kjör öryrkja þar efst á baugi, en ég á of mikla reynslu finnst mér af þesskonar lífi og lífsstíl sem öryrkjum er þröngvað til að lifa. Bæði ég sjálf og svo mínir nánustu ættingjar og nefni ég þar engin nöfn. Ég vil þó segja eitt. Það er virkilega erfitt fyrir marga öryrkja að hafa nokkuð sem heitir sjálfsvirðingu og gott sjálfsmat. Þegar baráttan fyrir lífinu er svo brött og allsstaðar skorið við nögl gagnvart því, í ofanálag við að berjast í bökkum við veikindin sem valda þessari stéttarstöðu, þá er ekki mikið eftir til að njóta, því miður. Svo er akkúrat núna verið að skerða enn og aftur kjör þessa hóps. Korter í jól! Hvar er jólaandinn þar? Ég vona svo sannarlega að tekjutengingin verði afnumin, en fæ samt hnút í magann með áhyggjur um hvað þeir taka til bragðs þá, til að taka það til baka. Mín reynsla er nefnilega sú að ef einhver hækkun fæst í gegn, þá dettur út eða þrengist eitthvað annað í staðinn og þar með er búið að taka hækkunina til baka. Þetta er oftast ekki raunveruleg hækkun þegar upp er staðið.

Æ, kannski hefur flensan bara neikvæð áhrif á mig, ég veit ekki. Er allavega að fyllast af kvefi og hálsbólgu, höfuðverk og beinverki. Ég slepp sennilega ekki lengur við þessa flensu........en hún batnar á endanum.  

En nóg um vol og væl. Ég ætla allavegana að gera mitt besta til að mínu fólki líði vel um jólin. Nú fer ég að komast í jólastuð, vildi bara óska þess að ég hefði aukamánuð til að undirbúa....ég er allt of bundin þessa dagana....en úr þessu rætist og jólin munu mæta á réttum tíma svo mikið er víst.

Góðar stundir Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Sammála þessu með öryrkjana ..hvolparúslur

Ragnheiður , 7.12.2007 kl. 21:42

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Let's be happy.  Vont að vera blankur.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.12.2007 kl. 23:47

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

sammála þér með öryrkjana, þetta er leiðndamál. 

Algjörar dúllur þessir hvolpar

Huld S. Ringsted, 8.12.2007 kl. 17:36

4 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Rosalega eru þeir "dætir"

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 9.12.2007 kl. 23:30

5 identicon

Krúttin.  OMG .. ég fæ krúttkast.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 01:55

6 identicon

Hrikalegar dúllur eru þetta, OMG. En já, ljótt með öryrkjana, hrikalegt mál og þetta fólk sem stjórnar lífeyrissjóðunum, það bliknar ekki einu sinni, af hverju í andskotanum gátu þeir ekki gert þetta á nýju ári í stað þess að gera þetta alltaf hreint fyrir jólin, ríkið er svo sem ekki barnanna best í því heldur. Það er ekki skrítið að fólk  misnoti sér kerfið á hinn og þennan háttinn þegar það er þurrkað sér á þeim á skítugum skónum.

Knús á þig addna

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjarndís Helena Mitchell

Höfundur

Bjarndís Helena Mitchell
Bjarndís Helena Mitchell
Hundadellukerling með meiru. Þetta meira er t.d. börnin mín og fjölskylda, vinnan, vinirnir og svo framvegis.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Gleðileg jól 2009
  • Gleðileg jól 2009
  • ...010_764018
  • ...030
  • ...024_764016

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband