6.12.2007 | 19:03
Hvolpafréttir........
Ég fæ barasta krúttkast!!! Litla daman hún Sauda er hér að prýða þessar myndir sem ég fékk sendar í dag. Hún er svo fín og mér finnst svo gaman að sjá hvað hún dafnar vel.
Já það er ekki laust við að ömmustoltið sé búið að taka góðan kipp núna. Það liggur við að mig langi til að fara að raka og reyta hana sjálf bara, fá að taka í.
En það er að frétta af hvolpunum hinum í dag að þau blása út. Stærri hvolparnir eru búnir að bæta á sig í kring um 100 gr. frá fæðingarþyngd, en Agnarögnin rétt rúmlega 50 gr. Ég er ekki enn sannfærð um að hún sé komin yfir það versta. En hún er bara agnarsmá, það virðist ekkert annað ama að henni, er rétt byggð og sýgur spena eins og hún eigi lífið að leysa. En hún er bara helmingi minni en þau hin og er ekki enn búin að ná þeim áfanga að verða jafnþung og næst minnstu bræður sínir við fæðingu. Þannig að gjörgæslan heldur áfram enn um sinn..........
En, það er kominn snjór úti, gaman að því. Kannski er von um að jólin verði hvít þetta árið?
Um bloggið
Bjarndís Helena Mitchell
Tenglar
Tenglar
- MPG-CAP, eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eða dísel á allar vélategundir!
- http://www.svartskeggs.com
- http://www.hrfi.is
- http://www.kennel-savali.info
- http://www.hundaspjall.is
- http://www.giant.bloggar.is
- http://www.mitchell.is
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mátt sko alveg vera stolt af stelpunni. Takk fyrir fallegar kveðjur.
Ásdís Sigurðardóttir, 6.12.2007 kl. 20:12
Já þú mátt sko vera stolt af henni, hún er ofsalega falleg
Huld S. Ringsted, 7.12.2007 kl. 08:42
Þetta eru fallegir hundar sem þú ert með Baddý mín og mátt sannarlega vera stolt af þeim. knús á þig
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 19:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.