Fjölgun og fjör ;o)

100_0661 (Small)Texas

 

 

 

 

 

 

 

 

Jæja, þá er stóri dagurinn runninn upp. Svartskeggs Cheerios, eða Chiquita eignaðist í dag 5 hvolpa! Mömmunni heilsast vel og hvolpunum líka. Ég hef að vísu pínu áhyggjur af minnstu tíkinni, en hún fæddist langt um léttari en systkini sín. Samt sýgur hún spena vel og ég vona að ég nái henni á legg. Fyrst fæddust 3 rakkar, allir nánast í einni salibunu, bara cirka 10 mínútur á milli, síðan fæddist sú minnsta rúmum hálftíma á eftir þeim, og loks stóra systir hennar rúmum klukkutíma seinna. Tók þetta ekki nema rétt rúma tvo tíma samt.

Ég er ekki alveg viss um að allt sé búið enn, en Chiquita hefur fengið einstaka samdrátt síðan, en ekkert alvarlegt samt. Hún er búin að fá rjóma, vatn, mat, og fara út að pissa. Virðist eldhress og er svaka góð mamma. 

Afríka er búin að hanga fyrir utan herbergisdyrnar og væla stöku sinnum í allan dag, í von um að fá að kíkja inn. En Chiquita er sko ekkert á því að leyfa henni það, og við erum ekkert að ýta því að henni. Best að leyfa henni bara að fá að vera í friði með sína hvolpa.

Ég setti inn mynd af nýbökuðu mömmunni og svo líka af pabbanum, honum SUCH Gloris Super Lamigras Man.

Ég hef ekki haft tíma til að blogga eða kommenta undanfarið, en vonandi hægist um og að ég nái að bæta úr því á næstu vikum.

Hafið það gott elskurnar og gangi ykkur vel í vikunni sem er að byrja. 

P.S. Systir mín er búin að finna heimili fyrir 3 kisur, en vantar fleiri. Búið er að taka 6 fressi í ófrjósemisaðgerð, en ein læðan er kettlingafull og varð því að fresta hennar aðgerð enn um sinn. Ég vona svo innilega að góð heimili finnist fyrir alla kettlingana, því annars er þetta allt unnið fyrir gíg, ég efast um að við getum látið gelda um 10 ketti í viðbót. Er ekki málið bara "Kisa fyrir jólin" fyrir alla dýraunnendur sem vantar félagsskap? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Ohhh til hamingju með fjölgunina. Þetta eru svo æðislegir hundar !

Ragnheiður , 3.12.2007 kl. 00:11

2 Smámynd: Ragnheiður

sendu mér póst á ragghh@simnet.is

Ragnheiður , 3.12.2007 kl. 00:12

3 identicon

Hæ hæ og innilega til hamingju með fjölgunina, þeir eru æðislegir!

Gangi ykkur öllum svo vel með hvolpanna, mikil vinna framundan og hið skemmtilegasta tímabil.                         Algjörir Jólahvolpar. 

Bestu kveðjur úr Grafarvoginum og vertu dugleg að setja inn myndir af þessum rúsínum.

Nína Margrét (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 08:24

4 identicon

vá æði og til lukku með þá dúlla

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 11:31

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Til lukku með fjölgunina!!

Huld S. Ringsted, 3.12.2007 kl. 16:07

6 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Til hamingju með nýju fjölskyldumeðlimina  Hafðu það sem best elsku Baddý

Katrín Ósk Adamsdóttir, 3.12.2007 kl. 17:46

7 Smámynd: Benna

Æði ohh hvað ég öfunda þig núna, ekkert smá yndislegt að hafa svona litlar dúllur á heimilinu til að huga að:) Gangi þér rosalega vel með þá og mig hlakkar ekkert smá til að sjá myndir hehe:)

Benna, 3.12.2007 kl. 19:29

8 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 3.12.2007 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjarndís Helena Mitchell

Höfundur

Bjarndís Helena Mitchell
Bjarndís Helena Mitchell
Hundadellukerling með meiru. Þetta meira er t.d. börnin mín og fjölskylda, vinnan, vinirnir og svo framvegis.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Gleðileg jól 2009
  • Gleðileg jól 2009
  • ...010_764018
  • ...030
  • ...024_764016

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband