4.12.2007 | 23:17
Hvað er hægt að gera við svona???
Vitið þið það, ég er alveg búin að fá mig fullsadda af svikurum á netinu. Það líður varla sá dagur að ég fái ekki póst með hamingjuóskum og tilkynningu um að ég hafi unnið xxx hundruð þúsund evrur í lottói sem ég tók aldrei þátt í. Samkvæmt þeim fjölda sem ég hef fengið ætti Björgólfur varla roð við mér í ríkidæmi, svo mikið er víst!
Svo koma hin skilaboðin, til að bjóða manni að gerast meðsek um að svíkja og pretta fé út úr bönkum eða stofnunum, fé sem enginn á lengur tilkall til og þessar stofnanir munu bara hertaka og eyða að vild. Núna áðan gekk annað slíkt bréf alveg fram af mér!! Lögfræðingur í Nígeríu ætlar að ljúga því að mér að forríkur íslendingur, sem átti byggingafyrirtæki í Nígeríu, hafi látist ásamt allri fjölskyldu sinni í Tsunami fyrir nokkrum árum. Að hann hafi átt 18 milljón dollara í banka þarna og hann gengur svo langt að bjóða mér að þykjast vera ættingi hans og eiga þar með tilkall til fésins!! Ekki stígur þessum manni í vitið, svo mikið er víst! Hvað mynduð þið gera við svona krimma? Er eitthvað hægt að gera? Þetta er bréfið sem ég fékk:
MORGAN CHAMBERS
ATTORNEY AT LAW,BARRISTER&SOLICITOR
HEAD OFFICE: 2, , CLOSE, HOUSE ,
FESTAC TOWN LAGOS NIGERIA
PRIVATE EMAIL: xxxxx@xxxxx.xx
Tel:+xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx
ATTENTION:
BEFORE I START, I MUST FIRST APOLOGIZE FOR THIS MAIL TO YOU.I AM AWARE THAT THIS IS CERTAINLY AN UNCONVENTIONAL APPROACH TO STARTING A RELATIONSHIP,BUT AS TIME GOES ON YOU WILL REALIZE THE NEED FOR MY ACTION.
MY NAME IS BARRISTER MORGAN IBEKWEORU,A SOLICITOR AND THE PERSONAL ATTORNEY TO A CITIZEN OF YOUR COUNTRY,WHO OWNS A CONSTRUCTION COMPANY IN NIGERIA.HERE IN AFTER REFERRED TO AS MY CLIENT. ON THE 26TH OF DECEMBER 2004,MY CLIENT,HIS WIFE AND THEIR TWO CHILDREN WERE INVOLVED IN THE TSUNAMI ASIA DISASTER. MY CLIENT AND HIS ENTIRE FAMILY UNFORTUNATELY LOST THEIR LIVES IN THE DISASTER.
SINCE THEN I HAVE MADE SEVERAL ENQUIRIES TO YOUR EMBASSY TO LOCATE ANY OF MY CLIENT'S EXTENDED RELATIVES, WHICH HAS PROVED ABORTIVE AFTER THESE SEVERAL UNSUCESSFUL ATTEMPTS.MY MAIN REASON FOR CONTACTINGYOU IS TO ASSIST ME IN REPATRIATING THE MONEY AND PROPERTY LEFT BEHIND BY MY CLIENT BEFORE THEY ARE CONFISCATED OR DECLARED UNSERVICEABLEBY THE BANK WHERE THE FUNDS REDEPOSITED/LODGED PARTICULARLY, THE GULF BANK OF (NIG) PLC.
WHERE THE DECEASED HAS AN ACCOUNT WITH AN APPROXIMATE SUM OF EIGHTEEN MILLION UNITED STATES DOLLARS. THE SAID BANK HAS ISSUED ME A FINAL NOTICE TO PROVIDE THE NEXT OF KIN OF MY CLIENT OR THEY WILL BE LEFT WITH NO OTHER CHOICE THAN TO CONFISCATE HIS FUNDS, A COPY OF THE SAID NOTICE I WILL FAX TO YOU ON GETTING YOUR REPLY.
SINCE I HAVE BEEN UNSUCCESSFUL IN LOCATING MY CLIENT'S RELATIVES FOR THE PAST TWO YEARS AND SIX MONTHS, NOW I SEEK YOUR CONSENT TO PRESENT YOU AS THE NEXT OF KIN OF MY CLIENT TO THE BANK, GOING BY THE FACT THAT BOTH OF YOU HAS THE SAME NATIONALITY, SO THAT THE SAID FUNDS AS STATED ABOVE I.E, THE SUM OF EIGHTEEN MILLION UNITED STATES DOLLARS CAN BE PAID TO YOU INSTEAD OF LEAVING IT FOR GULF BANK OF (NIG) PLC. WE CAN TAKE PART OF IT AND LEAVE THE REST TO CHARITY.
I HAVE THE NECESSARY LEGAL DOCUMENTS THAT CAN BE USED TO BACK UP ANY CLAIM WE MAY MAKE.ALL I REQUIRE IS YOUR HONEST COOPERATION TO ENABLE US SEE THIS ARRANGMENT THROUGH I GUARANTEE THAT THIS WILL BE EXECUTED UNDER ALEGITIMATE ARRANGEMENT THAT WILL PROTECT YOU FROM ANY BREACH OF THE LAW.
PLEASE KINDLY REPLY THROUGH THIS PRIVATE EMAIL ADDRESS: xxxxxxxxxx@xxxxxxxxxxx.xx
FINALLY KINDLY GIVE ME YOUR CONFIDENTAIL PHONE/FAX NUMBERS SO THAT I CAN FAX TO YOU ALL THE CORRESPONDENCE BETWEEN THE BANK AND ME.
BEST REGARDS,
BARRISTER MORGAN IBEKWEORU (ESQ)
X-Complaints-To: webmaster@all-inclusive-webspace.de
X-Abuse-Info: Please be sure to include ALL headers! Otherwise we
X-Abuse-Info: will be unable to process your complaint properly
X-Abuse-Info: and in a timely manner!
X-OriginID: web27
Um bloggið
Bjarndís Helena Mitchell
Tenglar
Tenglar
- MPG-CAP, eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eykur hestöfl, dregur úr mengun og sparar bensín eða dísel á allar vélategundir!
- http://www.svartskeggs.com
- http://www.hrfi.is
- http://www.kennel-savali.info
- http://www.hundaspjall.is
- http://www.giant.bloggar.is
- http://www.mitchell.is
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ó já!! Ég er einmitt alltaf með allt fullt af svona mailum og þetta hefur aldrei orðið eins slæmt og núna í desember,greinilegt að þetta lið ætlar að redda sér peningum fyrir jólin
Ég hef einmitt nýlega unnið fullt af pundum,evrum,dollurum og ja það væri ekkert amarlegt að lifa ef að þetta væri rétt
Ég eyddi síðast rúmlega 40 svona mailum í gær
Það eru greinilega hin ýmsu lottó sem ég tek þátt í draumi
Ég veit ekki hvað er hægt að gera til að losna við þetta
Hafðu það sem best elsku Baddý 

Katrín Ósk Adamsdóttir, 4.12.2007 kl. 23:26
Gerðu "block sender" í hvert skiptið sem þú færð þetta.
Ekki og alls ekki svara þessum pósti, því þá ertu búin að láta þá vita að þú sért með virka e-mail adressu. Taktu öll þessi bréf og sendu þau á afbrotadeild ríkislögreglustjóra, þeir vinna svo úr þessu.
Deletaðu þessu helvítis svindli og hættu að ergja þig á þessu. Það eru fullt af vitleysingum í heiminum og sá síðasti er sko alls ekki fæddur. Það er það sem þeir eru að treysta á.
Knús á þig.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 23:39
það fyndna er.. eða kannski sorglega.. að einhvers staðar og mörgum sinnum verður þessum mönnum ágengt. Það er alltaf einhverjir hér og annars staðar í heiminum sem gleypa við þessu.
Þetta er sennilega eins og símasala er fyrir öðrum. You win some and you loose some
Jóna Á. Gísladóttir, 5.12.2007 kl. 00:21
Horfir þú á næturvaktina á stöð2? Þar er einmitt verið að gera grín af fólki sem gleypir við þessum fjöndum. Ólafur er gott dæmi um það fólk.
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 11:10
Hehehe, nei ég verð að viðurkenna að ég hef misst af því.
En ég er búin að búa til möppu í outlookinu mínu merkt "Con Artists" og er að spá í að senda afbrotadeild lögreglunnar allt innihaldið. Ég er hætt að nenna þessu og finnst að eitthvað þurfi að fara að gerast til að stoppa svona lið.
Sem betur fer hef ég aldrei gleypt við svona, en þetta er í allskonar formi, t.d. atvinnutilboð með umsýslu fjármagns, lottó er mjög algengt, svo svona tilboð um að gerast meðsek. Þau finnst mér verst, þar sem sá sem bítur á agnið veit að um ólöglega starfsemi er að ræða og er því alls ekki líklegur til að leita réttar síns, þegar hann kemst að því að búið er að svindla á honum líka. Situr kannski líka í súpunni með alla skuldina og sektina á sínu nafni, fyrir dómstólum.
Mér finnst þetta bara ljótt!
Bjarndís Helena Mitchell, 5.12.2007 kl. 12:31
Hvað sem þú gerir .. ekki svara þessum pósti. Um leið og þú gerir það þá ertu búin að láta vita að þú sért með virka meil adressu. Og þeir sem eru að spama svona, selja adressurnar sín á milli.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 13:22
Okkur vanta net löggu
Gunnar Helgi Eysteinsson, 5.12.2007 kl. 19:24
Í guðanna bænum ekki svara svona pósti!! Ég hef sem betur fer aldrei fengið svona en besta ráðið er að gera eins og Guðrún segir, að Blocka sender.
Huld S. Ringsted, 5.12.2007 kl. 19:55
Blocka out sendir, það virkar. Takk fyrir góðar kveðjur og hafði þao gott mín kæra.
Ásdís Sigurðardóttir, 5.12.2007 kl. 21:03
Ég hef gefið einhverjum undir fótinn vegna svona en þá svaraði ég með tölvupósti.
Fékk ekki frið frá þeim en það kom upp í mér púki þannig að ég var að svara einhverju svona.
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 6.12.2007 kl. 10:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.