Langar ykkur í???

100_0628 (Small)100_0629 (Small)100_0630 (Small)100_0631 (Small)100_0632 (Small)100_0635 (Small)100_0634 (Small)100_0636 (Small)100_0638 (Small)100_0640 (Small)

Mig langar til að hjálpa systur minni aðeins, í þeim vanda sem hún er að reyna að eiga við þessa dagana. Málið er að hún er kisukona mikil. Er hún búin að vera að bjarga kisum smátt og smátt í langan tíma núna. Nú er svo komið að kisurnar eru að fjölga sér, ört, og er það orðið vandamál. Hún er að leita að góðum heimilum fyrir um 10+ kisur, og er nokkuð brýnt að þau fari að finnast.

Til stendur að fara með "heimiliskisurnar" allar í ófrjósemisaðgerð núna á næstu dögum, en vandinn stoppar ekki þar, ef ekki finnast heimili fyrir alla kettlingana sem komnir eru nú þegar.

Mig langar rosalega til að hjálpa henni að ná tökum á þessum vanda, þar sem hún er öryrki, og ofur góð manneskja sem má ekki vita um neitt aumt. Þetta eru þung spor fyrir hana að þurfa að taka. En ég er samt viss um að léttirinn á heimilinu verður mikill þegar af er staðið. Hún getur alls ekki alið önn fyrir öllum þessum kisum, og lífsgæði kattanna og fjölskyldunnar er ekki mikils virði á meðan þessi fjöldi er á heimilinu.

Kæru vinir, ef þið vitið um einhvern sem langar í, eða veit um einhvern sem vill lítinn gleðigjafa endilega hafið samband. Netfangið mitt er: bjarndis@eldamennska.is og hennar er: rosam@heimsnet.is

Myndirnar eru af kisum sem vantar ný heimili. Allar eru þær innikisur, þó að það má eflaust breyta því líka.  Þær eru kassavanar og kelnar og að sjálfsögðu gefins á góð heimili.

Með fyrirfram þökkum um góðar viðtökur.

Góðar stundir 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Baddý, ég er nýbúin að taka kettling inn á heimilið hjá mér svo ég læt það nægja í bili. En af hverju farið þið ekki með kisurnar bara Kattholt? Það er fullt af fólki sem fer þangað til að fá kisu gefins.

Gangi ykkur samt vel.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 23:16

2 identicon

Nei takk, á tvær kisur og 1 hund og finnst það nóg.  Gangi vinkonu þinni vel að finna heimili fyrir kisurnar.

Bestu kveðjur úr Grafarvoginum.  

Nína Margrét (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 23:24

3 Smámynd: Ragnheiður

Æj ég er með kisuofnæmi, en mikið eru þetta fínar kisur. Ég er hrifnust af bröndóttum kisum

Ragnheiður , 21.11.2007 kl. 01:14

4 identicon

Baddý, ég veit um eina sem vill taka kisu.  Hringdu í mig.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 01:41

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Sætar kisur!  Ég vildi óska að ég vissi um einhvern sem langar í kisu en svo er ekki, því miður sjálf læt ég mér nægja minn eina kisa. Vonandi gengur vel að koma greyjunum út.

Huld S. Ringsted, 21.11.2007 kl. 09:02

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Æi þær eru krútt, en ég get ekki haft gæludýr, bannað.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.11.2007 kl. 02:30

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er nýbúin að fá kisu annars hefði ég verið til. Læt vita ef ég veit af einhverjum.

Ásdís Sigurðardóttir, 22.11.2007 kl. 14:53

8 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Góða helgi elsku Baddý

Katrín Ósk Adamsdóttir, 23.11.2007 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjarndís Helena Mitchell

Höfundur

Bjarndís Helena Mitchell
Bjarndís Helena Mitchell
Hundadellukerling með meiru. Þetta meira er t.d. börnin mín og fjölskylda, vinnan, vinirnir og svo framvegis.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Gleðileg jól 2009
  • Gleðileg jól 2009
  • ...010_764018
  • ...030
  • ...024_764016

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband